Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 43
N. Kv. GAMLI HRINGJARINN 137 valdur að. Hann signdi sig af miklum fjálg- leik og snart gólfið með enninu.... Blóðið sauð í æðum Mikheyichs kamla og dökku andlitin á dýrlingsmyndunum hleyptu í brýrnar yfir allri vonzku mannanna, sorg og þjáningum. Allt var jjetta liðið fram hjá og búið að vera. Fyrir honum var nú heimurinn allur ekkert nema þessi klukkuturn, þar sem nátt- vindurinn jraut kveinandi í myrkrinu og hreyfði ti] klukkustrengina. . . . „Dómur þinn sé hjá guði, tautaði öldungurinn og laut gráu höfðinu, meðan höfug tár hrundu niður vanga lrans. „Mikheyich, Mikheyich! Ertu sofnaður þarna uppi?“ hrópaði einhver að neðan. „Já, já,“ svaraði öldungurinn og staulað- ^st á fætur. Guð sé mér náðugur! Hefi eg virkilega sofið? Það hefir aldrei lient mig fyrr! Með skjótum, Jraulvönum handtökum þreif liann í klukknastrenginn. Niðri, sá hann bændurna Jryrpast hver um annan í hóp, eins og flugur í mauraþúfu. Helgi- nterki oí>- fánar með glitrandi saumum blöktu á lol’ti. . . . Þau voru borin í skrúð- göngu hringinn í kring í kirkjunni, og brátt heyrðist fagnaðarraust, sem barst að eyrum hlikheyichs og hljómaði: „Kristur er upp- risinn frá dauðum!" I sál öldungsins bergmálaði Jressi boð- skapur með óvanalegum tilfinningahita. Honunr virtust skyndilega kertaljósin fara að bera meiri ljóma, fólksþyrpingin niðri fara að komast á meiri hreyfingu, fánarnir blakta eins og færðist líf í Jrá. Það var eins og nýr stormur færi um alla hluti og lyfti hljóðöldunum að neðan á vængjum sínum, hækkaði þær og blandaði Jreim saman við hátíðagný klukknanna. Aldrei hafði Mikheyich gamli hringt eins og nú! Það var eins og sál öldungsins rynni sam- an við dauðan málminn og hljómar klukkn- anna fylltust lífi, þeir hlógu og grétu, þeir sungu og andvörpuðu, og runnu að lokum allir inn í einn sterkan samhljóm, sem reis hærra og hærra upp í skínandi, stjörnu- bjarta himnana, en flæddi svo í skjálfandi boðaföllum niður á jörðina aftur. Sterk bassarödd einnar klukkunnar hljómaði og sagði: „Kristur er upprisinn!" Tvær fagnandi tenorraddir kváðu við og svöruðu með sínum málmgjallandi tung- um: „Kristur er upprisinn!" Og tvær grannar sópranraddir tóku undir og voru auðsjáanlega að flýta sér, svo að þær yrðu ekki á eftir, þær fleyguðu sig inn á milli hinna voldugri hljóma og sungu eins og 1 it.il börn með silfurskærum gleðirómi: „Kristur er upprisinn!" Og gamli klukknaturninn virtist allur titra og leika á reiðiskjálfi, og vindurinn, sem blés í andlit gamla hringjarans, virtist einnig taka undir og segja: „Kristur er upp- risinn!" Og Jiað var eins og þunga áranna, þunga sorgar og áhyggju væri skyndilega lyft af lrerðum öldungsins og hann gleymdi sinni liðnu armæðu. Gamli hringjarinn gleymdi því, að fyrir honum væri lífið bundið við þennan þrönga og skuggalega klukknaturn. Og hann gleymdi Jrví, að hann var einstæð- ingur í heiminum eins og fauskur í skógi .... Hann skynjaði aðeins þennan söng og grát klukknanna, sem steig til hirnins og 'hneig aftur niður á sorgbitna jörðina, og honum fannst eins og hann væri á ný um- krinsjdur sonum sínunr og sonarsonum. Hann heyrði gleðihljóminn í röddum þeirra, raddir ungra og aldinna blandast saman í eitt og syngja um hamingju og gleði, sem liann hafði aldrei hlotið að reyna í lífinu.... Hann kippti í klukknastreng- inn meðan tárin streymdu niður kinnar hans, og hjarta hans sló ört og ofboðslega af yndislegri tálsýn hamingjunnar. . . . 12

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.