Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 33
N. Kv. DRAU GASAGA 127 aði baðþurrkunni í snatri um mig aftur. lokum brutu lögregluþjónarnir aðal- dyrnar upp. Eg heyrði skarkalann, þegar spýtnabrak og glerjabrot dreifðust eins og hráviði um forstofuna, er hin rammelfda hurð lét undan herðum þeirra. Þeir lýstu upp forsalinn og dagstofuna með vasaljós- um sínum, Ijóskeilurnar flöktu um borð- stofuna og upp stigann. Þeir komu auga á mig, þar sem eg stóð í efstu tröppunni og hafði vafið um mig baðþurrkunni einni fata. Stórvaxinn lögreglusnápur þaut þegar uPp stigann. „Hver ert þú?“ spurði hann hörkulega. — „Eg á hér heima,“ sagði eg. »bjandi er að sjá þig! Er þér ekki kalt?“ spurði hann. Satt var það, mér var orðið nokkuð kalt, og hypjaði eg mig til herbergis luíns og potaði mér í buxur. Þegar eg fór þaðan út aftur, rak einn náunginn byssu- hlaup í síðubarðið á mér. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hann hörkulega. „Eg bý hér," svaraði eg enn. Fyrirliði flokksins kom til móður minnar °g mælti: „Hér er engan innbrotsþjóf að fiuna, frú mín góð. Hann hlýtur að vera farinn. Hvernig leit hann út?“ „Þeir voru víst tveir eða þrír saman," sagði mamma, »þeir spígsporuðu um allt og skelltu hurð- Uru-“ „Það er merkilegt," sagði snápurinn, »allir gluggar og dyr er harðlæst innanfrá.'1 Við heyrðum lætin í hinum lögreglu- naönnunum að neðan. Verðir laganna voru aHs staðar á ferli i húsinu. Dyr voru dyrk- aðar upp, dragkistur opnaðar, gluggar Hemtir upp á gátt, húsgögn dregin til og Felld niður með drunum og dynkjum. Svo sem hálft tylft lögreglusnápa komu utan úr myrkrinu í forstofunni og réðust til upp- göngu um aðalstigann. Þeir byrjuðu að rannsaka gólfið, drógu rúmin frá veggjun- um, rifu fötin niður af snögunum í fata- skápunum, þrifu koppa og kirnur ofan af hillum og undan bálkum. »Hér er ekkert að finna,“ sagði flokk- stjórinn aftur. En einmitt í sama bili barst hljóð ofan úr hanabjálkaloftinu. Afi var þar að snúa sér í rúmi sínu með tilheyrandi braki og brestum. Áður en eg gæti stunið upp nokkru orði til skýringar, voru einir fimm eða sex þeirra þegar komnir upp á loftið. Eg vissi, að það kynni að hafa alvar- legar afleiðingar, ef þeir brytust inn til afa míns óboðnir. Hann var kominn á það stig ellióra sinna, að liann hélt, að sunnanmenn væru teknir að láta undan síga fyrir stöðug- um áhlaupum norðanmanna í borgarastríð- inu, sem raunar var þó fyrir löngu um garð gengið. Þegar eg komst upp í þakherbergið, var þar allt á öðrum endanum. Afi hafði auð- sýnilega komizt á þá skoðun, að lögreglu- snáparnir væru liðhlaupar úr her sunnan- manna, sem ætluðu að reyna að fela sig í þakherberginu hans. Hann snaraðist fram úr rúminu í löngu flúnels-náttskyrtunni sinni og ullarbrókinni, með kollhúfu á höfði og í leðurtreyju að ofanverðu. Snáp- arnir munu strax hafa áttað sig á því, að þessi fokreiði hærulangur væri heimamaður þarna og meira að segja heimaríkur í meira lagi, en þeim gafst ekkert tóm til að gefa nokkrar skýringar eða bera fram afsakanir. „Burt með ykkur, huglausu hundar,“ öskr- aði gamli maðurinn, „snáfið aftur til víg- stöðvanna, bölvaðir kálfarnir, svikarar og skræfur!" Að svo mæltu rak hann þeim, sem næstur honum stóð, rokna löðrung, svo að hann kútveltist á loftskörinni. Hinir lögðu þegar á flótta, en voru þó ekki tiógu fljótir að bjarga sér. Afi þreif skammbyssu eins þeirra úr hylkinu, sem dinglaði á bak- hluta hans, og hleypti þegar af. Skothvellur- inn virtist ætla að rjúfa þakið af herbergis- kytrunni, og púðurreyurinn fyllti loftið. Einn snápanna bölvaði og greip um öxl sér á flóttanum. Við komumst þó allir án frek- ari slysa niður stigann og létum hurðina skýla á milli okkar og afa gamla. Hann skaut einum tveim skotum enn í myrkrinu, en mun svo hafa skreiðst í bólið aftur.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.