Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 44
138 DÆTUR FRUMSKOGARINS N. Kv. ið að kirkjuhellinum“, mælti hann. „Við skulum ganga það sem eftir er“. „Hvað eigum við að gera af hestunum?“ „Við getum skilið þá eftir hér. Þeir eru báðir vel tamdir og þegar þeir hafa hvílt sig nóg verða þeir fúsari til heimferðar- innar“. Þeir sinntu ekki meira um hestana, en héldu gangandi áfram ferð sinni. Ef bjarmi eldinganna hefði ekki öðru hvoru lýst upp umhverfið, hefði Gomezi reynst ógerlegt að rata. Að lokum komu þeir að tveim espi- trjám, sem stóðu þétt saman upp við hamravegginn. Á milli þeirra gapti kol- svartur hamraskúti á móti þeim. „Þarna er hellismunninn“, mælti Gomez. Báðir mennirnir þreifuðu sig áfram inn í hellisgöngin. Þegar þeir voru komnir í var fyrir mesta storminum tóku þeir tjörukyndla undan úlpum sínum og kveiktu á þeim með stáli og tinnu, sem þeir höfðu meðferðis. Þótt logn mætti kalla, þegar inn var komið, flökti þó bjarminn af kyndlunum um nakta hamra- veggina, vegna dragsúgsins að utan. Hellirinn virtist gríðarstór og ljósið náði ekki til að lýsa hann upp, nema að litlu leyti. Á einum stað undir berginu grúfði niðamyrkur, eins og þar tæki við geimur endalausra ógna og villu. Þangað héldu þeir inn. „Erum við bráðum komnir?“ spurði Banderas. „Já“, svaraði Gomez. Þótt þeir töluðu frekar lágt, bergmál- uðu orð þeirra uggvænlega frá hellis- hvelfingunni. Gangurinn, sem þeir í byrjun fylgdu, breikkaði snögglega og varð fyrir þeim geisi víðáttumikill hellishvelfing. Kyndl- arnir brunnu nú kyrrlátlega, en sýndust eins og tvær litlar stjörnur í þessu gím- aldi myrkurs og þagnar. Banderas nam staðar og hlustaði. „Það er kynlegt, að við skulum ekki verða neitt varir við þá Zurdo og Santuscho“, mælti hann, „þeir áttu að bíða okkar hér með sex apacha-indíán- um“. „Ég skil það ekki“, svaraði Gomez, „kannske þeir séu inni í einhverjum af afhellunum“. Hann kallaði milli handa sinna: „Zurdo! — Santuscho!“ Rödd hans bergmálaði annarlega frá hvelfingunni, en ekkert svar kom. Gomez' kallaði aftur nokkrum sinnum, en allt fór á sömu leið, — enginn gegndi. „Það er þýðingarlaust“, mælti hers- höfðinginn. „Þælmennin eru hér ekki, eða þeir vilja ekki svara okkur“. „Kannske þeir hafi snúið við, þegar óveðrið skall á?“ „Ef til vill, — ef til vill ekki. Apacha- indíánarnir eru svikulastir og grimmlynd- astir af öllum rauðskinnum. Hver veit nema þeir ætli að tæla okkur í einhverja gildru“. „Hvað sem öðru líður skulum við fara varlega“, sagði Gomez. „Haltu á kyndlinum", sagði Banderas, „meðan ég hleð skammbyssuna mína“. Gomez hlýddi. Að vörmu spori spurði hann: „Hvað eigum við nú að gera?“ „Það sem við ætluðum okkur, þegar við lögðum af stað“. „Að fara inn í Gimsteinadalinn“, sagði Gomez með óttablandinni rödd. „Auðvitað. Heldurðu að ég hafi farið í þessa hættuför að gamni mínu einvörð- ungu?“ „En ef rauðhundarnir ráðast á okkur, að óvörum?“ „Þá munum við berjast og reka þessa þrællyndu rauðskinna á flótta“. „Já, en þeir eru sjö, með Zurdo, á móti okkur tveimur11.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.