Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 26
120 KENNIMAÐUR N. Kv.. Prestur sneri sér snögglega við. — Hér verður engin messa í dag, sagði hann með málrómi, sem Jóhannes varð hálf-hræddur við. Hann hafði aldrei séð séra Bjarna jafnreiðan og nú og þorði ekki að koma með frekari tillögur. — Við getum gert gott úr þessu öllu saman, með því að bregða okkur í skóg- inn líka, sagði frúin. Séra Bjarni Símonarson leit á konu sína þvílíkum augum, sem hann hefði aldrei séð hana fyrr. Meðhjálparinn stóð á önd- inni, því að af svip séra Bjarna mátti draga þá ályktun, að andlegt þrumuveður væri í aðsigi. Hann opnaði munninn til hálfs, en lokaði honum svo aftur, án þess að segja aukatekið orð, og augnaráð hans lýsti sárri hryggð. Síðan sneri hann sér snöggt á hæli og gekk inn. Frú Vigdísi skildist, að þessi síðasta uppástunga hennar mundi ekki hafa verið allskostar heppileg, svo að hún sagði ekki heldur neitt meira. Hún gekk til kerlinganna tveggja, sem voru búnar að draga sig heim í kirkjugarðinn, og bauð þeim inn í eldhús. Meðhjálparinn stóð einn eftir og vissi ekki vel, hvað hann átti að gera af sér. Inn þorði hann ekki að fara, því að hann grunaði, að prestur vildi vera einn. Eftir stundarráp aftur og fram tók hann þann kost að halda heimleiðis, því að messa mundi engin verða á þessum sunnudegi. Séra Bjarni gerði ýmist að ganga um gólf eða sitja þungt hugsandi í skrifborðs- stólnum sínum allan seinnipart dagsins. Ef konan hans yrti á hann, svaraði hann ekki nema jái og neii, svo að hún lét hann að mestu afskiptalausan. Hann borðaði kvöldmatinn þegjandalegur, og strax og honum var lokið, gekk hann út og suður túnið. Frú Vigdís horfði á eftir honum; hana langaði til þess að milda skap hans, en hún þorði það ekki, því að hún var hrædd um, að hún kynni að segja eitthvað, sem honum líkaði ekki og mundi gera aðeins illt verra. Svo var það líka, að skoðanir hans og afstaða voru henni því andstæðari, sem hún kynntist þeim meira. Séra Bjarni gekk suður í holtin sunnan við túnið. Hann kom' á veginn og fylgdi honum um stund. Hann var ekki að ganga neitt ákveðið. Honum hafði bara fundizt of þröngt inni, svo að hann rjátl- aði þetta, til þess, ef auðið væri, að jafna sig eftir vonbrigði dagsins. Þetta var þyngsta áfallið, sem hann hafði ennþá orð- ið fyrir. Honum hafði sviðið það sárara en orð fá lýst, að horfa á söfnuð sinn þeysa fram hjá kirkju sinni og presti sín- um á messudegi, til þess að njóta skamm- vinnrar stundargleði. Sú lítilsvirðing, sem. honum fannst sér sýnd með þessu, var meiri en svo, að hann gæti tekið henni með jafnaðargeði. Hann truflaðist í hugsunum sínum við- það að mæta Pétri í Brekku. Hafði hann belju í togi, en sonur Péturs rak á eftir. Þeir heilsuðust. — Þér voruð ekki að ómaka yður til kirkju í dag, gat prestur ekki stillt sig um að segja. — Hún sá um það, beljuskrattinn, að ég þurfti að vera viðstaddur aðra embætt- isgerð, svaraði Pétur. Samtalið var ekki öllu lengra, því að kýrin, sem ekki einungis var farin að líta prestinn ástaraugum, heldur í viðbót far- in að snerta hann með sínum hrjúfu grönum, orsakaði það, að hvorir héldu sína leið. Prestur lagði leið sína upp í holtiu, því að hann vildi helzt vera laus við að mæta fólki að þessu sinni. Hann rjátlaði fram og aftur í hægðum sínum, án þess að gefa því nokkurn gaum, sem í kringum hann var, Hvítar og mis- litar kindur voru þarna alls staðar á beit. Skammt frá honum jarmaði ein ærin sár-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.