Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 19
N. Kv. STÍNA LÆTUR ÁNETJAST 13 á ská, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en þegar hann sá engin merki þess, að gest- ‘Urinn mundi vilji eiga nokkur orðaskipti við hann, heldur blíndi út í bláinn og xeyndi að hola sér niður á vinstra horni •ökusætisins eins langt frá honum og hægt var, þá stundi hann upp vel heyranlegum xæskingum og tautaði: „Ójá, rétt er nú það — jæja þá,“ — þagn- aði snöggvast aftur og þurrkaði svitann af <enni sér, en svo greip hann pípuna, tróð í hana tóbaki úr blöðrupoka, kveikti í henni ■og með meinlausu dangli með svipunni og vinsamlegu ,,nú-nú“ hvatti hann gildfætta •og ljósfexta rauðu klárana á hægt lullbrokk <og ók áfram. — Stöðugt þessi sarni ljósleiti vegur, bryddur rykugu grasi og græðisúrublöðum, — stöðugt sama skorna komháin á ökrun- =um, og í tilbreytingalítilli víðáttu þessa ■skóglausa héraðs var ekki annað að sjá en :Stöku ferhyrnt nýbýli eða kotkrýli, sem voru •hulin til hálfs af espirunnum. Sums staðar •báru uppþornuð vatnsból með rifnum, sprungnum og hörðum leirbotni vitni um .hina dæmalausu sumarþurrka. „Það er annars árans lreitt í veðri,“ krimti í manninum, þegar þau höfðu ekið snertu- :spöl. Stína kinkaði kolli beint framundan sér. Hann sá aðeins á hliðarsvipnum, að nefið á henni tók örlitla dýfu. Svo þagði hann drykklanga stund, áður en hann gerði nýja tilraun til að fitja upp á samtali við Stínu. „Það gekk greitt með að ná inn korninu í sumar, — ekki var yfir því að kvarta; það var nú líka einstök tíð í fyrrahaust. En kjarninn er ekki á marga fiska, — léttur — •og hálmurinn þessi líka litla dobía!“ Þessar hugleiðingar vöktu svo mikinn áhuga hjá Stínu, að hún sneri sér að mann- inum til hálfs og tautaði: „Það fór argvítuglega með heyið.“ „Já, það væri betur, ef ekki þyrfti að kaupa fóður handa skepnunum fyrir vorið.“ „Það getur svo sem farið í hundana,“ svaraði Stína stir á svip og sneri sér aftur frá manninum. Verið getur, að þetta látbrágð hennar hafi firrt hann djörfung til fleiri tilrauna, því að þegar hann hafði hvað ofan í annað snúið sér að henni, ræskt sig og sagt: „Ja-á, drottinn minn dýri! — ojæja, hvað ætli það?“ — án þess að verða hinnar minnstu samkenndar var, féll hann í þögn, — ef til vill í íhugun! Hann beygði sig áfram, lagði svipuna á milli fóta sér, lét skaftið haldast upp að hægra læri og lét rauðu klárana ráða ferðinni. Með þeim hraða var engin leið að komast mílu á klukkustund, en þó stóð svitinn í pollum um lendar og læri hestanna. Svo heyrðust engin hljóð nema tilbreyt- ingarlaust og þungt skröltið í hjólásunum og hringlið í aktygjum hestanna, þegar þeir lögðu kollhúfur við flugunum, sem suðuðu kringum vagninn og skullu við og við á yfirleðrinu framan sætisins, svo að small lítið eitt í. Maðurinn vaknaði úr mókinu við það, að stúlkan hreyfði sig eitthvað! Hann gaut augunum til hennar og sá að hún var að leysa hnútinn á rauðum, hvítdroppóttum baðmullarklút, sem vafinn var um böggul í kjöltu liennar. Innan undir klútnum var blaðapappír, en innan úr honum kom hún fram með væna brauðsneið með hangi- bjúga ofan á og braut hana í tvennt. Hún kinkaði kolli til hans, rétti honum annan helminginn, en ekki leit hún upp á hann. „Kæra þökk fyrir,“ rumdi í honum. Hvort um sig borðaði sinn helming með viðeigandi hægð og gætni. Svo kom önnur sneið með kæstum osti ofan á, og stúlkan endurtók hið þögla boð sitt, þegar hún hafði skipt henni í tvennt. „Nei, svei mér þá skammast eg mín fyrir að þiggja meira,“ mælti hann, en þegar Stína sat við sinn keip, tók hann við og reyndi að vera kurteis: „Það er svo dæmalaust gott þetta ofan á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.