Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 15
N. Kv. DYVEKE 109 vangi,“ mælti Jörgen, „hann á í höggi við Svía og hefur í öðru að snúast en að hugsa um þenna lítilfjörlega bæ. Auk þess verður hann að gæta bróður síns, Friðriks hertoga a Gottorp, sem sækist eftir ríki hans og ^i'uggar ráð um að ráðast aftan að honum.“ „Á hann þá engan son?“ spurði Sigbrit. „Jú, víst er svo,“ svaraði Jörgen. „Krist- ján heitir hinn kjörni konungur og þegar hann erfir ríkið, vænkast ef til vill hagur- inn.“ „Því þá?“ mælti Sigbrit. „Allir valdhafar €1'u sama marki brenndir. Jafnskjótt sem Kristján er setztur á konungsstól, safnar hann að sér riddurum og aðalsmönnum, er mergsjúga almúgann og skara eld að sinni köku, ríkinu til ófarnaðar. Það væri nær að hengja þá en að lofa þeim að ríða burtreið- lr, fara með ófriði og eyða byggðir og lend- ur.“ „Eg held þér berið Kristján hertoga of þungum sökum,“ svaraði Jörgen. „Eg hef einu sinni séð hann, þó að hann sæi mig ekki og mér leizt svo á hann, að honum megi treysta, enda hefur uppeldi hans verið i'agað öðruvísi en annarra konungsbarna. Hans náð setti hann í fóstur hjá óbreyttum borgara í Kaupmannahöfn, Hans bókbind- ara að nafni; þar dvaldist hann í mörg ár °g hafði ekki samneyti við aðra en borgara °g fólk þeirra. Sagt er, að hann hafi gengið l>m göturnar með skólasveinunum og sung- ið um jól og föstuinngang.“ .,Eg er alveg hissa,“ sagði Sigbrit og setti llpp stór augu. „Hans náð fannst nú samt, að þetta væri °f langt farið, þar sem ríkiserfinginn átti í hlut,l'‘ sagði Jörgen, „en víst er um það, að hertoginn er vinsæll meðal borgaranna, og haft er eftir honum, að hann ætli að brjóta uðalinn á bak aftur, sem hefur verið föður hans þungur í skauti. Sagt er líka um hann, að hann muni vera harðúðugur, og margir hvíða fyrir þeim degi, þegar hann fær taum- ana í hendur.“ „Karlmenn eru harðhentir,“ mælti Sig- brit. „Konur stundum líka,“ svaraði Jörgen og hló. „Ekki virðast mér hendurnar á yður mjúkar, Sigbrit Willums." „Ef maðurinn kann ekki að stjórna, þá verður konan að láta til sín taka,“ mælti Sigbrit. „Maðurinn minn var vesalmenni, sem sóaði fé mínu.“ „Ámælið honum ekki í gröf sinni,“ sagði Jörgen. „Ámæla má hverjum, sem á það skilið, hvort sem hann er lífs eða liðinn,“ svaraði Sigbrit. „En segið mér meira um Kristján hertoga. Ef liann er eins og þér segið, þá vænkast hagur lands og þjóðar. Niðri í Hol- landi, þar sem eg bjó, kann stjórnandinn að meta borgarana, sent nteð verzlun og siglingum auðga rfkissjóðinn. Haldið þér ekki líka, herra Jörgen, að einhvern tíma líði að því, að þeir, sem afla skattanna, fái sæti í ráði konungs frernur en þeir, sem sólunda þeint?“ jörgen Hansen kinkaði kolli. „Eg er yður sammála,“ mælti hann, „og oft hafa mér farizt orð á sömu leið, En það er sama, hvað við spjöllum. Aðallinn er voldugur um öll Norðurlönd eins og ann- ars staðar í heiminum, og kirkjuhöfðingj- arnir styðja liann. Hér í Noregi hafa biskup- arnir stærri flokka vopnaðra sveina en sýslu- inenn konungs, og ef það á að lagast, verður að brenna margt vígið og beygja margan harðsvíraðan lmakka.“ „Ef svírinn vill ekki beygjast láta, þá er að hneykja hann,“ svaraði Sigbrit. „Já — ef við tvö ættum sæti í ráði kon- ungs, Sigbrit Willums," svaraði Jörgen og hló. Þegar hann fór, dáðist hann ennþá meira að henni en áður. Hann kom oft aftur til hennar og fræddi hana urn sögu landsins og þjóðháttu, og hún var fljót að gera sér rétta hugmynd um hvaða efni sem var. Þau urðu vinir; Jörgen Hansen var engin launung á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.