Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 8
2 SIGURÐUR EGGERZ N. Kv. inn óskabarn. Allar vildu þær helga sér hann. Allar vildu þær færa honum góðar gjafir. Urður flutti fram sínar gjafir og mun hafa mælt eitthvað á þessa leið: „F.g færi þér gjafir frá vestfirzkum sonum mín- um. J>ær gjafir skulu gulli dýrmætari, því að jrær eru þeirra beztu eiginleikar. Ég færi þér stjórnspekihæfileika Snorra Þor- grímssonar, mælsku Þórðar gellis, réttdæmi og sanngirni Ólafs Hökuldssonar, hugrekki Þorgeirs Hávarssonar, skáldeðli Þormóðs Bessasonar, glæsileik Kjartans Ólafssonar, drenglyndi Ingjaldar í Hergilsey og kon- ungshjarta forföður þíns, konungsins Geir- mundar Hjörssonar. Og með gjöfum þess- um þykist ég sýna þér þá rækt, að þú hljótir jafnan að viðurkenna, að mér tilheyri þú fyrst og fremst". Verðandi tók til máls: „Sveinninn tekur við gjöfum systur minnar og mun hagnýta sér þær, en það mun fjarri honum áð fylgja henni eða ltelga sig henni; ég mun taka að mér að fylgja honum. Ég skal jafnan vera lionum hliðholl. í minni fylgd skal hann verða glæsilegur höfðingi og skarta með þeim gjöfurn, er systir mín gaf honum", Þá mælti Skuld: „Ég þakka ykkur, systur, fyrir drengsins hönd. Þakka Urði veganestið, sem hún gaf hontim, Jrakka Verðandi fyrir loforð um góða fylgd með honum, en jrað er ég, sem skal seiða svein- inn. Hann mun jafnan þrá mig og mitt ríki. Og inn í það ríki mun hann jafnan stefna ótrauður, og líf hans og störf skulu mótuð og mörkuð af þessari þrá hans. Því er sveinninn minn“. Og hinn ómálgi sveinn horfði í leiðslu á örlagadísina og sá sýnir langt inni í ríki hennar. Síðan þetta gerðist eru liðin 70 ár. ís- lenzka þjóðin var þá fátæk og þrautpínd af erlendri kúgun um mörg hundruð ár. í at- vinnuháttum var hún miðaldaþjóð, og trú- lítil var hún á menningarlegan mátt sinn og megin. Árið áður hafði Kristján IX., fyrstur allra þeirra erlendu konunga, er drottnað höfðu yfir fslandi, stigið hér á land, og fyrstur þeirra slakað nokkuð á þeim böndum, er þeir höfðu bundið þjóð- ina með í aldaraðir. En enn hvíldu erlend stjórnfarsleg bönd á þjóðinni í áratugi. En það voru rúnirnar, semsólin ritaði á vestur- himininn, þegar sveinninn fæddist á eyr- inni við Hrútaf jörð fyrir 70 árum, að hann, trúlegast allra íslendinga honum samtíða, skyldi vinna að því að leysa hin óleystu, er- lendu bönd, er á þjóðinni hvíldu. Þetta varð þegar í æsku hans, hans fegursti draum- ur, draumur, sem varð að raunveruleika. íslendingar eru nú ekki lengur miðalda- ]rjóð. Þeir eru ekki lengur trúlausir á menn- ingarlega getu sína, og nú hafa þeir höggvið sundur Gordíonsknútinn, er batt þá erlend- um valdhöfum. Og þetta er þeim mönnum að þakka, er ekki hafa látið öskuna verja sér útsýni og umlykja sálu sína, en hafa trúlega tendrað þá kyndla, er örlagadísirnar gáfu þeim í vöggugjöf. Og þar hefur um margra ára skeið verið fremstur í flokki sveinninn frá Hrritafjarðareyri. Hann hefur aldrei sofnað á verðinum. Hann hefur aldrei flú- ið af hólmi. Forgöngumenn þessarar samkomu fólu mér að mæla fyrir minni Sigurðar Eggerz. Mér var ljúft að gera það, vart ljúfara að mæla fyrir minni nokkurs annars manns fremur, en mér er það full Ijóst, að það er meira en lítill vandi að mæla fyrir minni þess manns að honum viðstöddum, sem mun vera lang-snjallastur tækifærisræðu- maður, sem nú lifir á íslandi, og sennilega einn meðal fremstu mælskumanna, sem þjóðin hefur nokkru sinni átt. Sigurður Eggerz hefur marg of't setið uppi á efstu hefðartindum þjóðfélags- ins. En um þá, er þar sitja, er sagt að blási
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.