Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 50

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 50
144 DÆTUR FRUMSKÓ GARINS N. Kv„ dökkur, en næstum því hvítur fyrir hær- um. Það var Zurdo, gullfarinn. Don Ro- driguez hafði ráðið hann til sín, til að láta hann leita að dýrum málmurri í landar- eign sinni. Sá þriðji var skilgetinn sonur frum- skógarins. Hann var af kynflokki Apacha- indíána. Þegar hann var drengur, hafði hann verið tekinn til fanga í bardaga milli Indíána og hvítra manna. Hann -hafði hina sterku líkamsbyggingu Indíánanna. Þessi maður var Santuscho. Vegna kunn- ugleika hans á hverjum þumlung lands í Sonora hafði plantekrueigandinn tekið hann gullfaranum til aðstoðar. Allir höfðu þeir ráðizt á hacienduna vegna meðmæla hershöfðingjans, og þjón- ustufólkið hvíslaðist á um það sín á milli, að þeir mundu hafa verið í þjónustu hans áður fyrr. Augljóst var, að þeir stóðu enn í ein- hverju sambandi við Banderas, því að þegar hann bar vínglasið, sem hann hélt á, að vörum sér, mátti sjá svipbrigði og ó- kyrrleika á Gomez og Zurdo. í svip Indí- ánans var aftur á móti enga breytingu að sjá. Að vörmu spori reis Zurdo á fætur og mælti með óstyrkri röddu til félaga sinna: „Á morgun ætla ég að rannsaka svæðið niður við Gilafljótið. Húsbóndinn telur líkur fyrir því, að þar muni vera stein- kolalög að finna. Komdu Santuscho, okk- ur er mál að hátta, því að morgni bíður okkar erfitt dagsverk“. Indíáninn reis seinlega á fætur. „Bíðið þið við“, mælti Gomez og spratt einnig á fætur, „ég verð samferða. Ég er þreyttur og ætla að fara að hátta“. Þremenningarnir buðu góðar nætur og hneigðu sig djúpt fyrir húsbónda sínum. Því næst yfirgáfu þeir stofuna. Hershöfðinginn fylgdi þeim eftir með augunum, en sneri sér síðan að Don Rod- riguez og börnum hans. Plantekrueigand- inn bjóst nú til ferðar, hann tók þétt í hönd vinar síns að skilnaði og strauk blíð- lega um vanga barna sinna. Síðan hvarf hann einnig út úr stofunni. Stundu síðar heyrðist hrikta í vindubrúnni og hófadyn- ur, sem smádvínaði, unz hann hvarf í fjarska. Hershöfðinginn reyndi að halda uppi samræðum, en systkinin svöruðu honum fáu. Það virtist eins og honum væri mjög umhugað um að halda þeim sem lengst í borðstofunni. Loksins sneri hann sér að Donnu Dolo- res og spurði: „Er yður ógeðfellt að koma upp á þak- ið dálitla stund?“ „Síður en svo“, svaraði hún fegins hug- ar, „ég vil gjarnan fá ferskt loft, áður en ég geng til hvílu“. Hershöfðinginn fór á undan upp vindu- stigann, sem lá upp turnbygginguna og endaði við dyrnar út á þakið. Donna Do- lores og Don Jaime fylgdu honum eftir. Uppi á þakinu voru langar raðir af blómapottum, en á milli þeirra voru bekkir með mjúku, rósofnu áklæði, sem minntu ósjálfrátt á hvíld og næði. Hacíendan lá á bersvæði, svo að síður yrði hægt að ráðast að henni óvörum af Indíánum. En utan við það svæði tók við hávaxinn, skuggalegur frumskógurinn. Þó voru það nokkur rjóður, sem höggvin höfðu verið, umhverfis kofa starfsfólks- ins. í tvær höfuðáttir teygði frumskógur- inn sig víða vegu, en í þriðju áttinni að- skildi mjótt skógarbelti búgarðinn frá grassléttunni, sviplausri og óendanlegri. Framhlið búgarðsins sneri út að bökkum Coloradofljótsins, sem streymdi breitt og straumþungt í áttina til Kaliforníuflóans. Handan við fljótið tók við þrotlaus frum- skógur, allt til stranda Kyrrahafsins. (Framh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.