Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 20
14 STlNA LÆTUR ÁNETJAST N. Kv. Hann stóð upp til hálfs í sætinu og þreif- aði í lafavasa frakkans, og af því að hann var armstuttur, átti hann fullt í fangi með að toga fram dökka þriggjapelaflösku, sem í aðförum þessum dró upp með sér blástykkj- óttan baðmullarvasaklrit. „Eigum við að fá okkur einn gráan?“ spurði hann, og klökti hláturinn niðri í honum, þótt ekki sæjust varirnar hlæja; hann lét votan tappann ískra, er hann sneri honum í stútnum, og rétti Stínu flöskuna. Hún leit gremjulega við honum og bandaði hendinni ofurlítið við flöskunni. Hann hló eins og áður og sagði: „Ne-ei; svei því, að það sé brennivín; það er sætt púnsextrakt.“ Sú vitneskja olli umskiptum. Stína fékk sér vænan sopa úr flöskunni og krimti upp einhverju, sem átti að merkja þakklæti. Maðurinn tók sér langan teyg og rnælti í al- gleymingi unaðarins: „A-a-a, mikið dæmalaust svalar það vel í þessum líka vellandi hita, — það er dásam- legur drykkur.“ Stína kinkaði kolli og sleikti varirnar með tungunni. Hún viðurkenndi nautnina af drykknum með miklu hljóðlátari upphróp- un en maðurinn hafði gert. Enn lá leiðin eftir Ijósleitum veginum, — engin tilbreyting í umhverfi eða aðstæðum. Maðurinn færði sig nokkrum. sinnum til í sætinu, nær Stínu, eins og hann væri að reyna fyrir sér, en í hvert skipti tróð hún sér sem fastast upp í sætishornið sín megin. — Lau fóru upp brekku, og þá var farið hægast fót fyrir fót. Frá brekkubrúninni sást þorp, og upp yfir húsin gnæfði hvítur kirkjuturn með kölkuðum gaflþrepum af tígulsteini. Nokkur bæjarhús stóðu skammt frá veginum, en í bilinu í milli stóðu áburð- arhaugar og dökkgruggugar safngryf jur. „Tirr,“ sagði Stína, þegar hún leit lítið húskríli með grænum gluggalistum og hálf- visnum rósarunni í limgerðis stað. „Nú, er það hérna?“ mælti maðurinn. „Púrr, skilurðu móðurmájlið þitt, rauði refur?" Þessurn orðum var beint til þess hestsins„ sem gekk nær húsinu og hlýddi ekki skip- uninni samstundis, en hann virtist bæta ráð- sitt, þegar honum var núið vankunnáttunni um nasir. í dyrunum, sem skipt var í tvennt með hlerum og báðir voru opnir, birtist fyrst lítil stúlka í ljósrauðum baðmullarkjól. „Mamma!“ kallaði hún og trítlaði út á. steinstéttina; en þegar hún tók eftir ókunnæ manninum og snotra vagninum, skauzt hún. aftur inn fyrir dyrastafinn, svo að ekki sást annað af henni en kafrjóð kinn og ljósgulur lokkur. Að vörmu spori kom miðaldra konæ í ljós. Hún kinkaði kolli og sagði: „Góðan daginn, — það er Stína; víst er svo! í dag kemur þú í vagni.“ „Eg þakka fjarska vel fyrir flutninginn,"' tautaði Stína og rétti manninum höndina. lauslega, en hann tók í móti með samsvar- andi handtaki. Stína steig niður úr vagninum og aftur brakaði í fótafjölinni. Hjáleigukonan og Stína kinkuðu samtímis kolli til mannsins, og maðurinn svaraði kveðjunni með því að- grípa ofurlítið ofan í derhúfuna, muldraði. „nú-nú“ og ók áfram. Stína ætlaði að heimsækja litlu stúlkuna. sína, sem fyrr er getið. H jáleigubóndinn. var í verkunum, og konan og Stína skiptustr aðeins á fám orðum, meðan þær sátu að há- degisverði, grænkáli og fleski. „Það var Per Larsen frá Örslövlille, sem. ók með þig,“ sagði hjáleigukonan, þegar hún gat bezt komið því að. „Eg þekkti hann, svo sem,“ svaraði Stína. Við hádegisverð þenna hafðizt varla orð> úr Stínu, en svo fór hún að leika við dóttur sína á hlaðinu, eins og hún var vön að gera.. Leikurinn var fólginn í því, að telpan lyfti upp pilsi móður sinnar að aftan, og svo- dröttuðust þær með hægu dansspori franr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.