Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 32
126 DRAUGASAGA N. Kv. að stigaganginum og spyrnti í hana með hnénu af öllum mætti. Eftir stundarkorn opnaði eg dyrnar aftur með mestu var.færni og svipaðist um. En þá var þar ekkert að sjá framar, né heldur nokkurt hljóð að heyra. Hvorugur okkar Hermanns varð draugsins framar var. Elurðaskellirnir höfðu vakið mömmu. Hún gægðist nú fram úr gættinni á her- bergi sínu og spurði: „I herrans nafni! Hvað eruð þið nú að aðhafast, drengir?“ Hermann kom einnig út úr herbergi sínu. „Ekkert,“ svaraði hann hastur í máli, en fölur á vangann og harla heimóttarlegur á svipinn.„Hvaða umgangur var þetta niðri?“ spurði mamma. Hún hafði þá heyrt fóta- takið líka. Við þögðum við og skotruðum augunum aðeins til hennar í ráðleysi. „Inn- brotsþjófar!" æpti hún allt í einu upp yfir sig í ofsahræðslu. Eg reyndi að róa hana með því að gæta niður í stigann og láta eins og ekkert væri um að vera. „Komdu með mér, Hermann," sagði eg. „Eg verð kyrr hjá mömmu,“ svaraði hann, „hún er svo hrædd.“ Eg sté niður í efstu þrepin. „Hvorugur ykkar fer hænufet þarna nið- ur,“ sagði mamma ákveðin. „Við skulum hringja á lögregluna.1' Eg skildi ekki strax, hvernig hún ætlaði að ná til símans, því hann var á neðri hæð- inni, enda kærði eg mig ekki um, að lög- reglan blandaði sér í þetta. En nú tók mamma til eins af hinum skyndilegu ráð- um sínum. Hún hratt svefnherbergisglugga sínum upp á gátt, en hann var beint and- spænis svefnherbergisglugga nágrannahjóna okkar. Svo þreif hún af sér annan skóinn og einhendi honum þvert yfir hið mjóa húsasund á milli glugganna. Rúða nágrann- ans brotnaði mjölinu smærra og glerhríðin dundi inn yfir aumingja hjónin í rúminu. Bodwell, nágranni okkar, hafði áður verið leturgrafari, en var nú setztur í helgan stein ásamt konu sinni. Hann hafði verið fremur lieiisutæpur um langt skeið að undanförnu og fékk öðru hverju „köst.“ En langflestir allra nágranna okkar og kunningja áttu vanda fyrir einhvers konar „köstum," svo ekki var úr háum söðli að detta að þessu leyti. Klukkan var nú langt gengin tvö eftir miðnætti, tungskinslaus nótt og dimm. Bodwell kom strax út í gluggann, skamm- aðist svolítið og skók hnefana. Við heyrðum einnig frúna tauta eitthvað inni fyrir í þá áttina, að þau neyddust víst til að selja hús- ið og flytjast í annað og rólegra umhverfi. Mamma gat lengi vel ekki skotið nokkru orði inn í umræðurnar, enda var henni full- mikið niðri fyrir til þess að hafa viðhlítandi skýringar á hraðbergi. „Innbrotsþjófar!" æpti hún loks fullum hálsi —, „það eru innbrotsþjófar í húsinu!" Við Hermann liöfðum ekki enn haft kjark til þess að ségja henni, að þetta væru alls ekki innbrotsþjófar, heldur draugar, því að mamma var jafnvel enn hræddari við síðarí tegundina en þá fyrri. Bodwell hélt fyrst, að hún ætti við það, að innbrotsþjófar væru í hans eigin húsi, en að lokum skildi hann samhengið, og flýtti sér nú að hringja á lögregluna, enda stóð símtólið á náttborð- inu hans. Ekki var hann fyrr horfinn úr glugganum en mamma gerði tilraun til að kasta hinum stígvélaskónum sínum í iðra rúðu af einskærum æsingi. Eg gat þó komið í veg fyrir það í tæka tíð. Lögreglan kom á vettvang að vörmu spori: Heilt bílhlass af lögregluþjónum og auk þess komu tveir snápar á mótorhjólum, og eitt farartæki enn með einum átta lög- gæzlumönnum og nokkrum fréttasnötum. Þessi lýður byrjaði óðar að hamast á aðal- dyrunum. Leitarljós flögruðu upp og niður veggina og lýstu upp garðinn og húsasund- ið. „Opnið!" var æpt hásri raustu. „Við erum frá aðalstöðinni." Eg ætlaði að fara niður og hleypa þeim inn, en mamma þver- tók fyrir það. „Þú ert allsnakinn, drengur," sagði hún. „Þú ofkælist og deyrð." Eg sveip-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.