Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 42
136
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv..
svo frá andliti hins dauða, að það þekktist
ekki“.
„Líkið er vel geymt í kirkjuhellinum,
og slík ráðstöfun var í rauninni óþörf“.
„Ég mun fljótlega ganga úr skugga um
það“, svaraði sá reiðmannanna, sem
nefndur hafði verið hershöfðingi. „Að
lokum er aðal hindruninni rutt úr vegi
og vinur minn Rodriguez plantekrueig-
andi, sem ekki vildi deyja, er ekki lengur
í tölu lifenda. Nú erfir Dolores einkadótt-
ir hans öll hin geysilegu auðæfi og svo
sannarlega sem ég heiti Juan Banderas og
er mexíkanskur hershöfðingi og fyrrver-
andi ríkisstjóri í Sonoranýlendunni, skal
þessi fagra mær vera orðin konan mín
innan þriggja mánaða!“
„Þér gleymið Jaime bróður hennar“.
Hershöfðinginn hló óhugnanlega og
sagði:
„Sá hrokagikkur skal bíta í grasið áður
en við hverfum heim á leið aftur“.
Förunautur hershöfðingjans tók undir
þennan ískyggilega hlátur.
„Sá góði Rodriguez gat sannarlega ekki
kosið annan heppilegri forráðamann fyrir
stúlkuna en yður, hershöfðingi, það var
líka ákveðið í erfðaskrá hans“.
„Ég var bezti vinur hans“, svaraði Juan
Banderas háðslega „og mér finnst það
harla eðlilegt, að hann veitti mér þann
trúnað“.
Vegna þrumugnýsins höfðu þeir næst-
um því orðið að kallast á. Hvorugur grímu-
mannanna bar kvíðboga fyrir því að
nokkur myndi heyra til þeirra í þessum
óbyggðum.
Þeir riðu um stund þegjandi og Gomez
litaðist öðru hvoru um til að átta sig á
stefnunni, þegar ný elding lýsti upp um-
hverfið. Allt í einu kippti hann í taum-
ana á hesti sínum svo snöggt, að hann
prjónaði og mundi hafa varpað honum af
baki, ef hann hefði ekki setið eins og
Mettur í söðlinum.
Hershöfðinginn reið einn áfram um
stund, en þegar hann leit við og sá ekki
förunaut sinn við hlið sér, stanzaði hann
líka, sneri sér við og hrópaði:
„Hver djöfullinn er orðinn af þér,
Gomez?“
Gomez gaf aðeins frá sér einhver
óskiljanleg hljóð og virtist ekki koma upp
nokkru orði. Hann benti aðeins til vinstri
handar, eins og það, sem skotið hefði hon-
um skelk í bringu, væri þar.
Hershöfðinginn horfði þangað, en sá
ekkert.
„Hvað er á seiði?“ spurði hann óþolin-
móður, þegar Gomez náði honum.
„í guðs bænum, herra“, stamaði Gom-
ez, „við skulum snúa við“.
„Hvers vegna það?“ spurði Banderas
og gretti sig.
„Það var draugur við götuna“.
Hershöfðinginn skalf.
„Það hlýtur að hafa verið missýning“
svaraði hann loks.
„Hefir mér nokkurn tíma missýnst,
síðan þér kynntust mér, hershöfðingi?“
„Hvernig leit draugurinn þá út?“
„Hann var risavaxinn og----------“ hann
lauk ekki við setninguna, en benti stam-
andi til hægri:
„Þarna er hann aftur!“
Banderas rak upp skaðræðis hljóð. í
bjarma eldingarinnar sá hann það, sem
skotið hafði þjóni hans skelk í bringu.
Einhver risavaxin vera, að minnsta kosti
níu fet á hæð, stóð eins og líkneski við
veginn, sveipuð hvítri kápu og með hött
á höfði. Hershöfðingjanum var ekki síður
bilt en Gomezi. Að lokum hleypti hann í
sig kjarki og keyrði hest sinn sporum í
áttina að óvætt þessari.
„Maður eða djöfull!“ hrópaði hann.
„Hver ert þú, er dirfist að varna mér
vegar? Svaraðu, eða ég læt sverð mitt
kenna þér málið!“