Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 39
N. Kv. BENEDIKTSBRÆÐURNIR Á ETNU 133 til sín, söng eins hátt og hann gat hinn nafn- kunna ræningjasöng Schillers („Stehlen, niorden, rauben, balgen“ o. s. frv.). Smátt og smátt sýndist honurn munkarnir taka stakkaskiptum, hempurnar hurfu, en eftir stóðu menn í ræningjabúningi, og að sama sbapi breyttist og öll hegðan og atferli þeirra. — Alltaf var haldið áfram að drekka, tómu flöskunum var barið í borðið, til þess að heimta nýjar, ljósunum rutt um, en við það kviknaði í dúkunum og því næst í borð- Juu. Ekki var hugsað um að slökkva, heldur var þvert á móti stólum og bekkjum varpað a eldinn, til þess að auka hann, og loks stóð allt í björtu báli, en munkarnir, eða fremur tæningjarnir, dönsuðu kringum bálið, lík- ari djöflum en mönnurn. Allt í einu æpti húsbóndinn: „Nunnurn- ar!“ Þá kvað við gleðióp úr ölum hópnum, °g rétt á eftir lukust upp dyr, og komu inn 0 eða 6 ræningjar með 4 nunnur milli sín. Greifinn sá þetta eins og í draumi, og það var eins og honum væri ekki unnt að hreyfa S1g úr sporunum. Honum sýndist sem fyrir- 'iðinn vildi koma jrögn á, en það gat ekki tekist. Þá þótti greifanum sem fyrirliðinn gripi fallegu skammbyssurnar frá Kúken- reiter; hann heyrði tvo hvelli og sá tvo ðlossa, svo hann varð að loka augunum snöggvast, en þegar hann lauk þeim upp aftur, flaut blóð um gólfið, og tveir ræningj- arnir lágu æpandi í einu horninu og sner- Ust á hæl og hnakka. Þá lukust augu greif- ans annað sinn, og hann hné niður, þar sem hann stóð. Hann var dauða-drukkinn. Þegar greifinn vaknaði var sólin hátt á lofti. Hann neri augun, litaðist um, og hann sá, að hann lá undir eik einni úti í skógi á mjúkum mosa, og hafði þverpokann undir höfði sér, en yfir sér hafði hann himininn heiðan og bláan. Fyrst gat hann ekki áttað S1g, en smám saman fór hann að ranka við ser, ferðin deginum fyrir, hikið á fylgdar- tnanninum, klaustrið, þrætan við eldamann- lnn, ábótinn, kveldverðurinn, Marsalavín- ið, söngurinn, bálið, nunnurnar og skotin, — allt var honum að lokum Ijóst. Allt dótið hans lá hjá honum. Hann flýtti sér að gæta í þverpokann. Þar var allt, sem í hcnum átti að vera, og pyngjan líka. En það undr- aði hann mest, að hún virtist vera eins troð- full og deginum fyrir. Hann lauk henni strax upp. Peningarnir voru í henni, og ennfremur var bréf í henni, og var það þannig: „Herra greifi! Vér biðjum yður margfaldrar afsökunar fyrir það, að vér verðum að skilja svo hastar- lega við yður, og kemur það af því, að vér höfum áríðandi erindum að gegna annars staðar. Eg vona, að þér gleymið ekki gest- risni Benediktsbræðranna í klaustrinu á Etnu, og að þér, ef þér komið við í Róma- borg, biðjið Morosini kardínála að gleyma ekki oss, vesalings syndugum mönnum, í bænum sínum. Farangur yðar allur verður skilinn eftir hjá yður, nema skammbyssurnar frá honum Kúkenreiter. Þær bið eg yður að leyfa mér að eiga til minningar um yður. 16 .október 1806. Gaetano, ábóti í Nikulásarklaustrinu á Etnu.“ Greifinn taldi peningana í pyngjunni. Það vantaði ekki einn skilding. Þegar greifinn kom að þorpinu Nikolosi, var allt þar í uppnámi, Jrví að kvöldinu áður Iiöfðu stigamenn brotist inn í nunnuklaust- ur Jrar í grendinni, stolið öllu fémætu og haft á brott með sér fjórar fallegustu nunn- urnar, og vissi enginn neitt af þeim að segja síðan. Greifinn hélt niður að Kataníu, og með Jn’í að skip lá ferðbúið til Neapel, fór hann af stað með því sama kveldið. Hann kærði sig ekki um að vera lengur á Sikiley. Tveim árum síðar las greifinn í þýzku blaði, að hinn alræmdi stigamannaforingi,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.