Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 24
118
KENNIMAÐUR
N. Kv.
Meðhjálparinn kom heim á hlaðið og
gaf sig á tal við hann.
— Alveg er ég grallaralaus yfir fólkinu.
Skyldi enginn ætla að koma í þessu inn-
dæla veðri?
Presti var að verða svo þungt fyrir
brjósti, að hann svaraði ekki; í þess stað
tók hann upp úr sitt og leit á það. Klukk-
an var tólf.
í sama mund sáust tvær gamlar konur
koma ríðandi heim að túnhliðinu.
— Þetta lagast, sagði meðhjálparinn
feginsamlega. Þarna er að koma fólk.
Séra Bjarna létti vitund. Fram til klukk-
an eitt var ekki loku skotið fyrir að ein-
hverjir kæmu, en þó var eins og eitthvað
hvíslaði því að honum, að hann mundi
ekki fá tækifæri til að flytja ræðuna sína
þennan sunnudaginn.
Páll „sitt á hvað“ var nú kominn til
þeirra og býsnaðist mikið yfir hinu ó-
kristilega hugarfari fólksins, jafnhliða því
sem hann var að hvima í allar áttir. Allt
í einu brá hann snöggt við og greip í
handlegg meðhjálparans.
— Líttu á, Jóhannes. Þarna kemur fólk,
margt fólk, sem ég er lifandi maður.
Prestur og meðhjálpari litu báðir í þá
átt, sem Páll benti. Út með ánni þyrlaðist
upp jóreykur. Það varð ekki um það
villzt, að þarna var allstór flokkur ríð-
andi manna á ferð.
Presti létti stórum.
— Já, það er satt, sem þér segið, Páll
minn. Það ætlar að fjölmenna núna utan
úr sókninni. Þér skuluð fara að hringja,
Jóhannes minn.
Meðhjálparinn lét ekki segja sér það
tvisvar. Hann þaut út í kirkju og þreif i
klukkustrengina, svo að glumdi í öllu.
Séra Bjarni stóð kyrr á hlaðinu og
horfði á hópinn, sem nálgaðist óðum.
Þarna voru áreiðanlega tuttugu manns á
ferð, bæði karlar og konur. Hann var svo
glaður, að hann ásetti sér að bíða á hlað-
inu þar til það kæmi og bjóða það vel-
komið. Hann lét sér nægja að kalla inn
um gluggann til konu sinnar, að það væri
að koma fólk, margt fólk.
Nú var hópurinn kominn þangað, sem
götur lágu af aðalveginum heim í Breiða-
vað. En hvað var þetta? Allur hópurinn
reið fram hjá, án þess að hægja á sér. Var
þetta einhver meiri háttar sjónvilla? Nei,
það var áreiðanlega ekki um neitt að vill-
ast, hópurinn var kominn fram hjá. Presti
varð svo mikið um þetta, að hann neri
augun, en allt kom í einn stað niður. Há-
vært tal og hlátrar bárust alla leið til
eyrna hans. Þetta var áreiðanlega ungt
fólk. En hvað gat það verið að fara? Hann
þurfti náttúrlega ekki að spyrja, því að
auðvitað var það að fara í skóginn til þess
að skemmta sér og storka honum jafn-
framt. Bræðin blossaði svo upp í honum,
að honum varð erfitt um andardrátt.
Hann hefði þurft að komast í talfæri við
það núna, því að þá hefði það fengið að
heyra nokkur vel valin sannleiksorð. En
bölvunin var, að hann stóð þarna alger-
lega máttlaus gagnvart þessari forherð-
ingu og gat ekkert aðhafzt. Hann varð að
þola það, að það riði hjá garði hans í þann
mund, er messa skyldi hefjast, til þess að
svala sínu syndum spillta hugarfari.
Meðhjálparinn kom nú til hans. Hann
hafði líka séð á eftir hópnum, og hann
hafði gert sér grein fyrir því, hvert ferð-
inni mundi vera heitið. Þetta óheyrilega
tiltæki hafði ekki síður fengið mikið á
hann en séra Bjarna. Því að aldrei þessu
vant stóð hann langa stund og horfði á
eftir hópnum, án þess að segja eitt ein-
asta orð. Honum leizt ekki heldur á hin
myrku ský heilagrar vandlætingar, sem
hann sá hnyklast á enni séra Bjarna. En
svo fór, að hann þoldi ekki þögnina til
lengdar og sagði:
— Nú þykir mér það, andakornið, taka
af skarið.