Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 24
18 STÍNA LÆTUR ÁNETJAST N. Kv. „Já, hún er rösk að lesa,“ svaraði hjá- léigukonan. „Ojæja, það getur vel verið, að skaparinn sjái svo um, að þetta verði Stínu til góðs, en sorglegt var það, að svona skyldi fara, þarna á árunum.“ „O — nú gerir það hvorki til né £rá.“ „Svo-o? Er það?“ „Jú, því að nú ætiar Stína að breyta til; hún fer frá prófastsfrúnni á krossmessu í vor. Es: var einmitt með erindi við hana fyrir Per Larsen í Örslövlille.“ „Guð almáttugur þó! Hvað er Metta að segja?" Prófastsfrúin gleymdi því alveg, að hún var prófastsfrú, og fór að gráta. Hjáleigu- konan fór þá líka að gráta og stundi þessu út úr sér með sárum ekka: „Per Larsen bíður þarna niðri á götunni. Eg hef ekið með honum hingað í kaupstað- inn, og nú ætla eg að aka heim með honum aftur. — Það er svei því bæði gleði og þraut í þessum lieimi.“ ,,En eg verð að tala við Per Larsen," hvein í frúnni; hún þaut á fætur og opnaði glugg- ann. — Mikið rétt, það stóð vagn niðri á götunni. Per Larsen sat í honum þolinmóð- ur með loðhúfu á höfði og klæddur slag- kápu með svörtum lambskinnskraga; hann sat álútur, með svipuna milli fóta sér. Þegar hann heyrði gluggann opnaðan, leit hann upp og lyfti húfunni í kveðjuskyni. Frúin kallaði til hans með nafni. Hann steig nið- ur á hjólnöfina, stökk þunglamalega til jarðar, festi hömluólunum, og þegar hann hafði dregið upp einhvern poka undan öku- sætinu, kom hann keifandi inn til frúarinn- ar. Það kom á daginn, að í pokanum voru tvær gæsir, og hann birtist í stofudyrunum með sína þeirra í hvorri hendi. „Tæja, Per Larsen," sagði frúin, „á meðan gamli sálnahirðirinn yðar, maðurinn minn heitinn, var á lífi, sáust þér aldrei." „Nei, satt er það,“ svaraði hann stillilega, „eg átti fjári örðugt með að láta nokkuð fram vfir offrið, meðan eg varð að standa straum af karlinum og kerlingunni." o O „En þér komuð heldur aldrei til kirkju, Per Larsen.“ „Jú-ú, eg kom æfinlega, þegar eg hafði eitthvað þar að gera, til dæmis þegar jarðað var eða eg var skírnarvottur og þess háttar. Svei því ef eg fylgdi ekki lélegustu hús- mönnum til grafar. — En meðal annarra orða, — það var nú annars Stína, sem eg ætl- aði að tala um við frúna, því að eg er helzt að hugsa um ná í hana.“ Per Larsen mælti þessi síðustu orð með óvanalegri rögg, enda undirstrikaði hann þau með því að hlassa gæsunum niður í liægindastól frúarinnar. „Ó, þær fita frá sér!“ hrópaði prófastsfrú- in, lagði blað á borðið og flutti þær þangað. „En, Per Larsen, — Stína á — hérna — humm —, já, Metta er nú kunnugust því.“ „Ójá, það veit eg alveg eins vel og Metta,“ svaraði bóndinn. „Sjáið þér til, — á unglingsárunum kemur alls konar fyrir, og það verður ekki við því séð, því að skapar- inn hefur nú hagað því svo. — En Metta fullyrðir líka, að Stína eigi 500 dali í spari- sjóði, og hún á líka svo marga góða spjör í kistunni sinni, bæði úr ull og lérefi, — og, sjáið þér til, faðir hennar var þó bóndi hér áður, og það var ekki honum að kenna, að hann átti enga syni til að taka við og að veiðistjórinn varð að byggja máginum jörð- ina. Annars er hann lagztur í óreglu og er í mesta basli.“ „En hvaðan þekkir Per Larsen Stínu?“ spurði frúin. „Mér finnst Per Larsen ætti að hugsa sig ofurlítið um, því að nú er Per Larsen ekkill í annað sinn. Er ekki svo? Jú, eg held nú það. Per Larsen hefur þá átt tvær konur. Hjúskapur er þó alvörumál, Per Larsen." „Já, víst svo,“ svaraði bóndinn og and- varpaði við, „það væri synd að segja, að hann væri gamanið tómt.“ „Kannast Per Larsen við það? Jæja,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.