Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 14
148
UTANFERÐ FYRIR 45 ÁRUM
N. Kv.
yrði að sitja. Skrokkunum öllum var svo
varpað fyrir borð.
Þess hefir áður verið getið að illa var spáð
fyrir líðan sauðanna, sem voru á þilfarinu.
Víst var líðan þeirra ekki góð, því fór fjarri,
en þeir lifðu þó allir ferðina af. Vitanlega
var það að þakka hreina loftinu, er þeir
nutu, og því að vera lausir við hitann og
svækjuna í lestum skipsins.
Frá sjónarmiði mannúðarinnar voru þess-
ir flutningar á lifandi fé fyrir neðan allar
hellur, eins ófullkominn og útbúnaðurinn
var. Eg tel líklegt, að sauðirnir hefðu allir
lifað ferðina af, ef tök hefðu verið á að
brynna þeim.
Það er sennilegt, að sauðaeigendum hefði
ekki dottið í hug að leggja skepnur sínar í
svo þrælslega meðferð, sem hér var um að
ræða, ef þeim hefði verið hún Ijós. Ekki
man eg, hversu margt sauðanna drapst, en
eg held að það hafi skipt hundruðum. Eg
tel og sennilegt, að sauðirnir hefðu allir
komizt lifandi til Englands, ef ferðin hefði
ekki tekið nema 4 sólarhringa, eins og upp-
haflega var áætlað.
Loks komum við til Liverpool eða þess
hluta hennar, er nefnist Birkenhead, eftir
sjö sólarhringa ferð. Zöllner var þar fyrir og
kom þegar um borð. Hann var áhyggjufull-
ur út af útiiti sauðanna og hve ferðin hefði
gengið seint. Var hroðaleg sjón að sjá þá, er
þeir runnu jarmandi í land eftir landgöngu-
brúnni. Frjálslegir voru þeir og föngulegir
eftir veru sína á afréttum um sumarið. Nú
voru þeir þunnir og kúrulegir eftir ófrelsið
í skipalestunum og þjáningar í ferðavolkinu
yfir hafið. Mér rann til rifja að sjá hvað
jreim liafði hrakað á ekki lengri tíma.
Fyrr meir höfðu sauðirnir verið reknir á
graslendi eftir ferðavolkið og aldir þar í
viku, áður en þeirn var slátrað. Nú var því
ekki lengur að heilsa. Fyrir aldamótin síð-
ustu voru sett lög í Bretlandi, sem þrengdu
mjög að innflutningi lifandi fjár þangað
vegna sótthættu. Þegar hér var komið, varð
að slátra sauðunum strax í sóttkví.
Um kvöldið buðu yfirmenn skipsins mér
til drykkju með sér, en allt fór þar fram með
hófi. Ekki var Lund gamli þar með. Hélt eg
svo til í skipinu til næsta morguns. Þá heim-
sótti mig Friðbjörn Bjarnason frá Grýtu-
bakka. Hafði hann farið út með sauðaskipi
fyrr um haustið og var í þann veginn að
snúa heimleiðis. Kvaddi eg nú skipverja og
hélt inn í borgina með Friðbirni. Naut eg
þar leiðsagnar hans, því hann var orðinn
þar nokkuð kunnugur. Vorum við að spíg-
spora um borgina fram eftir deginum og
snæddum morgunverð í matsöluhúsi.
Úr því eg hafði nú náð því marki að
komast „út fyrir pollinn“ og hafa erlenda
jörð undir fótum, þótti mér of snemmt að
hverfa strax heimleiðis aftur. Mig langaði
til að kynnast lífinu í Bretlandi lítið eitt.
Tók eg því það ráð að kaupa farseðil með
járnbrautarlest norður til Edinborgar. Þar
átti eg góðkunningja, Garðar Gíslason stór-
kaupmann, er nýlega hafði sett sig niður í
Leith. Margt bar fyrir augu á því ferðalagi,
en á fáu sérstöku festir maður auga á svo
hraðri ferð. Víða sá eg mannabýli og búpen-
ing á beit, sem leit upp, þegar lestin brun-
aði fram hjá. Til Edinborgár eða Leith, sem
er hafnarborg liennar og samvaxin henni,
komum við síðla kvölds. Á járnbrautarstöð-
ina kom unglingspiltur og bauðst til að bera
ferðakoffort mitt, sem var nokkuð þungt, og
þáði eg það. Eg vissi, hvar Garðar hafði
skrifstofu sína, og fórum við þangað, en þar
var allt harðlæst. Ráðlagði burðarpilturinn
mér þá að fara á gistihús, sem heitir Sailors
Home, og féllst eg á á það. Þegar þangað
kom, hitti eg forstöðumann stofnunarinnar,
feitan ístrukarl. Eg tjáði honum frá högum
mínum, að eg væri útlendingur, öllum
ókunnugur og vantaði samastað í bráðina.