Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 38
132 BÓKMENNTIR N. Kv. enga tilhneigingu hafa til að apa upp eft- ir öðrum eða hrúga saman afkáralegheit- um í stíl sínum til þess að vekja á honum athygli. Enda þótt sögurnar séu alvarlegs eðlis, bregður þar fyrir kímnisblæ. Sýni- legt er að höfundurinn hefir opin augun fyrir ýmsum misfellum þjóðlífsins, en ádeila hans er þó hvergi beisk né gremju- þrungin. Beztar sagnanna þykja mér „Eins og maðurinn sáir“ og „Sumt féll meðal þyrna“, enda þótt niðurlag seinni sögunn- ar sé með nokkrum ólíkindum. Margt er og vel sagt í sögunni „Að liðnu sumri“, en hún fer nokkuð út um þúfur að lokum. Trúlegt þykir mér að Stefán Jónsson eigi eftir að öðlast vinsældir íslenzkra les- enda fyrir sögur sínar. St. St. Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga: Af jörðu ertu korninn. I. Eldur. Útg. Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri 1941. Guðmundur Daníelsson gerist nú einn hinn mikilvirkasti íslenzkra sagnahöf- unda. Fyrir ári síðan kom út hin mikla skáldsaga „Á bökkum Bolafljóts“, og nú birtist fyrsti hlutinn af þriggja binda skáldsögu „Af jörðu ertu kominn“. En þrátt fyrir slík afköst, þá verður ekki annað séð en Guðmundur gæti sín fylli- lega gegn því að hroða bókum sínum af. Hér skal ekki rakinn þráður hinnar nýju skáldsögu, sem gerist á einhverju Nesi vestur á fjörðum. Fólkið er hrjóstrugt og frumstætt eins og náttúra landsins, og það kann illa allri nýbreytni, og hverju því, sem brýtur í bág við erfðavenjur þess. Þess vegna verður presturinn, séra Gylfi, utanveltu í sókn sinni, því að hann er hugsjónamaður og draumhugi, en skortir þó framkvæmdaþrek. Á undan honum Rafði faðir hans einnig vakið andúð sveit- unga sinna með jarðabótum og öðrum framkvæmdum. Að lokum segir séra Gylfi af sér prestskapnum, áður en andstæðing- um hans heppnast að ná af honum hemp- unni. Ekki verða hin fálmkenndu skóla- stofnunar-átök Jónasar hreppstjóra sigur- sælli. Reykvíkingurinn, sem hinn væntan- legi skóli á að siða, brennir skólahúsið að gamni sínu við vígsluhátíð skólans. Lýs- ing þess vandræðapilts er að mörgu leyti eftirtektarverð. Hann er táknmynd þess æskulýðs, sem elst upp án ábyrgðartil- finningar og áhuga um nokkurn hlut, nema að fullnægja duttlungum sínum. Af sama toga er og spunnið tilsvar Húnboga, þeg- ar yfirsmiðurinn talar um að sumarvinna þeirra sé orðin að öskuhrúgu: „Skítt með það, við höfum fengið okkar peninga“. Þarna sýnir höfundur óviðfelldna mynd af fólki, sem því miður er til, og jafnvel fer heldur fjölgandi en fækkandi. Persónulýsingar eru yfirleitt góðar og margar ágætar. Þannig mun Jóhannes gamli hreppstjóri seint gleymast lesand- anum, og vel er dregin mynd Gísla í Gröf, og hvernig örlögin skapa hann smám saman. Yfirleitt má segja að hin beztu höfund- areinkenni Guðmundar Daníelssonar komi hér skýrt fram. Frásögnin er lifandi, rás viðburðanna eðlileg og persónulýsingar góðar. í sögunni eygir lesandinn hver- vetna baráttuna milli kyrrstöðunnar og eyðingarinnar annars vegar, en fram- sóknarinnar á hinn bóginn. Enn hafa hin eyðandi öfl yfirhöndina, en þó má sjá í bókarlokin, að síðar muni rætast fram úr, en um það verður vitanlega ekki dæmt fyrr en framhald sögunnar kemur. En þótt efni sögunnar sé þannig allömurlegt, þá hlýtur lesandinn að fylgja henni af á- huga og sleppir henni trauðlega fyrr en að loknum lestri. Honum verður hlýtt til söguhetjanna þrátt fyrir galla þeirra og og fýsir að vita hversu örlög þeirra snú-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.