Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 36
N. Kv. Bókmenntir. JÖRÐ. Mánaðarrit með myndum. Ritstjóri: Björn O. Björnsson. Nýlega hefir N.-Kv. borizt rit þetta, allur fyrsti árgangurinn, sem út kom í fyrra, og 1. h. annars árgangs, sem kom út á þessu ári. Er þetta stærsta og fjöl- breyttasta tímarit landsins. Má segja að ritstjórinn hafi sett sér það markmið, að láta rit sitt ræða um alla hluti milli him- ns og jarðar, sem máli skipta. Eru í ritinu greinar um landið okkar, um garðrækt, um þjóðmenningu, um tónlist, um mynd- list, um bókmenntir, um líkamsmenningu, um útlönd, um stjórnmál, um leiklist, um garðyrkju; ennfremur þjóðfélagslýsingar, sögur, kvæði, skrítlur, bréfkaflar, ræður o. fl. o. fl. Af höfundum, er skrifað hafa í Jörð má nefna: Gunnar Gunnarsson (skáld), Sigurð Nordal (prófessor), Guð- mund Einarsson frá Miðdal, Tómas Guð- mundsson (skáld), Sigfús Halldórs frá Höfnum, Þorstein Jósefsson, Ragnar Ás- geirsson, Jón Magnússon (skáld), Sigurð Einarsson, Árna Pálsson (bókavörð), Guð- brand Jónsson (prófessor), Bjarna Ás- geirsson, Helga Hjörvar, Kristmann Guð- mundsson, Svein Björnsson (ríkisstjóra), séra Jakob Jónsson, Björgúlf Ólafsson, Halldór Jónasson, Arnór Sigurjónsson og marga fleiri ágæta menn. Þessi nöfn eru næg trygging fyrir því, að Jörð flytji læsilegt efni. Fjölda margar ágætar mynd- ir prýða ritið, og ekki er ofsagt, þótt sagt sé um Jörð, að hún sé glæsilegt tímarit. Þ. M. J. Oscar Clausen: Prestasögur II. Akureyri 1941. Útg. Þorsteinn M. Jónsson. Þegar fyrra heftið af Prestasögum Clausens kom út sætti það allmiklum ákúrum vegna þess að margt var þar sagt af því sem miður fór í fari söguhetjanna. Þóttu þær sagnir yfirgnæfa, og féll eink- um afkomendum prestanna miður. Þótt þetta hafi haft við nokkur rök að styðj- ast verður þó að gæta þess, að Prestasög- ur þessar eru ekki samdar sem æfisögur að undangenginni sögulegri rannsókn, heldur eru þetta að miklu leyti sagnir, sem oft liggja á landamærum þjóðsagna og sannfræði. Þetta nýútkomna II. hefti er með nokkrum öðrum hætti en hið fyrra, sem var smáþættir af rúmlega 20 prestum. Hér eru einungis þrír þættir. Hinn fyrsti og lengsti fjallar um Grímseyjarpresta um nær tveggja alda skeið 1700—1900. Að vísu er aðeins þeirra getið, sem ein- hverjar sagnir fóru af. Af þáttum þessum er ljóst, að ekki var Grímseyingum hald- samt á prestum sínum. Mjög voru þeir og misjafnir, sumir að vísu hinir mestu merkismenn, en aðrir fremur af hinni lak- ari tegund, enda fýsti fáa í útsker það. Oft urðu stjórnarvöldin að „skikka“ presta til Grímseyjar, og má fara nærri um hversu heppilegt hefir verið að neyða menn þangað til prestskapar gegn vilja sínum. Annars gefur þáttur þessi af Grímseyjarprestum allskýra mynd af því, hver eymdarkjör lærðum mönnum voru búin hér á landi fyrrum, því að víða hefir ástandið fyrir prestana. ekki verið glæsi- legra en í Grímsey. Annar þátturinn er um tvo presta í Reykjadal í Árnessýslu á 18. öld. Mestur hluti hans snýst þó um sérvitringinn séra Þórð Jónsson, sem annars eru víða sagnir af, en munu þarna einna flestar og fyllst- ar á einum stað. Gamanblær er á flestum sögum af séra Þórði, þótt alvara hvíli að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.