Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 40
N. Kv. Vladimar Korolenko: Gamli hringjarinn. (Þýtt). [Korolenko (f. 1853, d. 1921) lifði mestan hluta æfi sinnar í útlegð. Felstar af sögum hans gerast þess vegna í Síberíu eða eru miðaðar við staðhætti þar. Er það furða hversu gremju útlegðardómsins gætir lítt í ritum hans, en þau eru gagnþrungin af rómantiskum tilfinningum og samúð með lítil- mögnunum. Stíll hans þykir með afbrigðum hreinn og blæfagur. Á íslenzka tungu hafa meðal annars áður verið þýddar eftir hann: Sögur frá Síberíu, Kbh. 1897 og Bandinginn á Sakhalin, Ak. 1906]. Myrkrið var að detta á. Þetta undarlega hálfrökkur, sem einkenn- ir stjörnubjartar vornætur, hjúpaði sig um litla þorpið, sem stóð á árbakka lengst inni í furuskóginum, en upp af jörðinni reis þokuslæða, sem dýpkaði skuggann frá skóg- inum og fyllti rjóðrið silfurgláu mistri. . . . Allt var kyrrt, þungbúið og dapurlegt. Syfjuleg ró hvíldi yfir þorpinu. Nokkrir hrörlegir kofar stóðu þarna á víð og dreif, en það var tæplega unnt að greina dökkar skuggamyndir þeirra hverja frá annarri. Á stöku stað sást þó glitta í ljós- týru. Og það kom fyrir, að heyrðist marra í hliðgrind eða hundur rauk upp með gelti og þagnaði svo jafn harðan. Utan úr þung- búnum myrkviðinum sást öðru hvoru til Gaetano, hefði eftir hrausta vörn verið tek- inn höndum og hengdur. (Saga þessi er áður prentuð í Ganglera, er kom út á Akureyri 1870. En Gangleri er nú í fárra höndum og því sennilega fáir Kvöldvakna-lesend- ur, sem hafa lesið sögu þessa áður). mannaferða. Ýmist. voru það einmana menn, fótgangandi eða ríðandi, eða það kom fyrir, að skrölti í vagni, sem ók fram hjá. Þetta voru íbúar afskekktu smákofanna úti í skóginum, sem voru að koma til kirkju til að fagna stórhátíð vorsins. Kirkjan stóð á lágri hæð í miðju þorpinu. Fornfálegur klukknaturn gnæfði hár og skuggalegur við bláan kvöldhimininn. Þegar gamli hringjarinn, hann Mikhey- ich, stumraði upp í klukkuturninn, heyrð- ist.marra í stiganum og ljóstýran hans leit út eins og stjarna í geimnum, svífandi í iausu lofti. Það var örðugleikum bundið fyrir öld- unginn að komast upp stigann. Fæturnir, dofnir og stirðir ,hlýddu honum naumast og augun sáu ekki, nema eins og í móðu.... Svona gamall maður hefði eiginlega átt að vera lagstur til hvíldar fyrir löngu en guði hafði nú einu sinni þóknast að treina líf hans. Hann hafði fengið að standa yfir moldum sona sinna og sonarsona; hann hafði fylgt ungum og öldnum til hinztu hvíldar — en sjálfur varð hann að halda áfram að lifa. Það var hart aðgöngu. Mörg- um sinnum hafði hann heilsað stórhátíð vorsins og það var ofvaxið minni hans, að að rifja upp hversu oft hann hafði farið hingað upp í klukknaturninn cg beðið þess að stundin kæmi. Og enn hafði guði þókn- ast að krefja þessarar þjónustu af honum. Öldungurinn gekk út um turndyrnar og hallaði sér fram yfir handriðið. í myrkrinu fyrir neðan, allt umhverfis kirkjuna, sá

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.