Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 29
N. Kv. KENNIMAÐUR 123 — Ég held, að þú gerir þér það ekki vel ljóst, á hverju þú byggir þessar ásakanir þínar, séra Bjarni, greip Guttormur fram í, þegar prestur hætti sem snöggvast til þess að ná andanum. — Ég geri mér einmitt fulla grein fyr- ir því, svaraði prestur þegar í stað. Ég veit svo sem, hvað veldur því, að þið forð- ist að sækja kirkju og komið ykkur hjá því að heyra orð mín. Það er vegna þess að þið hræðist þann sannleik, er ég fer með. Þið þorið ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að þið eruð á villigötum. En sagan er þar með ekki sögð til enda. í viðbót sýnið þið bæði mér og hinni heilögu kirkju guðs fjandskap og svívirð- ingu með því að þeysa fram hjá, þegar messa á að hefjast. — Kirkjugöngur eru ekki neinn örugg- ur mælikvarði á trú og breytni manna, mælti Guttormur. En ég skal viðurkenna, að bæði ég og aðrir, sem hér eru staddir, vissu að það átti að messa á Breiðavaði í dag. Og ég skal einnig viðurkenna það, að það var ég, sem átti mestan þátt í því að við riðum hjá garði þínum í morgun, án þess að hlýða á messu hjá þér, en ég leit svo á, að það mundi ekki síður guði þóknanlegt en það, að setjast á kirkju- bekk og hlusta á steinrunnar kennisetn- ingar. — Þetta er guðlast, greip prestur fram í, svívirðilegt guðlast, að halda því fram, að það sé guði þóknanlegt að óvirða hvíldardaginn með syndsamlegu athæfi eins og því, sem þið hafið aðhafzt í dag. — Ef það er svo, að við höfum drýgt synd í dag, svaraði Guttormur með nokkr- um þunga í röddinni, þá vil ég leyfa mér að hafa þá skoðun, að guð sé líka í synd- inni. Nei, séra Bjarni, nú ert það þú, sem ert á villigötum. Dálítið meiri athugun og sanngirni mundi áreiðanlega ekki skaða málstað þinn, heldur þvert á móti. Vertu sæll. Áður en prestur gat gripið til andsvara, sem nokkur töggur var í, hafði hópurinn hleypt á sprett. Um leið og hann þeysti fram hjá, tók hann fyrst eftir því, að fólkið var allt vinnubúið og karlmennirn- ir reiddu orf og hrífur fyrir framan sig. Síðastur í hópnum var drengsnáði, hálf- vaxinn. Hestur hans var stirður og þung- fær, svo að prestur sá sér færi og greip um tauma hans um leið og hann fór fram hjá. Dálitla stund hélt hann um þá án þess að segja nokkuð, en drengurinn beið þess með skelfingu, sem koma mundi. — Hvaðan komið þið? spurði séra Bjarni dálítið hásum rómi, eftir þögn, sem drengnum fannst heil eilífð. Svaraðu mér strax og segðu sannleikann. — Við — við komum framan — fram- an úr Ás — Ási. Við — við vorum að slá — slá og raka túnið fyrir ekkjuna. Hún — hún er mannlaus. Hendur prests duttu máttlausar niður með síðunum. Drengur var ekki seinn að grípa tækifærið og slá í hestinn, svo að hann komst leiðar sinnar. Honum leizt þannig á prestinn, að hann kærði sig ekki um að eiga við hann frekari viðræður. Séra Bjarni stóð langa stund í sömu sporum. Hann heyrði hlátrasköllin í fólk- inu íjarlægjast og þagna að lokum. Sigur- von hans hafði ennþá einu sinni snúizt upp í herfilegasta ósigur; ennþá einu sinni hafði vanstilling skapsmuna hans snúið þeim vopnum, sem hann vildi beita, gegn honum sjálfum. En í staðinn fyrir að auðmýkja hugar- far sitt með því að úthella hjarta sínu í bæn til guðs um að vinna bug á þessum veikleika sínum, fylltist hann enn meiri reiði gegn öllum þeim, sem á einn eða annan hátt tálmuðu honum veginn að því takmarki, sem hann vildi ná. Það var ekki öll nótt úti enn. Hann átti eftir að sýna þeim, að hann skyldi eiga síðasta leikinn. (Framhald). 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.