Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 44
138 GAMLI HRINGJARINN N. Kv. En niðri í kirkjunni hlustaði fólkið og talaði um það sín á milli, að það liefði aldr- ei heyrt Mikheyich gamla hringja svona vel. Allt í einu var eins og stóra klukkan ræki í vörðurnar og þagnaði svo alveg. Minni klukkurnar gáfu frá sér hljóð, sem dóu í miðju kafi og þögnuðu svo eins og af undr- un eða til að hlusta á sorgblandið bergmál hringingarinnar, sem smám saman hvarf út í loftið og dó. . . . Gamli hringjarinn hneig magnþrota áftur á bak á bekkinn, og tvö síðustu tár hans hrundu hægt niður fölar kinnarnar.... „Halló, þarna niðri! Sendið einhvern upp í staðinn. Þetta er í seinasta sinn, sem gamli hringjarinn tekur í strenginn." Hugo Dallin: Sorgarleikur í kvikmynd. „Bókstaflega talað á eg engin föt til að vera í, Hannibak Eg verð að fá löt. Þú getur ekki verið þekktur fyrir, að láta konuna þína vera eins og þvottakonu til fara.“ Með þessum orðum yfirgaf frú Vilhelm- ína sjónarsviðið, þ. e. setustofuna, og orðum sínum til áherzlu, skellti hún hurðinni svo hart á eftir sér að brakaði í hverju tré. Hannibal Sörensen bóksali lét l'allast nið- ur í stól sinn og andvarpaði þungan. „Ejandinn hafi þetta allt saman." Þetta var þá hjónabandið. Og þau höfðu aðeins verið gift í hálft annað ár og verið svo hamingju- söm — og nú —. Hann tottaði vindilinn — það var dautt í honum. — Nei, þegar kær- leiksneistinn var sloknaður, þá — he — hann kveikti á eldspýtu — þá er ljóminn af, — alveg eins og með vindilinn.------Peningar og aftur peningar og hattar og kjólar og búningar — það var eins og — hvað hét það nú aftur kerið — Danaidanna. En hér var það eiginmaðurinn, sem átti að fylla það. Og hann átti enga peninga til. Guð komi til! Sjálfan vantaði hann sumarföt. Guð einn vissi, hve mjög hann þurfti þeirra með. — Hm, hm. — Það var líka einstakt að geta ekki unnið nokkur hundruð í happdrætt- inu. Með nýju andvarpi leit hann í dagblaðið og reyndi um stund að gleyma áhyggjum sínum við að lesa urn áhyggjur annara. AHt í einn rak hann augun í smáklausu með yfirskriftinni: „Peningar í boði! Kvik- myndafélag hér á staðnum hefir, eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, heitið nokkrum verðlaunum fyrir bezt samin kvik- myndahandrit. Bæði gamanleikir og alvar- Iegs efnis eru verðlaunaðir. Hæstu verðlaun eru 1000 krónur! — — 1000 krónur! Hanni- bal Sörensen lagði blaðið frá sér. — 1000 krónur — Jrað voru miklir peningar nú á dögum. — Laglegur skildingur. — Var hér ekki tækifæri? — Hafði ekki ávallt verið álitið, að höfuðið á Hannibal sæti á réttum stað? Var hann þar að auki ekki dálítið brot af skáldi? Að minnsta kosti hafði hann einu sinni ort vísu til Péturs frænda á 40 ára af- mæli hans í skotfélaginu. Sú vísa varð fræg. — í sannleika ætlaði hann að gera tilraun! Á augabragði náði hann sér í pappír, deif pennanum í og byrjaði. — Hvað átti það að vera? Auðvitað mjög sorgleg kvikmynd —

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.