Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 9
N. Kv. DYVEKE 103 hann. „Hann hældi þér á hvert reipi fyrir ílugnað og gáfur.“ .,Mér þykir þú vera kunnugur höfðingj- unum, Diðrik litli,“ mælti Sigbrit. ,,Eg sagði líka, að eg væri á uppleið,“ svaraði hann; „hver veit, nema eg verði ein- hvern tíma hjálparhella Hermanns móður- bróður míns.“ „Honum er ekki við hjálpandi,“ sagði Sigbrit og barði í borðið, svo að buldi í. „Með aðstoð föður okkar komst hann svo langt að verða borgarstjóri í Amsterdam, — annað eins roðhænsni. Innan missiris var embætti og mannorð komið út í veður og vtnd og efni mannsins míns líka. Hann var svona viðlíka kóni og Hermann. Svo varð eg að hrökklast frá Amsterdam með barnið. Ef hann kemur hingað, fer hann til fjandans með Fálkann innan árs.“ „Heyrðu, Sigbrit frænka. Heimann segir, að Dionysius og hann hafi kröfu á hendur þw, ritaða og viðurkennda." „Hvað veizt þú um það?“ spurði Sigbrit. „Eg veit ekki annað en það, sem Her- uiann ses;ir.“ O „Þá er þér betra að halda á þér túlan- um; annars fengir þú að kenna á stafnum mínum,“ mælti Sigbrit. „Eg skal þegja, frænka; mundu svo líka, að eg er ekki annað en boðberi." Sigbrit sat í þungum hugsunum, sló hnú- unum hægt í borðið og leit ekki við systur- syni sínum. Hann hefði skotizt út, ef liann hefði þorað. Hún vissi, að hún yrði að fara úr Lier, ef bræður hennar kæmu þangað, og hún efað- lst ekki um, að innan viku yrðu þeir komn- lr- Ef hún hefði fengið að vera þarna í friði, þá hefði hún eignazt Fálkann, og Dyveke fengið allar eignir Vilhjálms gamla að erfð- um, en kæmu þeir Hermann og Dionysius, þá var úti um allt slíkt. Hún gat ekki greitt kröfuna, sem þeir höfðu í höndunum, og það var engin hætta á, að Hermann hlífði henni, heldur mundi hann setjast að í Fálk- anum og hegða sér þannig, að virðing henn- ar og atvinna yrðu að engu. Hún átti ekki annars úrkc-st en að hypja sig þaðan og svo langt burtu, að þeir næðu ekki til hennar. — Augnaráð liennar var svo biturt, og reið- in sauð svo í henni, að Diðrik bjóst við að höfuð hennar spryngi þá og þegar. En svo varð hún allt í einu stillt og róleg, eins og hún varð ævinlega, þegar engu varð um þokað. Hún varpaði öndinni og leit furðan- lega vingjarnlega á Diðrik. „Eg þakka þér fyrir komuna. Þú ert ekki annað en boðberi, eins og þú orðar það; og þó að eg eigi drjúga skildinga hjá þér, þá líður ef til vill að því, að þú greiðir þá. Að rninnsta kosti ertu ekki annað eins fífl og Hermann eða annars eins kjáni cg Diony- sius, sem gerir allt að vilja Hermanns." „Fallega sagt, frænka,“ svaraði Diðrik. „Þá má eg gera mér von um, að þú færir ekki mér til gjalda ölið, sem eg hef drukkið; skotsilfur á eg lítið og á langt á leiðarenda." „Ölið máttu eisfa,“ mælti Sisrbrit. 77 o 7 o „Ekki vænti eg þú vildir stinga að mér fáeinum dölum fyrir frændsemi sakir?“ ,,Nei,“ svaraði Sigbrit; „eg hef greitt þér og öðru vandafólki tífalt það, sem mér bar. Nú fer eg sjálf í ferðalag og þarf á öllu mínu að halda.“ „Hvert ætlarðu, frænka?" spurði hann. „Það veit eg ekki,“ svaraði Sigbrit, „en eg fer þangað sem hvorki Hermann né Dionysius verða mér til trafala." Diðrik Slaghök horfði á hana aðdáunar- augum. „Frænka, þú ert kerling í krapinu. En ef þú vilt fara að mínum ráðum, þá farðu norður í lönd til skrælingjanna, sem ábóta- flónið var að tala um. Eg hef einu sinni komið þangað, og eg fer þangað aftur, því að þar er staður fyrir fólk, sem hefur vit í kollinum, og eg þori að leggja hausinn á mér í veð fyrir því, að þar nærðu þér aftur á strik. En þá ferðu líka með Dyveke, því að eftir nokkur ár verður hún svo fríð, að hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.