Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 9
N. Kv. SIGURÐUR EGGERZ 3 þrálátir, kaldir stormar. Sigurður Eggerz hefur ekki alveg farið varhluta af þessum stormum, sérstaklega þegar hann hefur set- ið á efsta tindi þjóðfélagsins. En ljósbjarm- inn og hlýjan, sem jafnan fylgir honum, hefur orðið þess valdandi, að þessir stormar hafa ekkert sakað hann. Eins og þið vitið öll, þá hefur Sigurður Eggerz ekki aðeins verið sýslumaður um langan aldur í Skaftafellssýslum, Borgar- fjarðar- og Mýrasýslum, bæjarfógeti í Reykjavík, bæjarfógeti og sýslumaður í ísa- fjarðarsýslum og ísafjarðarkaupstað, bæjar- fógeti og sýslumaður á Akureyri og Eyja- fjarðarsýslu, heldur hefur hann líka verið bankastjóri og oft ráðherra. Nú er hann að hætta við bæjarfógetastarf sitt hér á Akur- eyri. Gjarnan hefðum við þó viljað að hann sæti í því embætti lengur. Og ekki er hann svo gamall, að hann gæti ekki af þeirri ástæðu sinnt embætti lengur. Ástæðan er önnur, og hún er sú, að þjóðfélagið vill hegna öllum þeim mönnum, sem ná sjö- tugsaldri, með því að svipta þá embætti. Það er annars nokkuð einkennilegt, að Sig. Eggerz skuli um langt skeið æfi sinnar hafa verið dómari. Þeir, sem kynnast Sig. Eggerz, finnst það fjarri honum að vera að dæma menn eða sakfella þá, og ég hygg, að það hafi hlotið að vera einu þrautastund- irnar í lífi hans, þegar hann hefur þurft að dómfella menn. Að vísu mun bankastjóran- um. S. Eggerz ekki hafa heldur fallið vel, að þurfa að neita góðum drengjum um pen- ingalán af þeirri einu ástæðu, að þeir voru fátækir. En sennilega verður það hvorki sýslumaðurinn eða bankastjórinn Sigurður Eggerz, sem á ókomnum tímum verður að ráði umtalaður í sögu Islands, heldur verð- ur það stjórnmálamaðurinn og ráðherrann Sigurður Eggerz. Hann einn íslenzkra ráð- herra hefur beiðst lausnar af þeirri ástæðu, að konungur vildi ekki hlíta óskum og fyr- irmælum meiri hluta Alþingis. Hans glæsi- legu og einarðlegu framkomu í konungs- garði 1914 mun jafnan getið í sögu íslands. Ef íslenzkir stjórnmálamenn, og sérstaklega þó þeir, sem forustuna hafa, sýndu jafnan þá einurð og staðfestu, sem hann sýndi þá, þá væri íslandi og íslendingum borgið. Að þora að gera rétt, er sterkasta vopnið, sem nokkur einstaklingur á í eigu sinni, hvort sem um einstakan mann eða einstaka þjóð er að ræða. Þrátt fyrir allt ofbeldi og allan órétt er þetta sterkasta vígið. Og þetta vígi er okkur íslendingum þörf á að hlaða. Sigurður Eggerz var aldrei lengi í einu í ráðherrasessi, þótt hann kæmist oft í þann sess. Og þóttflokksmennhanshefðu eftirlæti á honum, þá var þeim sumumekkisvomjög vel við hann sem flokksráðherra. — Hann hegðaði sér öðruvísi gagnvart flokksmönn- um sínum en fjöldi ráðherra eru vanir að gera, þegár um embættaveitingar er að ræða. Embætti veitti hann jafnan jaeim mönnum, sem hann taldi að hefðu mestan rétt til þeirra, hvort sem þeir voru úr hans eigin flokki eða af flokki andstæðinga. En þetta réttdæmi hans í embættaveitingum mun stundum hafa veikt fylgi hans innan hans eigin flokks. Um nær þriðjung aldar hefur Sigurður Eggerz verið í fararbroddi í sókn okkar að ná úr höndum erlendra valdhafa þeim rétti okkar, að stjórna okkur að öllu leyti sjálfir. Þetta var þjóðinni, sem um aldir skoðaði sig sem yfirþjóð okkar og sem í lengstu lög vildi halda okkur í tengslum við sig, full- Ijóst. Það mátti sjá af dönsku blöðunum fyr- ir Alþingiskosningarnar 1931, að eini fram- bjóðandinn, sem þau töldu miklu máli skipta að félli, var Sigurður Eggerz. Ég var þá sjúklingur úti í Danmörku og las flest það, sem ísland varðaði, af því, sem skráð var í dönsku blöðin þá, og því er m.ér þetta kunnugt. Einu sinni sem oftar var ég á gangi hér á Akureyrargötum og með mér var einn af 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.