Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 51
Hjartaas-bókasafnið hefir stækkað á þessu ári. Það hefir auk- izt um sex nýjar bækur. Sex nýjar skemmtisögur í skemmtilegasta skemmtibókasafninu á þessu ári. — Þær eru: Prinsessan á Mars. Æfintýraljómandi hetjusaga og ásta, sögð með slíku eldfjöri og með þvílíku liugar- flugi, að allur hversdagsami veruleikans þyrlast burt, enda er hún samin af Edgar Rice Burroughs, höfundi Tarzansagnanna,. Leyndarmál hertogans. Ást — meiri ást og enn meiri ást. Ein af þessum gömlu og góðu ensku ástarsögum, eins og „Cymbelína fagra“, ,,Angela“ og gömlu neðanmálssögurnar í „Lögbergi" 02; „Heimskringlu“. o ’ ’ o Sakamálafréttaritarinn. Þessi bráðsnjalla kvikmyndasaga, sem að vissu leyti má segja að Deanna Durbin hafi verið með um að semja. Og þegar svo höf- undurinn er Leslie Charteris, höf. Dýr- lingsæfintýranna, þá geta menn farið nærri um, að skemmtilegri bók mun tæplega fást til skemmtiLestrar. Stjórnarbylting í Suður-Ameríku. Fjórða æfinitýri Dýrlingsins. Meira þarf víst ekki að segja þeim, sem fylgjast með í hin- um spennandi frásögnUm um hann. Drottning óbyggðanna. Þriðja hetjusagan um norska risann og æf- intýramanninn, Jónas Field. Gull og bófa- bardagar, ísauðnir og óbyggðir, og drottn- ing óbyggðanna, hin undurfagra og — — nei, það lesið þið. Svörtu gammarnir. Ný barátta Jónasar Fields við hin ægilegu alheimsglæpafélög. — Svörtu gammarnir kljúfa loftið yfir Evrópu, spúandi dauða og tortímingu, en- ÞETTA ERU HINAR SEX - Nýjar bækur! Pólsk bylting eftir skáldkonuna Mariku Stiernstedt, sem Kristmann Guðmundsson skrifar eftirmála að, og þýdd er af Gunnari Benediktssyni, rithöfundi. Einkabréf einræðisherranna. Bréfin þeirra Mussolinis og Hitlers sín á milli. Bréfin, sem aldrei áttu að koma fyrir sjónir nokkurs dauðlegs manns. Bréfin, þar sem mennirnir Hitler og Mussolini koma persónulega í ljós. Litli Rauður. Litla sagan um drenginn og hestinn og lífið á afskekktum bóndabæ í Norður- ríkjunum. Litla bókin, sem talin er vera það snilldarlegasta og hngnæm- asta, sem snillingurinn John Steinbeck hefir skrifað til þessa dags. Frá liðnu vori, Ljóð eftir Björn Daníelsson, gefin út í aðeins 300 tölusettum eintökum, o? af þeim voru 250 eintök seld fyrirfram. / Erindasafnið. Tvö ný hefti af Erindasafninu eru komin á markaðinn. BÓKAÚTGÁFA PÁLMA H. JÓNSSONAR Akureyri

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.