Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 10
4
SIGURÐUR EGGERZ
N. Kv.
fremstu Ijóðskáldum landsins, en nokkru á
undan okkur gekk Sigurður Eggerz. Man
ég að skáldið sagði þá eitthvað á þessa leið:
„Aldrei sé ég neinn mann, sem að útliti til
og í öllum hreyfingum og göngulagi er eins
lyriskur og Sigurður Eggerz.“
Þið vitið öll, að Sigurður Eggerz liefur
ort kvæði, lyrisk kvæði, en þó kunnið þið
líklega ekkert annað kvæði eftir hann en
kvæðið: Alfaðir ræður. En þótt þið kunnið
ekki meira eftir hann, og þótt hann hefði
aldrei ort annað en þetta eina kvæði, þá
sýnir það, að hann er mikið skáld, mjög
lyriskt skáld. En Sigurður Eggerz hefur ort
fleiri kvæði, en það er undarlegt, að þau
eru flest ort á dönsku. Þetta sýnir, að Sig-
urður Eggerz hefur ekki verið Dana óvinur,
því að annars hefði hann ekki ort á dönsku
máli. Barátta hans við Dani, hefur verið
barátta vegna ástar hans á frelsi og réttind-
um, menningu og tilverurétti þjóðar sinn-
ar, en honum hefur aldrei verið illa við
dönsku þjóðina.
Öll vitið þið, að S. E. er ekki eingöngu
rithöfundur sem ljóðskáld. — Hann hefur
skrifað fjögur leikrit, sem hafa verið prent-
uð, og bókina Sýnir, sem eru ljóð, sögur og
hugleiðingar. Og hann hefur skrifað bók
um bankamál og aðra um stjórnmál. En
þótt tvær hinar síðasttöldu bóka hans heyri
að efni til stjórnmálaritum, þá geta þær,
hvað framsetningu og ritform snertir, eins
talist til fagurfræðilegra bókmennta. Öll
hans rit, þótt ekki séu ljóð, eru lyrisk.
Ég þekki engan mann, sem síður getur
kallazt afturhaldsmaður en Sigurður Egg-
erz. Einkenni lians í skoðunum á öllum
málum hefur verið frjáislyndi og drengi-
legur skilningur, jafnt á mönnum og mál-
efnum. Yfirdrottnun og kúgun er honum
andstyggð. Hann vill velgengni og jafnrétti
allra manna.
Sigurður Eggerz! Við vinir þínir, sem er-
um staddir hér í kvöld, þökkum. þér störf
þín í þágu þjóðarinnar. Við þökkum þér
drengilega og djarfa stjórnmálabaráttu. Við
þökkum öll kynni við þig og fölskvalausa
vináttu. Við þökkum þér ylinn og birtuna,
sem við jafnan höfum orðið aðnjótandi,
þegar við höfum verið í nálægð við þig.
Urður gaf þér í öndverðu veganesti. Það
veganesti hefur þú notað vel. Verðandi hef-
ur verið þér hliðholl. Þú hefur fallið vel inn
í samtíð þína. Þú hefur verið gæfumaður í
hvívetna. Þú hefur átt ágæta konu og mann-
vænleg börn. Þú hefur átt fjölda vina, og
þú hefur verið í eftirlæti miklu hjá stórum
hluta þjóðar þinnar. Þú hefur séð lífsstörf
þín bera árangur, og séð því máli siglt í
höfn, sem verið hefur þitt aðal-áhugamál á
löngum starfstíma. Nú gætir þú sagt það
sama, er þú lítur yfir farinn æfistig, sem þú
sagðir sagðir einu sinni: „Dagurinn er svo
bjartur, dagurinn á svo mikið og sterkt
geislaflug." En þótt þú hafir fallið vel inn í
ramma samtíðar þinnar að mörgu leyti, þá
mun liinn ókomni tími verða þér skyldari,
því að allir hugsjónamenn eru menn fram-
tíðarinnar, þeir falla aldrei að öllu leyti inn
í stakk samtíðar sinnar.
Skuld stóð fagnandi fyrir framan vöggu
þína, hún seiddi þig, hún vann hug þinn.
Því ertu ungur enn, þótt þú sért sjötugur
að árum. Og bjarminn, sem var á vesturloft-
inu árið 1875, liefur verið fylgja þín öll þín
æfiár. Einu sinni sagðir þú: „Nú sé ég sól-
skin að baki og sólskin fyrir stafni.“
Nú á sjötugsafmæli þínu, þegar þú ert í
þann veginn að skilja við okkur Akureyr-
inga og flytja í annan landsfjórðung, þá
fylgir þér og þinni ágætu konu sú ósk okk-
ar, að sólskinið, sem er fyrir stafni á lífs-
fleyi ykkar, verði jafnskært og sólskinið,
sem er að baki ykkur.
Ég vil leyfa mér að nota þetta tækifæri
til þess að þakka ykkur, Sigurður Eggerz og
frú Solveig Eggerz, alla vináttu mér sýnda,