Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 29
N. Kv. NÓRA í NAUSTI 123 Eg brosti og rétti henni höndina. „Sælar, Nóra; það gleður mig einnig að Eynnast yður. Má eg setjast hérna hjá yður?“ „Gerið jrér svo vel, ef þér látið svo lítið.“ „Mín er ánægjan,“ sagði eg og settist. — Hún horfði út í kvöldhúmið og brosti. „Það er langt síðan ungur maður hefur viljað setjast hjá mér,“ mælti hún og hló stuttan og rykkjóttan hlátur, „en einu sinni Vár þó sú tíðin, ungi maður. — Viltu heyra sögur?“ spurði hún síðan skyndilega. „Ó, fyrirgefið þér, eg þúaði yður, — eg er nú vönust því að þúa aðra og vera þúuð. Hefð- uð þér nokkuð á móti því, að við þúuð- umst?“ spurði hún og kinkaði kolli til mín. „Nei, síður en svo,“ svaraði eg, „það er einmitt það, sem eg vildi helzt, og eg þakka þér fyrir það, Nóra, ef þú vildir sýna mér það traust að segja mér sögur, — helzt úr ævi þinni.“ Eg gat varla dulið eftirvæntingu mína. Ætlaði þessi gamla kona, sem enginn vissi deili á, að segja mér einhverja atburði úr asvisögn sinni? Enn hafði hún ekki beinlínis játað því, en eg gerði mér von um það af öllu hjarta, er mér óhætt að segja. Hún sneri sér að mér. Fölum bjarma frá gullnum sEýjum við hafbrún hló á skorpið andlit Nóru, en dökk augun glóðu í rökkrinu. í þeim fólst lifandi og heitur eldur fjörs og vilja. „Þetta er einmitt saga úr lífi mínu,“ mælti hún, „saga eða frásögn af atburði, sem gerðist fyrir mörgum árum langt frá þessum stað. Þá var eg ung og óskorpin, létt og kvik á fæti eins og skógarhind. Lífið var roðið sólskini og fögrum vonum. Eg átti heima á snotrum bæ á Vestfjörðum. Hann stóð niður við sjó. Grænt og gróðursælt túnið hallaðist niður að bröttum sjávar- Þakka, en út frá honum sköguðu tvö nes, svo að í milli þeirra var lygn vogur, þar sem skipalægi var ágætt. Haföldurnar brotnuðu við sjávarbakkann og nesin ár og síð, en inni á voginum var alltaf lygnt, því að þang- að náðu öldurnar aldrei. — Eg hafði verið gift í tíu ár, þegar sá atburður gerðist, sem eg ætla að segja þér frá; hann olli því, að eg varð svo ómannblendin og dul, að eg hef engum sagt neitt af högum mínum til þessa. Eg veit ekki, hvers vegna eg er svona opinská þessa kvöldstund. Ef til vill er það kyrrðin cg kvöldrökkrið, sem gerir mér léttara um mál, þegar hlutirnir kringum mig missa lögun og lit; þá finnst mér eg mega hugsa upphátt, þó að þú, ókunnur að- komumaður, heyrir til mín. En detti þér einhvern tíma í liug að færa þessa frásögu mína í letur, verður þú að lofa mér því að gera það ekki fyrr en eg er komin undir græna torfu.“ „Eg lofa þér því, Nóra,“ svaraði eg fullur eftirvæntingar. „Jæja, það er gott. — Það var einn dag síðla sumars um nónbil, að Jóhanni mínum datt í hug að bregða sér inn í kaupstað ein- hverra erixrda. Veðrið var þá svona rétt eins og það hefur verið í dag, stillt og nrein- laust, og leiðin inn eftir var ekki nema svo senr tveggja tíma róður. Við áttum einn son níu ára gamlan. Hann hét Hróbjartur,------- yndislegur drengur með ljóst, hrokkið hár og djúpblá augu. Þegar hann heyrði, að pabbi hans ætlaði að skreppa í kaupstaðinn, bað hann okkur foreldrana með barnaleg- um ákafa að lofa sér að fara líka. Hann var nú eina barnið okkar, og þó að mér annars væri vanalega hálfnauðugt að sleppa hon- um á sjóinn, þá leyfði eg honum það orða- laust í þetta sinn, og faðir hans hreyfði engum mótmælum. Veðrið var svo stillt og gott, að varla bærðist hár á höfði, og okkur datt ekki í hug, að nokkur hætta gæti steðj- að að. Svo ýttu þeir úr vör, feðgarnir, og báturinn skreið fram úr voginum og inn með landi. Eg gekk út á innra nesoddann og horfði á eftir þeim stundarkorn. Mér datt sízt í hug þá, að eg hefði kysst þá síðustu kossana í vörinni; eg bjóst við þeim heim um nóttina, því að enn var ekki orðið svo 10*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.