Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 25
N. Kv. STÍNA LÆTUR ÁNETJAST 19 Stína er trú og starfsöm stúlka, en það hefst varla úr henni orð.“ Glyrurnar í Per Larsen urðu fjörlegri, og hann varð talsvert hraðmæltari en áður: „Já, sjáið þér til, — það er nú einmitt það. Þetta er alveg rétt hjá prófastsfrúnni, að eg hef verið tvíkvæntur, — það má al- máttugur vita! Önnur konan masaði og hin rausaði, og sjáið þér til, það kemur út á eitt, þegar öllu er á botninn hvolft. Það var rétt eins og verið væri að mala í kvörn heima hjá mér í tíu ár samfleytt. Og hún mamma, sem enn er á lífi, — hún masaði og rausaði við báðar kerlingarnar, svo að það var enginn friður til að éta, hvað þá annað. En sjáið þér nú til, nú segir mamma gamla ekki aukatekið orð síðan hún fékk slagið, og eg held hún tóri ekki lengi. Og sjáið þér til, — rétt eftir annirnar ók eg góða bæjarleið með Stínu, og hún gegndi varla orði, þegar eg yrti á hana, og því kunni eg déskoti vel. Og hún bauð mér upp á bita, og hún og eg — við átum steinþegjandi. Og þegar maður hefur hlustað á svo óskaplegt mas í kven- fólkinu um æfina, þá getur prófastsfrúin rétt ímyndað sér, hvað mikil svíun Joað er að ná í konu, sem kann að halda sér saman, — og konu verður maður að hafa í bænum, því að annars lenda inniverkin í skít og skömm.“ „Hefur Stína gefið jáyrði sitt? Hefur Per Larsen takað nokkuð við hana?“, spurði prófastsfrúin. „Ne-ei, ónei, en Stína getur ekki haft neitt á móti því, því að hún verður bónda- kona, — engin verða stjúpbörnin, og drott- inn tekur sjálfsagt mömmu til sín á útmán- uðunum. Og úr því að eg læt það gott heita, þó að hún lenti úti á galeiðunni um árið. . “ „Nei, það skal svei því ekki koma að sök, frú mín góð,“ sagði Metta svo ákveðið, að auðséð var, að hún var nákunnug þessu máli. Frúin kallaði úti í eldhúsið á Stínu. Engu var svarað. — Frúin opnaði hurðina. Þar va>' engin Stína. Hún hafði af eigin hvötum rokið eitthvað á band og ekki látið sjá sig í bráðina; hún gat alls ekki komið sér að því að vera viðstödd, þegar annað eins og þetta var á seyði. Prófastsfrúin hafði orð á því, að hún kyhni því illa, að Stína kæmi hvergi nærri málinu, en Per Larsen brosti við og kinkaði kolli: „Ég er nú langánægðastur með það svona. Um að gera að liafa ekkert mas við það, — þá rætist bezt úr því!“ A krossmessu um vorið voru þau gefin saman, Stína og Per Larsen. Prófastsfrúin hellti á kaffinu í veizlunni. Kr. M. Björnson: Lagið eilífa. Lagið eilífa, gulls í gildi, guða síungt dularmál, þrungið krafti og munarmildi, mjúkt sem vorblær, hvasst sem stál, hjá þér allar andstæðurnar mætast, allir lífsins fögru draumar rætast, glaðir hryggjast og hryggir kætast heilagt ljós í mannsins sál. Tónblær vígður af alheims anda auðgar^ göfgar hug og mál. Köldum arfþegum allra landa yljar drauma kærleiksbál. Munum helgi ótal fagnaðsfunda, friðarvé í skóli grænna lunda, endurminningar yndisstunda óma ljúft í barnsins sál. Bergmál liðinna dýrðardaga draumatöfrum fylla sál, tónar ógleymdra unaðslaga óma blítt, sem guðamál, dýrðleg fylling alls sem barnið biður, blessun, líf, í tónum streymir niður, gleði, kærleikur, frelsi, friður, fögnum, drekkum söngsins skál. 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.