Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 11
Nýjar Kvöldvökur • Október-Desember 1946 • XXXIX. ár, 10.-12. h,
Ingimar Eydal;
Utanferð fyrir 45 árum.
Sumarið 1901 var eg kaupamaður á
Möðruvöllum í Hörgárdal hjá Stefáni Stef-
ánssyni kennara og bónda þar. Sumarið var
gott, heyskapartíð hagstæð og heyskap því
lokið með fyrra móti. Um haustið réð eg
mig í jarðabótavinnu úti á Árskógsströnd.
Svo var það einn dag í blíðskaparveðri, að
ég var að „rista ofan af“ á túninu í Syðri-
Haga. Ekki var laust við að mér leiddist
einveran við þetta starf eftir að hafa verið
í margmenninu og glaðværðinni á Möðru-
völlum um sumarið. Allt í einu greip mig
óviðráðanleg útþrá. Var sem sífellt væri
hvíslað í eyra mér: Hleyptu heimdraganuin
og bregð þér út fyrir landsteinana. Er nú
skemmst af að segja, að þessi hugsun varð
svo áleitin, að ég lagði frá mér undirristu-
spaðann, gekk á fund bónda, Einars Jó-
hannssonar, bað 'hann Iausnar úr vinnunni
og sagði honum þá ætlun mína að fara til
útlanda, livert helzt vissi eg ekki. Það datt
ofan yfir hann fyrst í stað, en sagði þó, að eg
skyldi alveg ráða mínum ferðum og óskaði
mér fararheilla. Tók eg nú föggur mínar,
lagði land undir fót og laibbaði inn á Akur-
eyri, til þess að spyrjast fyrir um skipaferðir
til útlanda.
Á Akureyri hitti eg Pétur Jónsson, alþing-
ismann á Gautlöndum. Vorum við lítils-
háttar kunnugir áður. Sagði eg honum fyrir-
ætlun mína, en hann lét vel yfir, kvað hann
Ingimar Eydal.
hollt fyrir unga menn að sjá sig nokkuð um
í heiminum. Herti þetta í mér. Pétur sagði
ennfremur, að vel bæri í veiði fyrir mér.
Ákveðið væri, að danskt skip flytti sauða-
farin frá kaupfélögunum í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslu til Englands á því liausti, og
mundi mér vera innan handar að fá frítt far
með því, ef eg vildi aðstoða við hirðingu og
umönnun sauðanna í ferðinni. Mér leizt vel
á þetta, og tókst Pétur á hendur að umgang-
ast þetta fyrir mig, og gekk það greiðlega.