Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 52
46
VITASTÍGURINN
N. Kv.
fyrr orðið hugsað til þess, en nú flaug hon-
um skyndilega í hug, að ef til vill væri
Benedikta líka ástfangin í Jens? Hann tók
hana um hálsinn og spurði:
„Benedikta, þú ert þó vænti ég ekki líka
skotin í Jens herramanni?"
Hún sleit sig lausa og starði á hann ein-
kennilega angurmóðum og hvikulum aug-
um. Hann varð hryggur í huga og sá þegar
eftir, að hann skyldi hafa spurt hana. Svo
rétti liún úr sér, kerti hnakkann og sagði:
„Ég held nú ekki! Það er síður en svo!
Ég kæri mig ekki minnstu vitundar ögn um
Jens herramann!" í þessu vetfangi sauð hið
gamla ættarblóð uppi í henni. „Ich bin
stolz“ hafði hún einu sinni skrifað í þýzku-
kennslustund í skólanum, og hafði þá orðið
hugsað til nafns síns. —
En í dag varð „Vitastígurinn“ Benediktu
bæði langur og erfiður. Hún varð að nema
staðar öðru hvoru til að ná andanum.
Henni varð hugsað til leikstofunnar þeirra
barnanna og allra þeirra skemmtistunda,
sem þau þar höfðu átt sameiginlegar. —
Alltaf vildi Auróra vera brúðurin, — já,
núna hafði hún líka fengið vilja sínum
framgengt!--------„En hvers vegna vildi
Jens þá endilega fylgja mér heim þetta
kvöld, og svo mörgum, mörgum sinnum
áður? Meinti liann þá ekkert með því, þeg-
ar hann sagði, að sér þætti svo vænt um.
mig? Eða var sökin mín, sem lét það ekki
greinilega í Ijós, að mér þætti vænt um
hann? Æ nei, ég er ekki þannig gerð, ég
gæti ekki sagt það, jafnvel þótt ég meinti
það.----Ég hefði ef til vill átt að vera vin-
gjarnlegri við hann þá um kvöldið, og þá
hefði hann ef til vill komið inn með mér?
Æ nei, fyrst hann gat ekki gert það með
Ijúfu geði, þá var það alveg sama um það!“
Hún settist á brúna og hallaði sér upp að
liandriðinu og faldi andlit sitt í höndum sér.
Hún hefði aldrei getað ímyndað sér, að
Jens gæti verið svona tvöfaldur og svikull
------. Hún skókst öll af grátekka, svo að
handriðið liristist líka. En allt í einu stóð
Adam á klöppinni hjá henni. Hann lyfti'
henni upp í fang sér.
„Hvað gengur að þér, barnið mitt? Ertu-
lasin?“
Hún svaraði engu, vafði aðeins hand-
leggjunum um hálsinn á honum og sagði:
„Æ, pabbi, elsku pabbi minn!“ Adam bar
hana inn og lagði hana á rúmið; en í hend-
inni hélt hún með krampataki á bréfinu frá-
Auróru.
Þau Fía og Adam stóðu þögul, er þam
höfðu lesið bréfið. Það var svo óskiljanlegt,
að Auróra, sem þau höfðu tekið inn á heim-
ili sitt eins og barn sitt, skyldi einmitt verða
til þess að valda barninu þeirra þvílíkri,
sorg.
„ „Vitastígurinn“ hefir víst orðið Bene-
diktu erfiður í dag,“ sagði Fía.
„Ojá, en svo verður hann henni líka þeinv
mun léttari síðar meir,“ sagði Adam.------
Fía hafði um margt að hugsa næstu daga.
Fyrst var það nú trúlofun Auróru, sem hún
var lengi að sætta sig við, og svo var það-
sorg Benediktu.
„Vesalings litla stúlkan mín, hún er ekki
heilsusterk, síðan hún lá í lungnabólgunni
í bernsku."
Það var einnig umhugsunin um Öbln
gömlu, sem gerði Fíu órólega og áhyggju-
fulla. Henni hafði jafnvel komið til hugar
að bregða sér út að Bjarkasetri og tala við
herragarðseigandann sjálfan. Hjá honum-
gæti hún ef til vill komizt á snoðir um ein-
hvern hinna gömlu þjóna, sem verið hefðu
á Bjarkasetri samtímis Öblu. Og ef til vilf
hefði einhver þeirra einhverja vitneskju
um, hvað af drengnum hefði orðið. En húrr
vildi ekki sýna sig á Bjarkasetri svo skömmu
eftir trúlofun Auróru. Og auk þess var ann-
ars heimskulegt að vera að grafa upp aftur'
gamlar sögur, sem grafnar ættu að vera og
gleymdar fyrir langa löngu.
I fyrrinótt hafði hún legið andvaka fraru
til kl. 4 um morguninn og verið að brjóta-