Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 24
118 DYVEKE N. Kv. „Engar góðar fréttir, vænti eg, Jörgen Vesteny?" mælti hertoginn. „Góðar fréttir eru sjaldgæfar nú hér um slóðir,“ svaraði höfuðsmaðurinn. „Herra Andrés Mús, sem með mér er, segir, að kan- úkarnir oieiti blátt áfram að viðurkenna biskupstign hans; þeir halda með Þorkeli Jónssyni, sem klerkafundurinn kaus í einu hljóði, og vilja engum öðrum hlýða.“ „Andrés Mús má vera öruggur um embætti sitt,“ svaraði Kristján hertogi; „bæði konungur og páfi eru á hans bandi, og þá verða kanúkarnir að sætta sig við það. Eg veit ekki heldur betur en að Þorkell Jónsson sé strokinn úr landi og sé að makka við Svía.“ „Svo mun vera,“ mælti herra Jón; „hann hefur tekið ofan grímuna, og ef aðrir drott- inssvikarar hefðu farið eins að, þá væri auð- veldara að kljá þessa ringulreið á enda.“ „Ef þeir taka hana ekki ofan sjálfir, þá rífum við hana af þeim,“ svaraði hertoginn. Jörgen Vesteny kinkaði kolli, og Andrés Mús tók undir orð hertogans, því að hann þráði mjög að setjast í biskupssæti. En herra Jón horfði með gaumgæfni á hertog- ann; honum virtist hann kipra saman var- irnar og augu hans væru rauð af reiði. Einu sinni hafði hann séð þetta áður og hann vissi, að þá var ekki við larnbið að leika sér, þar sem hertoginn var. Hann þorði ekki að andmæla, en hertoginn las hugsanir hans, brosti að vísu, en kreppti um leið hnefann, svo að hnúarnir hvítnuðu. „Þér eruð of auðtrúa, herra Jón,“ mælti hann. „Þegar mikið er í húfi, má engum trúa, jafnvel ekki bróður sínum, og konung- ur á að vera tortryggnastur allra. Allir eru hræsnarar gagnvart honum og hver skarar eld að sinni köku. Konunginum er síðast allra manna sagt frá ástandi ríkisins.“ „Samt má yðar náð treysta mér,“ svaraði Jón Pálsson. Kristján hertogi stóð á fætur og var hugsi. Svo rann honum í hug, að hann mætti ekki móðga gamlan og tryggan ráðgjafa föður síns og rétti honum höndina. „Hver efast um trygglyndi yðar?“ mælti hann. Herra Jón laut höfði og bar hönd hertog- ans upp að vörum sér, en auðséð var á öllu, að hann lét ekki blíðkast að fullu. Hann ætlaði að biðja fararleyfis, en þá gekk Al- brekt von Hohendorf aftur inn í stofuna. „Fógetinn frá Heiðmörk, Marteinn Tófa- son, er kominn,“ mælti hann. „Hann hefur sprengt hest sinn á leiðinni og segir, að bændurnir hafi gert uppreisn." „Hvernig lízt yður nú á?“ mælti hertog- inn við Jón Pálsson. „Haldið þér ekki, að Karl biskup eigi sök á þessu?“ „Eg er á sama máli og yðar náð,“ svaraði Jón Pálsson, „en eg veit það ekki.“ Marteinn Tófason kom inn og sagði frá tíðindum. Bændur höfðu gert uppreisn um alla Heiðmörk. Þeir neituðu að greiða alla skatta og afgjöld. Sóleyringar höfðu gengið í lið með þeim, en fyrirliðinn var aðalsmað- ur nokkur, Herleifur Hyddefat að nafni, sem hafði komið skipulagi á lið þeirra og lofað þeim forustu sinni. Þeir höfðu heitazt við Martein Tófason og sömuleiðis við Sör- en Skánung, sem þeir sátu um á garði hans. „Allir til vopna!“ mælti Kristján hertogi, þegar fógetinn hafði lokið máli sínu. „Nú er óþarfi að hugsa sig um. Við söfnum sam- an öllum vopnfærum mönnum á Akurhúsi, og svo fer eg sjálfur á móti uppreisnarmönn- unum.“ „Ef mér leyfist að leggja orð í belg, yðar náð, þá væri hyggilegra að víkja Sören Skánung úr stöðu sinni og jafnvel Marteini Tófasyni líka,“ mælti Jón Pálsson. „Þeir hafa oft verið svo harðleiknir, að uppreisn bændanna er skiljanleg, þótt ekki sé hún af- sakanleg .Ef þér gefið leyfi til, þá skal eg sjálfur ríða á Heiðmörk, og ef eg má segja bændunum, að þessir tveir fógetar verði

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.