Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 11
'N.Kv. SIGURÐUR EGGERZ 5 allt frá þeim tíma, er ég kynntist ykkur fyrst íyrir 29 árum og til þessarar stundar. Sú vinátta hefur verið mér ómetanleg. Og ég er þess viss, að allir, sem hér eru viðstaddir í kvöld, og fjöldi annarra manna hér á Akur- ■eyri og í Eyjafjarðarsýslu, sem ekki hafa átt þess kost að vera með ykkur í kvöld, óska ykkur af alhug blessunar í framtíð, en sakna -ykkar mjög, þegar þið eruð flutt á burtu héðan. Hlýr hugur og samúð munu fylgja -ykkur. Nú logar ekki yfir jöklum íslands eins og árið 1875. En á þessari kveðjuhátíð okkar. og á þessum merku tímamótum í æfi Sig- urðar Eggerz, vil ég óska, að logar hug- sjóna verði leiðarljós okkar þjóðfélags í framtíð. Þau megi loga yfir gjörvöllu ís- landi og tendrast í sálu hvers íslendings. Ég veit, að þessi muni heitasta ósk afmælis- barnsins. Sigurður Eggerz og frú! Ykkur sólskin að baki. Sólskin fyrir stafni. Virðulegu samkomugestir. Ég bið ykkur öll að standa upp og hrópa ferfalt húrra fyrir Sigurði Eggerz og frú hans. Þau lengi lifi! Bókmenntir. Einn stærsti bókmenntaviðburður hér á Íslandi á 19. öldinni var sá, er hið mikla ■safn Jóns Árnasonar, íslenzkar þjóðsögur og .æfintýri, kom út á árunum 1862—64. Þjóð- sögum Jóns Árnasonar mun jafnan skipað í flokk öndvegisbókmennta íslendinga. Fáar þjóðir munu eiga þjóðsagnasöfn, er að list- xæmi og hugmyndaauðgi standi þeim jafn- fætis eða framar. Síðan safn Jóns Árnasonar kom út, hafa komið út mörg íslenzk þjóð- :sagnasöfn, en sum þeirra hafa verið mjög misjöfn að gæðum. En öll hafa þau það sam- eiginlegt, að þau lýsa betur, en nokkrar aðr- ar bókmenntir, hugsunarhætti jrjóðarinnar, trú hennar og siðferðisskoðunum, gáfnafari hennar og hugmyndaauðgi, siðum hennar ■og háttum. Skömmu fyrir síðustu áramót gaf bóka- útgáfan h/f Leiftur í Reykjavík út íslenzk- au- þjóðsögur og æfintýri með myndum eftir íslenzka listamenn. Er þetta úrval úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar, og auk þess nokkr- ar sögur teknar úr yngri þjóðsagnasöfnum. Myndirnar, sem eru í bókinni, eru eftir Ás- grím Jónsson, Eggert Guðmundsson, Egg- ert Laxdal, Einar Jónsson, Guðmund Thor- steinsson, Jóhannes Kjarval, Kristinn Pét- ursson og Tryggva Magnússon. Myndin nátttröl'lið eftir Ásgrím Jónsson er litmynd. í bókinni eru eftirtaldir sagnaflokkar: Huldufólkssögur, Sæbúar, Tröll, Draugar, Ófreskigáfur, Galdrar, Úr ríki náttúrunnar, Helgi sögur, Úr sögu lands og lýðs, Útilegu- menn, Æfintýri og Gaman sögur. Skraut- stafir eru í upphafi hvers sagnaflokks, og eru þeir gerðir af Hafsteini Guðmundssyni prentsmiðjustjóra. Er útgáfa bókar þessarar öll hin prýðilegasta, og fáar eru þær bækur, sem útgefnar hafa verið hér á landi, sem eins hefir verið vandað til frá útgefanda hálfu. Þ. M. J.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.