Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 27
N..Kv. VITASTÍGURINN 21 „Ég veit ekki, hvernig ég á að þakka yður, lvarsen.“ Hún var að brjóta heilann um, ^hvort hún ætti nú ekki að þúa hann, fyrst þau voru nú orðin tengd á vissan hátt. i»að var eins og ívarsen renndi einhvern veginn ■grun í, hvað hún var að hugsa, og hann flýtti sér því að bæta við: „Þetta gildir auðvitað aðeins Roosevelt, frú Stolz. Hin .börnin kæri ég mig ekkert um.“ „Nei, hin bör'nin viljum við líka hafa :sjálf,“ sagði Fía og hló, og Ivarsen hló líka. Þeim létti báðum. sýnilega fyrir brjósti, er þessu var heppilega aflokið. Hefði hann .árætt það, myndi hann hafa tekið fram gamla hvítvínið frá —78 og fengið sér eitt •glas; en nú lá bann við því. Lokið var allri lífsins gleði — ef til vill var þó ein eftir •enn — Roosevelt! Þegar ungfrú Evensen heyrði Fíu korna •ofan stigann, hoppaði hún niður af háa skrifstofustólnum og stóð fyrir henni í miðjum dyrunum. „Hvað vildi hann?“ ■sagði hún áköf. „Ekkert, ungfrú Evensen,“ svaraði Fía hraðmælt og ýtti henni til hlið- .ar. Síðan hvarf hún út um dyrnar og hélt viðstöðulaust upp Vitastíginn í þvílíkum flýti, að hún varð þess ekki vör, að skraut- hatturinn hennar sat skakkur á höfðinu, og .að báðar páfuglafjaðrirnar voru brotnar. Þær lréngu læpulega niður og dingluðu um •eyrun á henni. Það var auðvitað ívarsen, sem í ógáti hafði skákað sér ofan á hattinn! — Ungfrú Evensen fór að brjóta heilann um, hvað allt þetta myndi eiga að þýða: „Auðvitað er hér um Roosevelt að ræða! Nú eigum. við líklega að fá bannsettan strákinn hingað í búðina. Hann er orðinn ■ógeðfeldari með ári hverju. En ég skal svei mér hafa gát á honum! Það er ekki víst, að ívarsen verði alltaf jafn þolinmóður og núna; hann á það nú til að skipta skapi, jafn eldbráður og hann er — og þá, þá kem- ur röðin að mér!“ Það lá við, að ungfrú Evensen væri farin að hata Fíu. Allt þetta ^aus um, að hún hefði viljað hjálpa henni, af samúð og systurkærleika var bara fals og fláttskapur. Hún hefði sannarlega reiknað allt vel út, þegar hún fór að senda strákinn hingað ofan eftir á hverjum degi. Aldrei á ævi sinni hafði ungfrú Evensen iðrast eins eftir neinu sem því, að hún skyldi hafa farið upp í vita og opnað innsta hjarta sitt fyrir frú Stolz, falsdrósinni þeirri arna!--- Fía var komin alveg upp að mýrasundinu í Vitastígnum og ætlaði að fara til að stikla yfir það, en nam staðar allt í einu og féll í djúpar hugsanir. Hún skildi ekki almenni- lega, hvað fólst í orðinu „adopera“, „adó- bera“, eða hvað það nú var, en ívarsen hafði lofað svo miklu. Það hafði hún þó að minnsta kosti skilið. Hún brosti og stiklaði síðan glöð og léttilega yfir sundið. Þegar lrún kom heim og hafði hengt frá sér skrauthattinn frammi í ganginum, gramdist henni fyrst, að báðar fjaðrirnar skyldu vera brotnar. Hún leit angurvær á þær sem snöggvast, en lrugsaði svo: „Skítt með það, hvað ætli það geri svo sem til, — að hugsa sér, hvað Roosevelt verður ríkur seinna!“ Adam og Fía sátu í stóru stofunni, þegar Fía var að segja honum frá heimsókn sinni lijá ívarsen. Hún var frá sér numin af gleði, og augu hennar blikuðu björt og skær, er hún skýrði honurn frá því, sem ívarsen hefði sagt: „Að lokum sagðist hann ætla að abotera drenginn, — jæja, ég man ekki almennilega orðið það arna, en það var eitthvað þessu líkt.“ „Adoptera?“ sagði Adam. „Einmitt, þetta var það, adoptera — hvað er það nú annars?" „Taka að sér barn sem sitt eigið barn," sagði Adam. „En það er ekki hægt, fyrst það er þitt barn,“ sagði Fía. „Lögin heimila, að maður taki sér annars barn í eigin barns stað.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.