Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 26
120 DYVEKE N. K.v. Hann Mó áfram, en Eiríki Walkendorf stökk ekki bros. „I3að er ekkert í hættunni um sál mína eða prestaheit, og þess vegna get eg setzt að stóli í Þrándheimi. En satt að segja hef eg aldrei séð eins fagra konu, og ef yðar náð sér hana einhvern tíma, skuluð þér sanna til.“ „Hættu þessu þvaðri,“ svaraði hertoginn; „nú er urn styrjöld að ræða!“ Kristján og menn hans fóru hart yfir til Heiðmerkur. Fyrstu fregnir þaðan voru þær, að Marteinn Tófason hefði orðið að gjalda bráðræðis síns og verið veginn af bændum. Sören Skánungur bar fregn þessa; hann kom skríðandi út úr kjarri nokkru illa til reika, þegar flokkurinn fór um, en allir menn hans höfðu verið vegnir og bær hans brenndur til ösku; sjálfur hafði hann kom- izt undan með sár á handlegg. Lýsti hann grimmd og bræði bænda með svæsnum orð- um og þrábað hertogann að hætta sér ekki inn í héraðið við svo iáa menn. En hertoginn tók ekki í mál að snúa við. Hann lofaði fógetanum fullum bótum og hefndum og gaf skipun um að halda áfram. Og ekki leið á löngu, að þeir yrðu óvina varir. Bændur höfðu búizt til varnar svo sem þeirra var vani. Svo fáar voru leiðirnar, að þeir gátu hæglega getið sér til, hvaðan her- togann mundi bera að. Þvergirtu þeir veg- ina með brotum, þannig að þeir söguðu trén í sundur að mestu og lágu í leyni á bak við, viðbúnir að fella trén yfir götuna bæði framan og aftan við hvern flokk, sem inni í gildru þessari lenti; var þá engin hætta á að neinn slyppi. En hertóginn var vanur slíkurn herbrögðum frá viðureign sinni við Svía og gerði sínar ráðstafanir í móti. Hann fór með menn sína ofar í fjallshlíðinni, fram hjá brotunum og að ’baki bændum; var þá barizt á opnu svæði. Funduf þeirra varð austan megin Mjörs- vatns og varð hinn harðasti. Gátu bændur eigi staðizt þaulæfða liðsmenn hertogans og létu margt manna; allir foringjar þeirra voru teknir höndurn og þar á meðal Her- leifur Hyddefað’. Setti hertoginn þegar her- búðir á vígvellinum og yfirheyrði fangana. Sumir þeirra játuðu þegar, en aðrir við pyndingar, að biskupinn á Hamri hefði róið undir og espað þá til óeirða þessara. „Þá held eg, að við þurfum eigi framar vitnanna við,“ mælti hertoginn. „Ef gamli Jón væri hér staddur, yrði hann að kannast við, að biskupinn sé drottinnssvikari.“ Hann kvað upp skyndidóm yfir upp- reisnarmönnunum; voru þeir allir háls- höggnir og höfuðin sett á steglur, þar sem þau stóðu í þrjátíu ár til ógnarogaðvörunar bændunum. Síðan sendi hann Eirík Walk- endorf til Elamars-kastala með þau boð til biskupsins, að hann kærni þegar til við- tals við hertogann í herbúðum hans við Mjörsvatn, því að hann þyrfti að semja við liann um ýmisleg vandamál. Karl biskup kvaðst mundu koma, og her- toginn beið hans í eina tvo daga, en ekki kom hann. Njósnarmenn báru þær fregnir, að biskup væri riðinn frá Hamri, og þá sendi hertoginn Jörgen Vesteny með hundrað sveina til að sitja fyrir honum og taka hann á leiðinni til Svíþjóðar, því að þangað þóttust allir vita, að ferð hans væri heitið. Þá taldi hértoginn lið sitt; reyndist það vera fimm hundruð manna, en af því voru aðeins sextíu riddarar. „Með svo litlum liðskosti tekst yðar náð aldrei að taka Hamar," mælti Walkendorf, „því að vígið er mjög torsótt. Eg kom þar einu sinni og furðaði mig á turninum og útveggjunum. Fallbyssur höfum við engar, vígið sn)V að vatninu og verður ekki tekið með skyndiárás.“ „Bíðum nú við, Eiríkur," sagði hertog- inn. „Ef þú ert hræddur, þá getur þú farið heim í Akurshús.“ Síðan hélt þessi fámenni her sem leið lá til Harnars. Faldi hertoginn fótgönguliðið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.