Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 23
N, Kv.
STÍNA LÆTUR ÁNETJAST
17
Frún rak upp skellihlátur eftir lesturinn
og sagði:
„En, Stína, — hvaðan hefur þú fengið
þetta hræðilega krábull?"
„Já, það er sú versta endaleysa, sem eg
nokkurn tíma hef séð,“ svaraði Stína, „en
myndin er þó einstaklega falleg.“
„Hver hefur fengið þér hana? Hefur ein-
hver béðið þín, eða hvað, Stína?“
„Æ, það eru einhver bjánalæti úr strákn-
um hjá honum Kristen Nielsen, — hann
lætur alltaf eins og skrípi.“
„Kom hann með það um leið og hann
skilaði kalkúnanum?"
„Eg hef ekki séð neinn kalkúna, fyrr en
frúin kom með þetta slæki þarna. Nei, hann
fleygði þessu inn um eldhúsgluggann um
leið og hann fór.“
„En hvernig stendur á þessu með Per
Larsen í Örslövlille?"
„Árann ætli eg viti það.“
„Ekki að nefna ,árann‘, Stína!"
Jafnskjótt sem frúin var farin úr eldhús-
inu, og Stína heyrði hana setjast inni í stof-
unni, greip hún spjaldið, horfði lengi á
myndina, las erindið og hvíslaði hugfangin
með titrandi vörum:
„Ó, — að nokkur lifandi maður skuli geta
ort svona yndislega!"
Hún spretti kjólnum sínum upp, stakk
spjaldinu inn á bert brjóstið, fór að þvo eld-
húsgögnin, og því skærari sem málmurinn
varð og því heitara sem sólin skein í gegn-
um rúðurnar, því fjörlegri varð þessi þrí-
tuga stúlka, sem annars hvorki datt af né
draup. Hún varpaði öndinni nokkrum
sinnum — af þreytu eða vellíðan, hver ætli
viti það? Svo fór hún að syngja:
Það vill til um margan vænan mann,
hann veltist í drabbi og sukki.
Menn sækjast meira í vín en vatn,
— hann vissi það líka, hann Jukki.
Hann þambaði spíra þangað til
hann þekkti ekki hrafn frá dúfu,
og þegar hann haltraði heim á leið,
þá hnaut hann um hverja þúfu.
Hann rak sig á stau'r og rann og datt
og reif sig allan í framan.
— Við skellinn baulaði Skjalda hátt
og skældi út af öllu saman.
Hún söng þetta hægt og dró mjög seim-
inn, og hún hefði ekki getað sungið sálm
með öllu meiri fjálgleika. Þegar hún var að
enda við það áhrifaríka atriði, þegar kýrin
kom til sögunnar, lauk frúin upp eldhús-
dyrunum, stakk inn höfðinu og spurði bros-
andi:
„Ert þú að syngja, Stína? Það var einhver
að syngja."
„Nei, það var enginn að syngja," svaraði
Stína ólundarlega og hálfstygg.
III.
„Hvernig í dauðanum á eg að skilja, hvað
Per Larsen er að vilja!" sagði prófastsfrúin
um veturnæturnar, þegar vinnumaðurinn
hjá Kristen Nielsen gestgjafa færði henni
hálfa flesksíðu með alúðarkveðju frá Per
Larsen í Örslövlille. „Og veiztu hvað, Stína,
— hann kemur aldrei sjálfur til að heilsa
mér. Hvað á eg að halda, Stína?"
„Hvað ætli eg viti um það?“ svai'aði
Stína.
Á jólaföstunni kom hjáleigukonan, sem
hafði barn Stínu í fóstri. Áður en hún
kvaddi Stínu, bað hún prófastsfrúna að tala
ofurlítið við sig. Því var vel tekið; frúin var
að drekka liádegiskaffið og fannst sér skylt
að setja upp hefðarsvip.
„Jæja, Metta,“ sagði hún, þar sem hún
sat í miðjum legubekknum með rjúkandi
látúnsvélina fyrir framan sig, „mér er sagt,
að telpunni hennar Stínu gangi vel í skól-
anum.“
3