Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 26
N. Kv.
Elias Kræmmer:
Vitastígurinn.
Helgi Valtýsson þýddi.
(Framhald.)
„Það er nú gott og blessað, Ivarsen, en
hvað fær hann þá mikið í mánaðarlaun?“
„Mánaðarlaun? Hann fær auðvitað það
sem liann þarfnast." ívarsen setti upp nef-
klemmurnar og leit hvasst á Fíu. Honum
virtist svipur liennar ósköp einfeldningsleg-
ur. Það var einkennilegt með þessar lægri
stéttir og skoðanir þeirra á peningamálum.
Hún ætti bara að vita, hvað það kostaði á
mánuði að fæða og klæða drenginn, en auð-
vitað var það smámunir einir fyrir P. M.
ívarsen. Það var ekki laust við, að það færi
að þykkna í honum, en svo hugsaði hann,
að bezt væri að segja henni allt afdráttar-
laust.
„En skiljið þér þá ekki, frú Stolz, að ég
ætla að „adoptera“drenginn?“
„Adoptera, adoptera", tautaði hún. Það
orð hafði hún aldrei fyrr heyrt á æfi sinni.
„Já, taka hann að mér, sem væri hann
skilgetinn sonur minn,“ sagði ívarsen.
„En það er hann alls ekki,“ sagði Fía;
hún roðnaði og leit undan.
„Fjandinn sjálfur, að þér skulið ekki
geta þagað, þangað til ég er búinn,“ sagði
ívarsen reiður. Hann gleymdi alvoru
augnabliksins og allri stillingu.
„Jú — já, jæja.“
„Hann á að erfa mig, eignast allt, sem
ég læt eftir mig-----.“
„Guð almáttugur, ég held ég fái slag,“
hrópaði Fía og gerði sig líklega til að þrífa
í höndina á ívarsen; en hann kippti henni
að sér, eins og hann hefði verið stunginn
af býflugu.
„Spaugið ekki með þess háttar! Þér gætuð
svo sem fengið slag nógu snemma; enginn
veit fyrir.fram, hvenær það kann að bera
að höndum."
„Þetta kom svo óvænt,“ sagði Fía og lok-
aði augunum.
„En það er með einu skilyrði, frú Stolz,
einu skilyrði, heyrið þér--.“
Fía glaðvaknaði. „Nú kernur það, hugs-
aði hún. Hann fitjar auðvitað upp á ein-
hverjum „hundakúnstum", áður en lýkur.“
„Hann á héðan af að kalla sig Roosevelt
Stolz ívarsen," sagði hann hátíðlega og stóð
upp um leið og hann laut áfrarn og studdi
báðum lófum. fram á borðið. Hann horfðist
í augu við hana, hvasseygður og brúna-
þungur. Hún vissi ekkert, hverju svara
skyldi. Hún sat grafkyrr og starði fram fyrir
sig. Hann hélt, að liún hikaði við og væri
að velta þessu fyrir sér, og lá við að bræðin
syði upp úr lijá honum á ný.
„Er ívarsen kannske ekki nógu fínt
- ha?“
„Jú, hamingjan góða, það er víst allt of
fínt. Nei, þetta er alveg ótrúlegt, en hafið
þér sagt Roosevelt frá þessu?“
„Nei, þér verðið fyrst að talfæra þetta við
manninn yðar, svo að ég viti, hvort hann er
þessu samþykkur, — síðan skal ég sjá um
allt annað og ráðstafa því.“
Fía reyndi nú ekki aftur að ná í höndina
á ívarsen, hún knébeygði aðeins, og það
ekki einu sinni heldur tvisvar.