Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 46
40 VITASTÍGURINN N. Kt. „Já — já — já, o sei — sei — nei; jú — já, margt markvert, já.“ „,Við urðum að sofa í hlöðunni á nótt- unni, því að það var svo heitt,“ sagði Abla. Breitt bros færðist yfir allt andlitið á Tín- usi. Eins og allir aðrir átti hann ofurlítið skatthol með gömlum vel geymdum endur- minningum. Og þaðan gægðust nú upp löngu gleymdir atburðir. Það voru helzt einkennilegar, hálfmáðar þokumyndir: fall- egar stúlkur, dans í hlöðunni, harmóníku- músík og langar heitar nætur. ----Hann klóraði sér í skeggrótinni und- ir hökunni og hló hátt: „Very well, nú man ég það allt saman, já — sei — sei — já!“ „Það er ekki hlæjandi að því,“ sagði Abla alvarleg. „Jú, sei — sei — jú, en hvað það var gam- an!“ „Fyrir þig kannske," sagði Abla og leit niður. Löng þögn. „Hann er víst bráðum fimmtugur, dreng- urinn okkar —?“ Abla leit nú ekki yfir gleraugun, heldur prjónaði af öllum mætti. Tínus stakk píp- unni í vetsisvasann, spennti greipar og horfði heimspekingslega út í bláinn. Þetta kom svo skammarlega óvænt á hann, að hann vissi hvorki upp né niður. Hann sat hugsi stundarkorn: Fyrir fimmtíu árum? — Hver gat nú verið að fást um þess háttar forngripi? En annars — hann tók pípuna upp aftur og virti hana fyrir sér frá öllum hliðum — var það nú alveg víst, að þetta hefði verið hans drengur — — auðvitað gæti hann ekki bölvað sér upp á það né fært neinar sannanir eða gagnrök; en því var ckki að neita, að hann hafði enn sterkan grun á sútaranum, sei — sei — já! Það var annars alveg saina, því að sútarinn gamli var allright náungi og sá um krakkann. — Never mind! Þegar Tínus hafði lokið þess- um hugleiðingum, fannst honum, að hann yrði eitthvað að segja, og svo hraut honuni' af munni: „Allt er bezt, sem búið er, Abla, sei — sei- - jál" Eiginlega meinti hann ekkert með þessu,. en orðin féllu nú svona. „Æ, það hefði víst verið betra, að það væri ógert," sagði Abla og andvarpaði. „Já, sei — sei — já,“ sagði Tínus. Hann reyndi líka að andvarpa, en það varð aðeins. ropi hjá honum. „Nú, þegar þú nálgast óðum æviendæ. þinn, ætti alvaran að fara að segja til sín,. Tínus!“ „Já sei — sei — já. En það dugir nú samt: ekkert, sei — sei — nei!“ „Ég ligg andvaka nótt eftir nótt og er að- hugsa um drenginn okkar.“ Hún varð að taka af sér gleraugun og þurrka þau; tárin. stóðu í augum hennar. Tínusi var ekki vært á eldiviðarkassanum. Hann langaði helzt til' að læðast út í skúr og fara að höggva í eld- inn; en það var ef til vill allt of ómannlegt,. já sei — sei — já! Hann sat því kyrr og gláptL upp í loftið, eins og hann vænti sér hjálpar þaðan. — — — En hvað það hafði verið- langtum. skemmtilegra hjá þeim Kröger lækni, áður en kvenfólk kom í húsið. O, sei, sei — já! Hefði hann getað grunað allt þetta, mundi hann hafa ráðið sig aftur á Ameríkuskipið eða orðið matreiðslumaður á sjómannaheimilinu, því að þar bjuggu þó- eintómir karlmenn, to be sure. En það væri líklega bezt að taka þessu öllu glaðlega og með góðu skapi. Hann hallaði sér því fram á eldhúsbekkinn og sagði: „Heyrðu, Abla.“ „Nú, hvað þá?“ „Eigum við ekki að strika alveg yfir drenginn þann ama?“ „Það getur þú kannske gert, Tínus; en- því er nú öðru vísi varið með okkur konur.“ ,,Já, sei — sei — já; en nú er svo eilífðar- langt síðan þetta skeði.“ „Guð hefir víst ekki gleymt því enn þá.“ '

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.