Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 41
N. Kv. GAMLI HRINGJARINN 135 hann inóta fyrir grafreitnum, þar sem gaml- lr krossar breiddu armana eins og verndar- vasngi yfir illa hlaðin leiði. Á stangli sáust nokkrar naktar og kræklóttar birkihríslur. bær voru að byrja að bruma. Og kryddsæt- ur ilmur nýja brumsins, barst að vitum Mikheyichs gamla neðan úr garðinum og ílutti með sér angurblíða ró, sem minnti á hvíldina eilífu. Hvar mundi hann vera staddur næsta ár utn þetta leyti? Mundi hann enn á ný staul- ast hingað upp í þennan klukkutum, til að rjúfa svefnþunga móðu myrkursins um- hverfis með dynjandi gný klukknanna, eða mundi hann þá vera lagstur til hvíldar und- lr einhvern trékrossinn úti í kirkjugarðin- um? Það vissi guð einn!.... Hahn var sjálf- Ur reiðubúinn. Og í þetta skipti auðsýndi guð honum þá gleði, að rnega heilsa sigur- hátíð vcrsins enn á ný. .,Dýrð sé guði.“ Meðan hann liafði yfir hin venjulegu bænarorð og signdi sig, mændu augu hans til himins, og virtu fyrir sér hvelfinguna, alstráða ótölulegum grúa tindrandi stjarna. ..Mikheyich, Mikheyich," heyrðist hróp- að með titrandi raust gamals manns. Aldr- aði messudjákninn starði upp í klukkna- turninn, brá titrandi höndinni yfir tárvot augun og reyndi að koma auga í Mikheyich. >.Hvað viltu mér? Hér er eg!“ svaraði hringjarinn og horfði niður úr turninum. ..Sérðu mig ekki?“ „Nei, eg get ómögulega komið auga á þig. Heldur þú ekki, að nú sé korninn tírni til að hringja?" Þeir fóru báðir að virða fyrir sér stjörn- urnar. Aragrúi af þessum ljósum guðs tindr- uðu í upphæðunum. Karlsvagninn leiftraði bei'nt yfir höfðum þeirra. Mikheyich hugs- aði sig um. ..Nei — enn er stund þangað til. . . . Eg veit hvenær tíminn er kominn. . . . “ bað var víst óhætt um það, að hann Mik- heyich garnli vissi þetta. Hann hefði ekki þurft að hugsa sig um. Stjörnur guðs mundu segja hoúum, hvenær tíminn væri kominn. . . . Himinn og jörð, hinir hvítu skýjaflókar, sem lágu í blíðviðrislegum slæðum yfir himinhvolfið, þungbúinn skóg- urinn með sínum undarlega skjálfandi þyt og áfniðurinn utan úr þessari rökkur- dimmu, sem hvíldi yfir þorpinu. Þetta var honum svo gagnkunnugt, að það var eins og brot af hans eigin eðli. Það var ekki að ófyr- irsynju, að liann hafði eytt æfinni á þessum stöðvum. Og allt í einu rann fortíðin, sem hann hugði að væri fyrir löngu gleymd og týnd, upp í huga hans. Hann minntist þess, er hann hafði farið í fyrsta sinn með föður sín- um upp í þennan turn. Nú var liðinn svo óralangur tími síðan, en þó var eins og þetta hefði verið í gær!.... Hann sá sjálfan sig í huganum, Ijóshærðan dreng með tindrandi augu. Vindurinn, ekki þessi sami vindur, sem skefur upp göturykið og þyrlar javí framan í mann, heldur einhver undra blær, sem tárhreinn og hressandi bærir vængina með hljóðlátum hætti, lék í lokkum hans. Hó! hvað lífið var eitthvað undursamlegt, voldugt og furðulegt! Þarna lengst niðri sýnast mennirnir á gangi vera eins og ör- smáar flugur og jafnvel húsin í þorpinu urðu pínulítil, en skógurinn færðist fjær og bunguvaxna hæðin, sem þorpið stóð á, sýnd- ist vera svo óra víðáttumikil, næstum því endalaus. . . . ,,Og hérna er þetta allt saman ennþá,“ hugsaði gráhærði öldungurinn og brosti við með sjálfum sér, er hann leit yfir skógar- rjóðrið. Bara svo örlítið. . . . Þannig er lífið. Þegar maður er ungur, sér maður ekki fyrir endann á því. En seinna, er það eins cg lófa- stór blettur, frá vöggunni til grafarinnar, þama yfir í horninu á kirkjugarðinum, þar sem hann hafði kosið sjálfum sér legstað. . . . En dýrð sé guði í upphæðum, nú var kom- inn tími til hvíldar. Byrði lífsins hafði hann

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.