Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 29
N. Kv, VITASTÍGURINN 23 í einveru hinna löngu kvölda. Hann sat og skrifaði í sífellu, og gamla stofuklukkan brezka tifaði og hjó jafnt og þétt sekúndur lífsins út úr tilveru þeirra. Að lokum lagði hann frá sér pennann og leit á kiukkuna. Hann sneri sér að konu sinni og sagði eins og svo mörg hundruð sinnum áður: „Nú •er víst kominn háttatími, Nóra?“ „Já, svo er það, Sylvester." Hann tíndi saman skjöl sín og hún lét dót sitt niður í saumakörfuna. „Góða nótt, Nóra!“ „Góða nótt, Syl- vester!“ Og síðan gengu þau hvort til síns Jherbergis í hinu stóra, hljóða húsi. II. Auróra átti að byrja á söngnámi. Adani liafði sem sé fengið bréf frá Gottlieb, sem sagði stutt og laggott: „Láttu barnið fá að syngja í Ósló. Hafi hún gáfur í þá átt, þá er það gott og blessað, og hafi hún það ekki, fær hún að minnsta kosti reynsluna. Og Jrvort tveggja veitir manni það, sem nefnt •er auðæfi lífsins." Auróra varð svo himin- lifandi glöð, er hún hafði lesið bréfið, að hún faðmaði þau Adam og Fíu til skiptis. Benedikta dró sig í hlé, því að hún var hálf- smeyk við ofsa Auróru, jafnt í sorg sem gleði. Auróra gat ekki um annað hugsað næstu dagana. Hún hljóp því frá Jens herramanni eitt kvöldið, þegar hann ætlaði að fylgja henni upp Vitastíginn. Þegar hún kom heim í vitann, sagði hún við Benediktu: „Ég er orðin svo hundleið á Jens herra- xnanni; hann hangir utan í mér seint og snemma. I dag hljóp ég leiðar minnar frá honum. Hann heldur víst, að ég sé skotin í honum! Ha — ha — ha.“ Benedikta roðnaði, en Auróra veitti því •enga eftirtekt. Hún var með allan hugann við ferðalagið og sönginn. — Hlý vinátta hafði haldizt óbreytt milli þeirra Auróru og Öblu gömlu, frá því er þær hittust í fyrsta sinn í „Málarakassan- um“. Og eftir að Abla var komin yfir í bæ- inn, í læknishúsið, brá Auróra sér oftsinnis yfir til hennar til að spjalla við hana. Þegar Abla heyrði, að Auróra ætti að fara til Ósl- óar og læra söng, varð hún hljóð og döpur í bragði. „Hvernig heldurðu, að það fari, Auróra?“ andvarpaði Abla gamla. „Fari? Auðvitað ágætlega! Ég ætla að verða mikil söngkona og giftast að lokum greifa, og svo kem ég hingað aftur sem greifafrú og heimsæki ykkur, ha — ha — ha!“ „Það eru margar freistingar fyrir unga söngkonu,“ sagði Abla. „O sussu-nei, þær eru nú jafnmargar fyr- ir þær, sem ekki syngja,“ sagði Auróra. „Nei,“ sagði Abla, „mikill munur er nú á því. Á æskuárum mínum var ung mjalta- kona á Bjarkasetri. Hún var svo dugleg að syngja, að það tísti og kvakaði og vall og dillaði í henni allan daginn eins og í heilu kirkju-organi. En það fór nú samt illa fyrir henni að lokum.“ „O, — það hefði víst farið jafn-illa fyrir henni, þó að hún hefði alls ekki getað sungið.“ „Það er ekki auðvelt að standa sig fyrir þann, sem ungur er, Auróra; þá er blóðið svo heitt, svo sjóðandi heitt.“ „Það er líklega, eins og það á að vera. Bíddu bara, þangað til ég er orðin greifa- frú, Abla. Það verður nú dýrð í lagi!“ „Ég hélt, að þér þætti vænt um Jens herramann," sagði Abla og leit alvarlega á hana yfir gleraugun. „Nei, — ekki svoleiðis. Ég vil ekki byrgja mig inni í Bjarkasetri ævilangt, alveg eins og kanarífugl, — nei, góða, það verður nú ekkert af því!“ „Bramer-ættin er nú ágætis fólk, einkum stúdentinn; og Jens er svo líkur honum. Betri mann held ég ekki, að þú gætir feng- ið, Auróra." „Nei, ekki hérna í bænum, þar get ég

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.