Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 35
N. Kv. BENEDIKTSBRÆÐURNIR Á ETNU 129 Hann kom sér því í mjúkinn hjá einum kardínálanum í Rómaborg, og fékk hjá honum meðmælabréf til ábótans. Kardínál- mn ritaði ábótanum og mæltist innilega til þess að greifanum yrði sýnd gestrisni með- an honum þóknaðist að dvelja í klaustrinu, því að hann „væri guðhræddur pílagrímur °g mesti trúmaður". Með þetta bréf í vasan- um lagði Weðer af stað til Sikileyjar. Weðer var ekki óðara kominn í land á Sikiley, en hann útvegaði sér fylgdarmann UPP að klaustrinu. Fylgdarmaðurinn kom uteð tvö múldýr, sitt handa hvorum þeirra, °g innti eftir hvert fara ætti. ,,Að Nikulás- ^laustriinu á Etnu“, mælti greifinn. Það var eins og það væri eitthvert hik á fylgdar- uianninum, en Weðer rak eftir honum og íevað hann ekki hafa verra af að hraða sér, því að hann sagðist ekki horfa í að bcrga honum vel fylgdina. „Þá er bezt að halda af stað,“ mælti fylgdarmaður. „Já, en dótið utitt verðurðu að taka með þér.“ „Ætlið þér að hafa nokkuð með yður?“ „Já, það skil eg ekki við mig.“ „Eg bið afsökunar, eg liugs- aði að þér munduð skilja það eftir hérna, það væri vissara." „Það dettur mér ékki í hug,“ mælti greifinn. „Svo þér ætlið upp að gamla klaustrinu?“ sagði fylgdarmaðurinn enn. „Er eg ekki búinn að segja þér það?“ »Þér eigið þá líklega kunningja þar?“ „Ó- uei, en eg hefi bréf til ábótans." „Til fyrir- Kðans, viljið þér segja.“ „Til ábótans segi eg, en flýttu þér nú. Er eg ekki búinn að l°fa þér ríflegri borgun fyrir fylgdina?" >,Yður væri þá líklega sama, þótt þér lykjuð mér fyrirfram?" „Því þá það.“ „Af því að það er svo framorðið, að við náum ekki þangað fyrr en einhvern tíma í kvöld, og eg þarf að flýta mér heim aftur." „Eg vona þó að við náum í kveldverðinn í klaustrinu?" »Já, í Nikulásarklaustrinu.“ „Ó, því er úhætt, mér er nær að halda, að þar sé borð- að meira um nætur en daga.“ Við þetta svar hló greifinn og borgaði honum undir eins ríkulega fyrirfram, og með það héldu þeir af stað. Þess verður að geta 'hér, að nokkru eftir að munkarnir flúðu klaustrið, tóku stiga- menn sér bústað í því. Fyrirliði þeirra hét Gaetano, og stóð öllum eyjabúum stuggur af honum og liði hans. Þetta vissi Weðer ekki, en fylgdarmanni hans var það full- kunnugt, og því undraði hann mjög, að greifinn skyldi hafa heitið ferðinni upp í gamla klaustrið. Honum lá við að halda að Weðer væri einn af kumpánum stigamanns- ins og hugði því, að bezt væri að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað fylgdarkaupið snerti. Á leiðinni mættu þeir við og við bændum, og gjörði fylgdarmaður sér allt til erindis til þess að tala við þá, sagði þeim hvert ferð- inni væri heitið, og litu þeir þá allir horn- auga til Weðers, en hann tók ekki eftir því og grunaði ekkert. Það var farið að líða á kveldið, þegar þeir fóru fram hjá Nikulosi, síðasta þarpinu á leiðinni, og var engin byggð ofar í fjallinu. „Væri eg í yðar spor- um,“ mælti fylgdarmaðurinn, „þá mundi eg taka kvöldverð og gisting í þorpinu því arna, og færi heklur á morgun upp að gamla klaustrinu, svona blátt áfram einn og eins og aðvífandi." „Eg trúi þú segðir áðan, að mig myndi hvorki skorta kveldverð né sæng í klaustrinu." „Satt er það, ef þeir vilja kannast við yður.“ „Sagði eg þér ekki, að eg hefði meðmælabréf?“ „Jú, svo að þér eruð staðráðinn í að halda áfram?“ „Það er sjálf- sagt.“ „Bölvaður þrákálfur er þessi Þjóð- verji,“ sagði fylgdarmaðurinn í hálfum Iiljóðum. Litlu síðar voru þeir komnir að klaustrinu. Það var, eins og áður er á vikið, gömul bygging og farin mjög að hrörna, þök og turnar víða fallnir, þó fór mikið fyr- ir því, og í kringum það allt var ennþá rammbyggileg girðing úr höggnum steini, en á girðingunni voru skotaugu eins og títt er á víggörðum, cg líktist því allur umbún- aður meir kastala en klaustri. Það stóð og á 11

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.