Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 19
N. Kv. DYVEKE 113 næmdist við rúðuna. Hún hafði erindið yf- ir og hafði ekki lokið því, þegar hún heyrði óp cg hávaða í loftinu fyrir ofan sig, svo að allt ætlaði um koll að keyra. Hún hélt fast um kertin og einblíndi á rúðuna, en allt í einu hljóðaði hún upp yfir sig og féll í ómegin. Sigbrit kom út, bar hana inn og kom henni aftur til meðvitundar; svo gaf hún henni kinnhest og hundskammaði hana langalengi. Daginn eftir komu þær Edle og Vibeke aðvífandi. „Sástu hann?“ spurði Edle. „Já, eg sá hann,“ svaraði Dyveke. „Hvernig var hann í hátt?“ spurði Edle. „Það get eg ekki sagt þér,“ svaraði Dyveke, „en eg sá hann og skal geta þekkt hann innan um þúsund aðra.“ „Eg skal biðja til Maríu meyjar fyrir sál þinni,“ mælti Vibeke. 6. kap. Kanslari hertogans. Sigbrit Willums sat í herbergiskytru sinni °g starði fram fyrir sig; hún var í vondu skapi. „Kanslari Kristjáns hertoga er kominn til bæjarins," sagði Jörgen Hansen, sem var að skjótast inn úr dyrunum. „Það er herra Ei ríkur Walkendorf frá Hróarskeldu; eg sá hann uppi í konungsgarði; hann er mildur og alþýðlegur .maður og hann sagði, að von væri bráðlega á hertoganum sjálfum. Þá verður nú líf í tuskunum hér í bænum." Sigbrit hvorki leit upp né anzaði neinu. „Hvað gengur að yður?“ spurði Jörgen Hansen. „Raðið dýrustu vörunum á búðar- borðið; hver veit nema hertoginn sjálfur komi í búðina til yðar.“ „Mér væri sama, þó að prinsstaulinn ykk- ar héngi á hæsta gálga," svaraði Sigbrit. „Þó að hann kæmi og keypti alla búðarholuna °g greiddi með gljáandi, hollenzkum dúköt- um, þá væri eg jafnt á vegi stödd. Það er úti urn mig, og eg verð að fara héðan.“ Síðan sagði hún honum frá, að bræður hennar, Hermann og Dionysius, væru komnir til bæjarins á skipi frá Amsterdam og hefðu litið inn til hennar þá um morgun- inn. Jörgen Hansen hafði skilizt svo áður, að Hermann Willums hefði einhverjar kröf- ur á hendur systur sinni, en hann vissi líka, að Sigbrit skar ekki utan af ummælum sín- um yfirleitt, svo að hann var vanur að draga liðugan helming frá, ef hún var að skamma einhvern. Hann lét hana því ryðja úr sér, þangað tii hún var tæmd, og mælti svo: „Ef þér vilduð treysta mér, Sigbrit, gæti eg ef til vill hjálpað yður eins og áður. Hvaða keyri hefur Hermann þessi á yður?“ Hún leit á hann tortryggin og hikaði við, en svo kom það í gusu: „Hann hefur það keyri, sem dugir. Hann hefur kröfubréf á hendur mér fyrir hærri upphæð en svo, að eg eignist nokkurn tíma fyrir henni.“ „Jæja,“ sagði Jörgen, „sé skuldin svo há, að hún verði aldrei greidd, þá verða einhver ráð við því.“ ,,Nei,“ svaraði Sigbrit. „Hvert sem eg fer, þá kemur hann á eftir, sezt að hjá mér og arðrænir mig öllu. Hann er spilafífl, fylli- raftur og kvennagosi og bráðónýtur til allra verka. Eg frétti hjá hollenzkum farmanni, að hann sæti í fangelsi í Lier fyrir óknytti, og bjóst því við að vera laus við hann; en svo hafa þeir sleppt honum, hann hefur rak- ið slóð mína, og eg verð að flýja bæinn. Þar sem hann er, get eg ekki verið.“ „Það er afleitt," mælti Jörgen hugsandi. „En hinn bróðirinn; er hann af sama tægi?“ „Nei,“ svaraði Sigbrit, „hann er gunga og grasasni; einu sinni var hann lyfsali og sá um sig, en Hermann kom til og setti allt á hausinn hjá honum eins og öðrum. Síðan eltir hann Hermann, — en það er ekkert illt í honum nema bölvuð heimskan." „Heimskan kemur stundum ver við en vonzkan,“ mælti Jörgen Hansen. 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.