Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 47
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 141 „Hefir þú nokkurn tíma séð Blóðsug- una?“ spurði hún Gomez. „Nei“, svaraði Gomez titrandi, „ég hefi aðeins heyrt hennar getið“. „Hún stendur nú á þessari stundu frammi fyrir ykkur“, sagði veran lágt. „Vei ykkur, ef þið skylduð verða svo óheppnir að hitta hana aftur, því að hún sýnir sig aðeins til að hefna og refsa“. Að svo mæltu benti Blóðsugan þeim ógnandi að þeir skyldu fara. Báðir mennirnir flýttu sér sem af tók til baka. Svitinn bogaði af þeim, þegar þeir loksins náðu hellismunnanum og komust undir bert loft. Þrumuveðrinu var slotað, en loftið var nístingskalt og stormurinn næddi ennþá ■ofan úr fjöllunum. Þeir félagar fundu skjótlega hesta sína, sem nú voru orðnir afþreyttir og heim- fúsir; hneggjuðu þeir hátt, er þeir sáu eigendur sína koma. Eins og kólfi væri skotið þeystu þeir af stað og innan stund' ar náðu þeir út á grassléttuna, og fyrr en varði voru fjöllin með dulmætti sinu og geigvænleik langt að baki. II. HACIENDA1) DEL RODRIGUEZ. í mexíkanska fylkinu Sonora, við landa- mæri Bandaríkjanna á bökkum hins vatnsmikla Coloradofljóts, lá fagur bú- garður, sem víða var kunnur undir nafn- inu: Hacienda del Rodriguez. Haciendan var vafalaust stærsti bú- garður í Mexíkó og hefði jafnvel reynst örðugt að finna hans líka í Bandaríkjun- um. Undir búgarðinn lágu og lönd, sem þó að nokkru leyti heyrðu til Bandaríkj- unum. Að sjálfsögðu var aðeins nokkur hluti að lendum jarðarinnar ræktað land. Hacienda = mexikanskur búgarður. Miklar víðáttur voru beitilönd fyrir hin- ar stóru kvikfénaðarhjarðir eigandans, eða lágu ónumdar og óþekktar af öðrum en hálfvilltum Indíánum og æfintýra- mönnum, sem lögðu leiðir sínar þar umá veiðiferðum sínum. Eigandi haciendunnar, Don Gonsalvo del Rodriguez fluttist á þessar slóðir fyr- ir næstum mannsaldri síðan, og keypti þá landið af ríkisstjórnum Mexíkó og Banda- ríkjanna fyrir mjög lágt verð. Enginn vissi, hvað knúð hafði hann til að flytja til þessara eyðilegu héraða austan frá hafinu, en þaðan þóttust menn vita með vissu, að hann hefði komið. Hinir hugdjörfu gambusionar, en svo voru gullleitarmenn nefndir í Mexíkó, — höfðu ávallt talið það hina mestu fífl- dirfsku að setjast að á þessum slóðum, því að mörg hundruð rastir voru til næstu bústaða hvítra manna og Indíánarnir höfðu frá ómunatíð helgað sér þessi landsvæði öll. Og Indíánarnir, sem þarna höfðu aðsetur, voru Apacha-indíánar, grimmastir og rángjarnastir af öllum Indíánaættkvíslum, og höfuðféndur allra hvítra manna. Don Rodriguez virtist ekki óttast neitt um búgarð sinn, og þegar hann kom til Arispe, höfuðborgar Sonora, til að ráða til sín verkafólk og gjöra nauðsynleg inn- kaup, brosti hann góðlátlega að öllum hrakspám í sambandi við fyriætlanir hans. Don Rodriguez var á þeim árum glæsi- menni mikið. Hann var hár vexti og herðabreiður, eins og títt er um Banda- ríkjamenn. Svipurinn var djarflegur og hreinn, en í augum hans lá dulin sú mikla angurværð, sem mest heillar ungar og fagrar konur. Það var því eigi að undra, þótt hann gengi í augu hinnajjós- hærðu, dökkeygu meyja í Arispe, þegar hann kom þangað fyrst. Enda bar hann gæfu til að vinna ástir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.