Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 46
140
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
„Dalurinn er luktur háum gljúfraveggjum
á alla vegu. Það væri óðs manns æði að
reyna að komast þá leið. Jafnvel antilop-
inn skelfist slík hengiflug“.
„Ég vil gera tilraun til að finna aðra
útgönguleið“, sagði Banderas, „haltu
kyndlinum hátt, svo að hann lýsi sem
lengst frá sér og ég geti áttað mig á leið-
inni til baka“.
Gomez hlýddi orðalaust og hershöfð-
inginn hélt af stað út í myrkrið.
En hann hafði ekki gengið nema stutt-
an spöl þegar hann hrökklaðist skelfdur
til baka. Uppi í hamraveggnum vinstra
megin sá hann, við glætuna frá kyndlin-
um, lík sjö Indíána hangandi í röð. Þeir
virtust ósárir, en við nánari athugun sá
hann á þeim öllum litla stungu rétt í
hjartastað. Áverkarnir hlutu að hafa ver-
ið veittir með örmjóu hnífblaði og af
hryllilegri nákvæmni og leikni.
Banderas þekkti, sér til mikillar skelf-
ingar, líkið af Santuscho, Apacha-þjónin-
um, sem hann hafði, ásamt Zurdo, falið
að koma líki Don Rodriguez á öruggan
stað í Kirkjuhellinum, en síðan áttu þeir
að fara á undan og vísa honum veginn í
Gimsteinadalinn.
Þegar augu hans vöndust hálfrökkrinu
og gátu smám saman greint einstaka
drætti þessrar hryllilegu myndar, við
hið bleika skin, er lagði af blysinu, sá
hann ennfremur, að báðar hendur höfðu
verið skornar af Santuscho með hvössu
eggjárni. Undir líki hans höfðu myndast
tveir blóðpollar úr stúfunum.
Að lokum kom hann auga á grjóthrúgu
á hellisgólfinu nokkur skref í burtu.
Grillti þar í gráan dúk á stöku stað milli
steinanna. Banderas þekkti dúkinn; það
var sá sami, sem vafinn hafði verið um
lík Rodriguez. Honum hafði þá verið bú-
in hinsta hvíla í steindys þessari í nánd
við Indíánana.
Þessi hryllilega mynd, sem þama bar
fyrir augu hershöfðingjans, olli honum
mikillar skelfingar, ekki síst er hann hug-
leiddi, að hinni hræðilegu veru, er kastað
hafði tveimur afhöggnum mannshöndum
í höfuð honum og Gomezi, hlaut að vera
kunnugt um morðin á Indíánunum, þar
sem báðar hendur vantaði á lík Santus-
chos. Hershöfðinginn hallaði sér agndofa
að klettaveggnum og rak upp lágt
hræðsluóp.
Gomez, sem stóð tæp tólf skref frá
Banderas, heyrði óp hans og flýtti sér
þangað. Hann varð jafn skelfdur og hús-
bóndi hans, er hann sá hina myrtu Indí-
ána. Það voru þó ekki líkin, sem hann
óttaðist, og heldur ekki það, að Santuscho
var meðal hinna drepnu. Það, sem skaut
honum mestan skelk í bringu var tákn
nokkurt, sem hershöfðinginn hafði ekki
komið auga á: Þrír krossar voru skornir
með hníf á enni allra líkanna.
„Blóðsugan heldur sig á þessum slóð-
um!“ hrópaði hann þrumulostinn. „Vei
oss! Blóðsugan vofir yfir öllu landi okkar“.
í sama bili sté risamynd sú, sem birst
hafði þeim á leiðinni þangað, fram úr
niðamyrkri hellisins, inn í skímuhring
kyndlanna. Hún virtist ennþá hærri en
áður.
Banderas og Gomez héldu, að þeirra
síðasta stund væri runnin upp. Þeir
reyndu ekki að verjast en féllu á kné,
frammi fyrir þessari veru, sem sveipuð
var svartri kápu, og hrópuðu og báðu sér
miskunnar.
„Ég mundi sannarlega ekki sýna ykkur
miskunn“, mælti veran með þrumuröddu,
— „ef stund ykkar væri komin. Farið nú,
en dirfist aldrei framar að koma aftur í
þennan helli, eða að leita að hliðum Gim-
steinadalsins. Allar tilraunir í þá átt
munu leiða ykkur til glötunar“.
Banderas staulaðist skjálfandi á fætur.
Þeir ætluðu að fara, en óvætturinn benti
þeim mynduglega að nema staðar.