Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 28
122
KENNIMAÐUR
N. Kv.
Honum var það nóg að hafa ítök í sálum
fólksins; það voru hin andlegu verðmæti,
sem hann sóttist eftir.
En hver var árangurinn af þessari við-
leitni hans? Söfnuðurinn misskildi hann,
forðaðist hann, dró dár að honum og
storkaði honum á allar lundir, og hann
varð að þola þetta allt, án þess að geta
nokkuð að gert. Hann stóð einn með sína
réttmætu umvöndunar- og vandlætingar-
svipu reidda til höggs, en léti hann högg-
ið ríða, hitti hann aldrei annað en loftið
tómt.
Já, hann stóð einn. Hina fáu, auðmjúku
augnaþjóna, eins og Jóhannes meðhjálp-
ara, var varla hægt að telja. Og meira að
segja konan hans skildi hann ekki eða vildi
ekki skilja hann. Hann var einn, — aleinn.
Ha, hvað var þetta? Var ekki þarna jó-
reykur fram með ánni? Jú, það var ekki
um neitt að villast, og hann nálgaðist óð-
um. Hópurinn, sem um morguninn hafði
svívirt hann og kirkju hans, var að koma.
Strax og hann hafði gert sér það Ijóst,
lagði hann af stað, til þess að verða á
vegi hans. Eins og eldingu hafði því sleg-
ið niður í hann, að nú væri tækifæri til
þess að lesa því pistilinn. Hreyfingar hans
voru óstyrkar af innibyrgðum bardaga-
hrolli.
Hann náði veginum og gekk síðan í
hægðum sínum til móts við hópinn, sem
bar geyst yfir og nálgaðist fljótt. Þegar
stuttur spölur var á milli, nam hann stað-
ar og beið.
Þetta var ungt fólk, piltar og stúlkur,
sem þeysti þarna að honum á heimfúsum,
másandi reiðskjótum, glaðvært og
áhyggjulaust fólk, sem söng og hló, fólk,
sem var sátt við lífið og sjálft sig. Þegar
hópurinn kom svo nærri, að fólkið bar
kennsl á séra Bjarna, sem stóð kyrr á
miðjum veginum, hljóðnaði yfir. Þeir
fremstu gripu í taumana og stöðvuðu
hesta sína, svo að þeir, sem á eftir voru,
urðu að gera það sama, án þess þó að vita
vel, hvers vegna þessi töf varð. Það var
eins og enginn vildi ríða fyrstur fram hjá
prestinum. Rykský undan hófum hest-
anna þyrlaðist sem snöggvast um hann.
Þegar það var liðið hjá, varð hann fyrri
til að taka til máls:
— Gott kvöld.
Nokkrir í hópnum tóku undir. Svo varð
stutt þögn, eins og stillilogn á undan
stormsveip, og svo skall óveðrið yfir.
— Þið látið yður það sæma að svívirða
kirkju gúðs og hans heilaga málefni kinn-
roðalaust, með því að njóta synsamlegra
skemmtana og nautna, þegar yður ber
að beygja höfuð yðar í auðmýkt og til-
biðja guð. Ég get ekki látið það hjá líða
að minna yður á, að slík breytni getur
ekki leitt til annars en dýpsta ófarnaðar.
Með slíkri breytni gangið þið óhjákvæmi-
lega hinn breiða veg glötunarinnar. En
sál mannsins er sannarlega of dýrmæt til
þess að hann fái átölulaust að búa henni
eilífa kvöl. Sjáið að yður áður en það er
orðið um seinan. Snúið hugum yðar að
samfélagi við guð og leitið ánægju og
gleði í því að lifa eftir kenningu hans. —
Hópurinn var kyrr og hlustaði á orð
prestsins. Margir voru með furðsuvip á
andlitinu. Aftai’lega í hópnum heyrðust
nokkrir skríkja, eins og þeim þætti þetta
bezta skemmtun,
Guttormur á Vatni var í hópnum.
Hann hafði verið með þeim öftustu, en
nú var hann að smáþoka sér áfram til
þess að heyra sem bezt það, sem prestur
sagði. Hann staðnæmdist ekki fyrri en
hann var kominn fast að honum.
Séra Bjarni heyrði niðurbældan hlátur
færast í aukana og það espaði hann enn-
þá meir. Hann harðnaði í ásökunum sín-
um, án þess að yfirvega nokkuð það, sem
hann sagði; hin lengi innibyrgða æsing,
sem hlaðist hafði upp í huga hans, varð að
fá útrás.