Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 40
34 VITASTÍGURINN N. Kv sent drenginn í þessa fyrstu ferð. Báturinn var spánnýr og óreyndur, og bátshöfnin þekkti enn lítið til hans og hinnar marg- brotnu vélar. Honum fór að verða órótt innanbrjósts. Hann nam staðar við skrif- púlt ungfrú Evensen, teygði úr handleggj- unum og sagði: ,,Það getur vonandi ekki verið neitt athugavert, ungfrú Evensen, þó að ég sendi drenginn af stað í þessa ferð?“ ,,Nei, fjarri fer því, veðrið er gott, og bátsmennirnir eru áreiðanlegir og duglegir. Þér getið svei mér ekki alltaf farið með piltinn eins og brothætt postulín; það verð- ur einhvern tíma að reyna hann, svo að þér getið komizt að raun um, hvaða dugur er í honum.“ ívarsen geðjaðist ekki að þessu svari. „Dugur í honum? Hann hefir nú dug til svo margs, skal ég segja yður, ungfrú Even- sen, og hann mun reka verzlunina, svo að hún aukizt og eflist stórkostlega! Bíðið þér bara!“ „O — mér virðist nú herra ívarsen hafa rekið verzlunina sæmilega vel. Það er svo sem vandalítið fyrir þann, sem á eftir kem- ur.“ „Jæja, haldið þér kannske ekki, að það verði kapphlaup og samkeppni héðan af og í allri framtíð?“ Hann sneri baki við henni og gekk yfir að loftvoginni. „Skolli er að sjá, hvað hún fellur mikið,“ tautaði hann, um leið og hann drap fingri á vogina. Síðan gekk hann upp á loft og nam staðar við gluggann og horfði út yfir Torgið og út á sundið. Nú sleit regndropa úr lofti, og í austri dró upp stóra, svarta skýjaklakka. Uti á sundinu tók vindur að ýfast og reisti þegar hvítfreyðandi smábylgjur. „Anna!“ kallaði hann. „Anna, komdu hingað inn. Hann er víst að rjúka upp með ofviðri, er það ekki?“ »»Jú, ég held nú það, að hann sé að rjúka upp,“ sagði Anna og stakk höfði inn í gætt- ina. „Heldurðu, að það verði stormur, Anna?“ „Stormur? Það hvín og vælir í reykháfn- um, og þegar svo er, þá er alltaf austan- stormur í vændum." „En góða Anna, það var víst ógætilegt af mér að láta drenginn leggja af stað í þessa ferð; ég hefði átt að senda einhvern annan.“ ,,Ég var að hugsa um að segja yður það, ívarsen, en svo þorði ég það ekki.“ „Þorðir — þorðir — hvern fjandann varstu hrædd við? Það var skylda þín, blátt áfram skylda þín að aðvara mig, fyrst þú vissir, að hann myndi hvessa.“ „Ekki vissi ég, að hann m.yndi hvessa,“ svaraði Anna. Það var farið að síga í hana. Alltaf jrurfti hann nú að skamma hana. „Varstu ekki rétt áðan að segja, að þyt- urinn í reykháfnum boðaði alltaf austanátt og storm?“ „Jú, jú, en það var fyrst rétt áðan, sem það byrjaði; fyrr í dag var allt dauðakyrrt eins og í gröfinni." „Ofurlítill goluþytur getur nú ekki verið neitt viðsjárverður. Báturinn er traustur, og mennirnir áreiðanlegir." , Jæja, þá hefir herra ívarsen heldur enga ástæðu til að vera að skamma mig.“ — Stormurinn jókst í sífellu, og Ivarsen varð æ órólegri. Hann hafði nú megnasta samvizkubit út af því, að hann skyldi hafa látið Roosevelt fara, og honum virtist hann sjá drenginn liggja í brimgarðinum úti á milli skerjanna. Hann vatt og sneri upp á gigtbogna fingurna og ráfaði eirðarlaus fram og aftur um. stofuna. Hann hrökk við í hræðslu í hvert sinn, er rokurnar skullu á húsinu, og varð hugsað til drengsins síns: Hvað ætli nú yrði af honum, ef Roosevelt færist? Peningarnir? Svei þeim öllum, ef að- eins drengurinn kæmi aftur. En rétt á eftir iðraðist hann þess að hafa sagt þetta; því að ef til vill gæti það komið honum í koll. Þetta var í fyrsta sinn, sem upp skaut í sál hans eins konar ótta við eitthvert yfirnátt- úrlegt afl eða mátt, sem umsvifalaust gæti á einhvern komið yfir hann og tekið bæði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.