Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 25
N. Kv. DYVEKE 119 leystir frá embætti, þá láta þeir vafalaust sefast.“ „Það er af og frá,“ svaraði hertoginn reið- ur á svip. „Eg þarf á þeim mönnum að halda, sem gera skyldu sína og heimta inn skattana, því að -án þeirra er ekki hægt að stjórna. Höfðingjarnir og prelátarnir mega reiða sig á, að þeir komast eigi undan skatt- greiðslum, og ekki skulu þeir velta þeim yf- lr á herðar borgara og smábænda, og ef stór- bændurnir greiða ekki, verða jarðirnar teknar af þeim.“ „Ef yðar náð þekkti bændurna á Heið- tnörk og Sóleyri, þá munduð þér vita, að ekki skortir þá getuna," mælti Marteinn Tófason. „Þeir eru dramblátir eins og aðals- ntenn, og það er biskupinn á Hamri og sænsku höfðingjarnir, sem róa undir og æsa þá upp.“ „Gott og vel,“ mælti hertoginn. „Með tímanum höfum við hendur í hári for- sprakkanna. — Jörgen Vesteny, er ekki flokkur biskupssveina ennþá hér í Ósló?“ Hallarforinginn staðfesti, að þar væru um fimmtíu þeirra, frá því er höfðingja- fundurinn hefði verið haldinn eftir komu hertogans. „Við tökum þá með,“ mælti hertoginn glaðlega, „og við látum þá vera í farar- broddi; ekki af því að við grunum þá um græsku, heldur til þess að þeir geti sýnt kon- unghollustu sína með því að ráðast djarf- lega að bændunum." > Jörgen Vesteny, Andrés Mús og Marteinn Tófason hlógu, en Jón gamli Pálsson hristi höfuðið. Morguninn eftir steig Kristján hertogi á hestbak í broddi fylkingar allra vopnfærra manna á Akurshúsi. Hann var hress og reif- ur eins og ævinlega, þegar hann stóð í stór- ræðum. Hann horfði hvasst á herflokkinn °g hélt hendinni um meðalkafla sverðs síns. „Eg sé Martein Tófason hvergi,“ mælti hann. Jörgen Vesteny sagði, að hann hefði farið undir eins kvöldið áður til að safna saman bændum þeim, sem haldið höfðu hollustu við konung, og senda Sören Skánungi boð um, að hjálparlið væri á leiðinni. „Betur að liann bjargaðist af,“ mælti her- toginn; „engan á eg ötulli liðsmann en hann.“ Þegar þeir voru að ríða út úr Ósló, heyrðu þeir hróp að baki sér. Var þar kominn Ei- ríkur Walkendorf og fór mikinn. „Það var heppilegt, að eg náði yðar náð,“ mælti hann. „Fyrir aðeins hálfri stundu skreið skipið inn fjörðinn; eg skundaði til kastalans og þaðan hingað.“ „Vertu velkominn, Eiríkur, ef þú vilt fylgja mér í ofurlítinn leiðangur á móti Heiðmerkur-bændunum,“ sagði hertoginn. „Eg hef fremur fátt manna, eins og þú sérð. ‘en eg býst við, að öllu verði lokið á hálfum mánuði, ef þrjótarnir þora að koma í skot- mál.“ Kanslarinn reið um stund á hlið við her- togann, fékk fregnir af því, sem við hafði borið, og sagði frá því, sem hann hafði séð og reynt í Björgvin. Hann lofaði hinn fagra og ríka bæ á hvert reipi og bað hertogann um fram allt að gera sér ferð þangað sem fyrst. Hann sagði frá, hve erfið afstaða norsku kaupmannanna væri þar, og liertcg- inn hlustaði á með gaumgæfni. Loksins gat hann Dyveke, og þá fór hertoginn að hlæja hærra en hann var annars vanur. „Eiríkur, Eiríkur,“ sagði hann; „guð- hræddur guðsþjónn eins og þú ert, prest- v'ígður og auk þess kennari minn og fóstri um langan aldur! Ert þú að daðra við kven- fólk í Björgvin? Hvað mundi konungurinn, faðir minn, segja, af eg skrifaði honum það? Eg veit, að hann eins og eg ætlar þér erki- biskupsstólinn í Þrándheimi, þegar gamli Gauti fer til himins eða heljar, eftir því hvað hans svarta sál verðskuldar. Nú verð- um við líklega að sleppa því alvegl“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.