Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 28
N. Kv. Bjarni Marinó: Nóra í Nausti. Síðsumarkvöld — lygnt og heillandi. Rökkurkyrrð yf'ir byggð og bæ, sem ekkert rauf nenra létt gjálfur úthafsöldunn- ar við hvítan sand. Uti við .hafsbrún glóðu gullin ský, er sendu glitrandi bjarma niður á hafflötinn, og úti á firðinum mátti greina skip á sigl- irigu í rökkurmistrinu. Einmana már sveif þöndum vængjum út yfir fjörðinn og naut veðurblíðunnar. — Kvöklið heillaði mig, svo að eg ákvað að fá mér göngu út með sjónum mér til hressingar. Eg gekk sem leið lá út að Nausti, er stóð niður við sjóinn skammt frá Eyrarkauptúni. Mér var létt og gfatt innanbrjósts; eg var ekki að 'hugsa um neitt sérstakt, en þá stund- ina fannst mér yndislegt að vera til. Ef til vill Iiefur' kvöldið haft þessi áhrif á mig, rökkurkyrrðin, sem umvafði mig, og blíð- an í loftinu. Eg vissi það ekki; eg vissi að- eins að eg gekk þarna eftir fjörusandinum í hægðum mínum og svalg salt sjávarloftið. Eg átti skammt ófarið að Nausti, þegar eg tók eftir einhverri svartri þúst fram und- an í fjörunni; hún virtist sitja þar á steini, líkust kvenmanni með sjal á herðum. Mér datt undir eins í hug, að þarna mundi vera gamla einsetukonan í Nausti, Nóra gamla. Nafn hennar var fátítt, og yfir því hvíldi einhver forneskjublær — eitthvað furðulegt, hart og hrjúft. Og sama var að segja um ævi hennar. Enginn vissi með sannindum, hvað- an hún hafði komið til Eyi'arkauptúns, en þar hafði hún dvalizt um skeið, áður en hún fluttist í Naust. Menn gerðu sér hitt og þetta í hugarlund. Sumir töldu hana hafa verið ráðskonu hjá óðalsbónda nokkrum austur í sveitum og getið honum barn; en enginn vissi, hvað um krógann hefði orðið. Aðrir töldu hana komna vestan úr fjörð- um, — en satt að segja vissi enginn neitt ákveðið. Eg hafði aldrei séð Nóru og lék því ekki lítil forvitni á að kynnast henni. Ef til vill gat mér tekizt að grafast fyrir um uppruna hennar. Athygii mín beindist öll að þessari gömlu konu. Þarna sat hún á flötum fjöru- steini, lotin í herðum og hæruskotin, dul og torráðin, en léttar öldur gjálfruðu við fótskör hennar. Hún virtist ekki taka eftir neinu nema nið aldnanna; það var sem þær flyttu henni boðskap utan af hafinu. Eg sá að hún hvessti sjónir á hvern öldufald, sem skall inn á sandinn, líkt því sem hún ætti von á, að einhver þeirra færði að fótum hennar eitthvað, sem hún ein vissi, hvað vera mundi. Öllum öðrum var það hulið. — Leyndarmál? Jú, víst var það leyndarmál. — Var hún það ekki sjálf? Jú, fyrir öllum. Enginn þekkti hana, og engum vildi hún kynnast, eftir því sem eg hafði frétt. Eg hafði staðið um stund skammt frá henni, án þess hún virtist verða mín vör, og virt hana fyrir mér, en svo gekk eg alveg til hennar, tók ofan og bauð gott kvöld. Hún kipptist örlítið við og leit á mig djúp- um og dulúðgum augum. „Afsakið," sagði eg; „eg vona, að eg hafi ekki gert yður bilt við.“ „Gott kvöld; það er ekkert að afsaka, ungi maður,“ mælti hún. — „Nei, ó — eruð það þér, — þér, sem skrifið sögur?“ hélt hún áfram. „Það gleður mig að sjá yður.“ Röddin var hrjúf, en þó einkennilega viðfelldin. Mér hnykkti hálfvegis við, er hún ávarpaði mig svona kumpánlega. Hún þekkti mig þá, og því gat eg naumast búizt við.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.