Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 19
N. Kv. KENNIMAÐUR 113 að túlka kærleika guðs til mannanna á þessari alvöru- og saknaðarstundu. Ráð- stafanir guðs eru æðri en svo, að gagn- rýni sé viðeigandi. Menn eiga að treysta honum skilvrðislaust, leggja allt sitt, — alla sína tímanlegu og andlegu velferð á hans vald, og þá mun þeim vel farnast. Að lokinni jarðarförinni kom ekkjan til hans og spurði hann, hvað mikið hún skuldaði honum fyrir allt þetta. Hún hafði ekki beðið hann að segja nema fá- ein orð við húskveðjuna. — Látum okkur sjá. Það er raunar ó- viðfelldið að þurfa að hugsa um svo jarð- neska hluti sem fjármál í sambandi' við hin- andlegu málefni, en hjá því verður ekki komizt. Prestarnir verða að lifa eins og aðrir. — Látum okkur sjá, sagði hann svo aft- ur. Ræðurnar báðar kosta þrjátíu krónur, og svo venjulegur líksöngseyrir. Þakka yður fyrir. Guð styðji yður og styrki i raunum yðar og stríði. Verið þér sælar. Það er ekkert að þakka. Honum heyrðist ekkjan vera að þakka, en það var víst misheyrn, því að hún lét allt þakklæti vera ósagt. 21. Það er undarlegt, hvað hugsanir manns geta stundum verið tregar og að því er manni virðist alveg tilefnislaust. Það má líkja þeim við duttlungafullan hest, sem annað veifið geysist fram spriklandi í fjöri og þrótti, en verður svo allt í einu karg- ur og þrjózkufullur. Þetta fannst að minnsta kosti séra Bjarna, þar sem hann sat og var að semja ræðuna, sem hann ætlaði að flytja yfir sóknarbörnum sínum næstkomandi sunnudag. Hann var búinn að skrifa töluverðan kafla og hafði tekizt verulega vel. Efnið, sem hann lagði út af, var líka vel til þess fallið, að skapa há- leitar hugmyndir og finna leið inn að hjörtum mannanna. Þessi ræða var líka sérstaklega vel til þess ætluð, að færa honum nýja sigra. Hún átti að sanna söfn- uðinum það í eitt skipti fyrir öll, að hann væri enginn meðalmaður, heldur töluvert meira. Þetta, sem hann var búinn með, var gott, meira að segja ágætt, en nú var hann búinn að týna þræðinum og hugsanir hans komnar á ringulreið. Hann sat, án þess að hafast nokkuð að, og starði á flugu, sem skreið á glugganum, eins og hann vænti þaðan einhverrar opinberunar, sem gæti komið honum aftur á rekspöl. Hann fylgdi nákvæmlega hverri hreyfingu hennar með augunum, eins og hann væri dáleiddur. En allt í einu flaug fluguskömmin burt, en hann sat eftir jafn andlega snauður og fyrr og starði á auða rúðuna. En þessi steingjörfingsháttur dugði ekki. Hann stóð á fætur og fór að ganga um gólf, og bráðlega fór mesta lognmollan að renna af honum. En hugsanir hans vildu samt ekki snúa sér að ræðunni, Hann fór að hugsa um erfiðleikana, sem hann átti við að stríða í starfi sínu, — tómlæti og skilningsleysi safnaðarins, sem virtist eins og óyfirstíg- anlegur múrveggur. Þetta var allt öðru- vísi en hann hafði búizt við. Það var að vísu ekki hægt að segja, að trúarlífið væri verra, en það var þetta sjálfbirgingslega og yfirlætisfulla kæruleysi, sem honum gramdist. Söfnuðurinn virtist því miður eiga svo lítið af hinni sönnu auðmýkt hjartans. Það var ekki nógu einfalt og volað til þess að geta fagnað honum eins og nokkurs konar endurlausnara. En í fullri hreinskilni sagt: Þannig hafði hann hugsað sér söfnuð sinn og sveitafólk yfir- leitt. Þetta voru honum mikil vonbrigði, því að hann var nú einu sinni svo skapi far- inn, að hann átti erfitt með að skipta um nokkra þá skoðun, sem eitt sinn hafði fest rætur í huga hans, og ennþá erfiðara átti 15

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.