Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 30
134 NÓRA í NAUSTI N. Kv. áliðið dags, að Jóhann gæti ekki lokið er- indum sínum áður en dimmdi að mun, 02; svo gat hann róið heim í hægðum sínum og lent um miðnættið eða svo. — Eg gekk heim og staldraði snöggvast við á hlaðinu; þegar eg leit í kringum mig, fannst mér að vísu láð og lögur brosa við mér, en þó gat eg ekki að því gert, að einveran legðist illa í mig. Samt harkaði eg af mér, lauk kvöld- verkunum og lagðist fyrir í fötunum, til þess að vera viðbúin komu feðganna um nóttina. Eg sofnaði tímanlega og vaknaði rétt úr miðnættinu við það, að stormur buidi á þekjunni og regnið skall á glugga- rúðurnar. Hrollkaldur ótti greip mig, þegar eg lieyrði, að farið var að rigna og hvessa, og bað guð að skila mér vinum mínum Iieim heilum á húfi, áður en veðrið versn- aði enn meir. Eg var þó ekki beinlínis hrædd, því að eg vissi, að Jóhann var góð- ur sjómaður og nákunnugur ströndinni og sjólaginu. — Þarna lá eg alein í baðstofunni og beið. Heimafólk var ekki fleira en við þrjú á þessu litla og snotra býli við sjóinn, og allt til þessa hafði hamingjan brosað við okkur, svo að ekkert hafði skyggt á gleð- ina og ánægjuna. Aldrei fyrr hafði eg verið ein heima að næturlagi, nema fyrsta bú- skaparárið okkar Jóhanns; eftir það hafði eg alltaf haft Hróbjart litla hjá mér, þangað til nú. Það setti því að mér einmanakennd og ótta, eftir því sem stundirnar liðu og veðrið harðnaði. Loksins þoldi eg ekki leng- ur við, heldur stökk á fætur, fór í yfirhöfn, kveikti á skriðbyttu og skundaði ofan á sjávarbakkann. Eg rýndi út í hálfdimmuna, sem grúfði yfir firðinum, í þeirri von að koma auga á þá, sem eg unni mest. Freyð- andi öldur skullu á skerjum og nesjum; napur stormurinn næddi um mig, svo að að mér setti ónotahroll. Veðrið var enn að ganga upp, og snarpir vindsveipir ýrðu sjáv- arlöðrinu alla leið upp á bakkann til mín; þeir urðu tíðari með hverri stundinni, sem leð. — Loksins kom eg auga á þá. Báturinn valt á ýmsar hliðar í öldurótinu kippkorn úti fýrir voginum. Þeir höfðu segl uppi, og Jóhann sat við stýrið, en elsku drengurinn stóð í stafninum, hélt sér í stokkinn og mændi til lands; það var rétt farið að birta, svo að eg greindi vel, að gulbjart hárið á honum flaksaðist fyrir storminum. Eg hopp- aði upp af gleði og þaut fram á nesið um leið og þeir ætluðu að beygja inn á vog- inn,-----en þá gerðist það. Snarpur storm- sveipur þaut yfir og há alda skall aftan á bátinn; eg sá að skuturinn lyftist hátt upp og að tveim litlurn höndum í barka bátsins var fórnað til himins; svo seig báturinn nið- ur í löðrið, og þegar næsta alda reið yfir, hvarf allt á kaf. Það var engu líkara en að blóðið storknaði í æðum mínum; eg var lostin slíkri skelfingu, að eg gat ekki hrópað til Drottins um hjálp, enda hefði það ekki stoðað úr því sem komið var, heldur hljóp eg örvita ofan að flæðarmálinu og starði út í brimskaflinn eins og eg byggist við að einhverju skolaði þar á land. Eg hrópaði í örvæntingu minni nöfn þeirra feðga út í hvínandi hrakviðrið, en fékk ekkert svar nema ýl stormsins og gný brimsins, — ást- vinirnir voru mér horfnir að fullu og öllu. Eg man ekkert, hvernig eða hvenær eg komst aftur heim í bæinn, holdvot af særoki og úrvinda af harmi.“ — Meðan gamla konan sagði frá, hafði hún horft út á fjörðinn, en þegar hér var komið, þagnaði hún og lét höfuðið drúpa niður í bringuna, en um herðar hennar sást fara léttur titringur. Eg spurði einskis meira; þess var engin þörf, og eg stóð hægt á fætur, strauk hendinni mjúklega um hrukkóttan vanga hennar og gekk þegjandi hægum skrefum frá henni. Eg þóttist vita, að henni kæmi bezt þá að vera einsömul með harm sinn um stund. -------Nú er Nóra í Nausti dáin og grafin fyrir nokkrum árum, og mér er því heimilt að skrásetja sögu hennar. Þegar eg er stadd- ur við sjó á síðsumarskvöldi og húmið grúf-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.