Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 27
N. Kv. DYVEKE 121 í skóginum þar í grennd, en reið sjálfur rneð sextíu manna að víginu; með honum voru þar þeir Eiríkur Walkendorf og Andrés Mús. Riðu þeir á harðastökki að hliðinu og hrópuðu til varðmannanna, að þeir skyldu hleypa brúnni niður og opna hliðið fyrir sér og biskupinum, því að Svíar væru á hælum þeima og lífshætta að bíða stundinni lengur. Brúnni var lrleypt niður °g hliðið opnað, og þá var kastalinn á valdi hertogans. Þegar biskupsmenn voru afvopnaðir, gekk hertoginn um kastalann og skoðaði allan viðbúnað, er gerður hafði verið til varnar. Hann stóð lengi uppi á turninum 9g var liugsi. „í herrans nafni," mælti hann við Eirík Walkendorf, sem hjá honum stóð; „herra Karl er nú laus við Hamar, og taki ein'hver biskup við af honum, þá getur hann setið á búgarðinum, ef hann vill; en kastala og víggirta garða mega þeir herrar ekki hafa héðan í frá.“ „Það var að berast sú fregn, að menn yðar hafi tekið Karl biskup höndum,“ mælti kanslarinn. „Góð fregn!“ mælti hertoginn. „Flytja shal hann til Akurslniss .... nei annars, flytjum hann í Bahústurn, þangað til eg næ ^ómi í máli hans.“ „Yðar náð má ekki reiðast mér,“ mælti Walkendorf, „en það er skylda mín að vara yður við. Þér vitið, að ef þér misbjóðið svo háum kirkjuhöfðingja, þá lendið þér nmsvifalaust í banni kirkjunnar." „Nú,“ svaraði hertoginn, „fyrst verður þó að lýsa því yfir.“ „Nei, yðar náð,“ sagði Walkendorf; „slíkt afbrot er tiltekið fyrir fram í lögum, þannig að mikla bannið gengur í gildi af sjálfu sér, þegar afbrotið er framið.“ „En þegar þú verður erkibiskup í Þránd- heimi, getur þú vitanlega leyst konung þinn ur banni?“ mælti hertoginn brosandi. „Nei,“ svaraði Eiríkur Walkendorf al- varlega, „það getur enginn annar en hinn heilagi faðir í Rómaborg, og það gerir hann alls ekki nema syndarinn geri gilda afsökun. Auk þess skal yðar náð minnast þess, að sá, sem er í banni kirkjunnar, er í allsherjar- banni; honum má eigi leyfa aðgang að guðsþjónustu né sakramentum, og sé hann 'þjóðhöfðingi, eru þegnar hans leystir af hollustueiðnum og eiga að líta á hann sem heiðingja og óvin kristninnar." „Sei, sei,“ sagði hertoginn. „Það er naum- ast, að þér takist upp! Þá ræður þú mér til að sleppa Karli biskupi og falla á kné fyrir honum til að öðlast fyrirgefningu hans?“ „Ekki geri eg það,“ sagði Eiríkur Walken- dorf. „Þó að eg væri orðinn erkibiskup f Þrándheimi, þá yrði mér erfitt að gefa yður ráð. En nú er eg ekki nema ráðunautur yðar náðar í veraldlegum efnum og er því frjálsari. Eg ræð yður til að kæra biskupinn um drottinssvik, en biðja ein'hvern annan preláta í ríkinu að hafa hann í gæzlu og ábyrgjast hann, þangað til dómur verður upp kveðinn." „Við getum svo sem reynt yfirdrepskap- inn,“ svaraði hertoginn, „en hann skal sitja í Bahústurni, þangað til einhver hinna prelátanna tekur hann í gæzlu.“ „Yðar náð iðrast þess einhvern tíma,“ sagði Walkendorf. Hinn kjörni konungur svaraði engu, en hann leit þeim augum á kanslarann, að hann skildi vel að hann hefði lotið í lægra haldi. Þeir töluðu ekki meira um þetta, en allt kvöldið var hertoginn þungur á svip og gaf Eiríki Walkendorf augnagotur. Þegar þeir risu frá kvöldborði og ætluðu að ganga til sængur, hnippti hann í kanslarann, lagði hönd á öxl honum og horfði inn í augu hans. „Eiríkur,“ mælti hann, „ef þú nokkru sinni sýnir konungi þínum mótþróa, þá fer illa fyrir þér.“ (Framhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.