Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 7
Nýjar Kvöldvökur • Janúar—Marz 1945 • XXXVIII. ár, 1.—3. hefti Þorsteinn M. Jónsson: Sigurður Eggerz. Ræða fyrir minni hans, flutt á Akureyri l.marz 1945, á 70 ára afmæli hans. Ágætu heiðursgestir! Virðulega sam- korna! Það logaði yfir jöklunum. Árið 1875 logaði yfir jöklum íslands, því að Askja spjó eldi og eimyrju yfir Austur- land, og vestanvindurinn bar öskuna austur yfir ísiandsliaf, allt til meginlands Evrópu. En eldbjarminn sást á himni yfir vestur- hluta landsins. Og sveinninn, sem lá í vöggu sinni á eyrinni vestan við Hrútafjörð, starði á eldbjarmann, og bjarminn geislaði vitund lians, umlukti sálu bans og magnaði með- fædda orku hans. Og vestanvindurinn gerð- ist verndari drengsins. Hann varði liann askunni, en \lét hann njóta hins fagra bjarma, er skreytti vesturhimininn. Og sveinninn, sem seinna skrifaði þessar setn- ingar: ,,Og sólin ritaði á vesturhimininn fegursta draum minn, og hjarta mitt titraði af fögnuði“, hann hefði vel getað sett þær sem einkunn sinna fyrstu skynjana, því að það voru logarnir og bjarminn, sem þá og jafnan seinna, einkenndu sálu hans, líf hans og störf, en askan hefur verið honum fjar- læg. Vestanvindurinn barg honum frá henni, þegar hann lá ómálga í vöggu sinni, og askan vandist þá á að víkja frá honum, og hún hefur jafnan forðast hann síðan. — Aska í sál, aska í hug> aska í hjarta hefur verið honum fjarlæg. Sigurður Eggerz og £rú Solveig Eggerz. Við vöggu þessa drengs héldu þær, skapa- nornirnir þrjár, Urður, Verðandi og Skuld, þing, sem að venju. Allar töldu þær svein-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.