Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Page 15
N. Kv.
UTANFERÐ FYRIR 45 ÁRUM
149
Hann kvað skynsamlegasta ráðið, sem eg
gæti tekið, væri að setjast að á Sailors Home
í bili. Eg var þar svo nokkra daga og líkaði
vel. Hafði þar gott fæði og fremur ódýrt.
Þar voru allmargir gestir, aðallega sjómenn.
Einn þeirra var kolsvartur negri. Eg innti
bann eitt sinn eftir, hvort hann væri sjómað-
ur. „By and by“ (við og við) var svarið.
A vissum stað voru skóburstar ásamt skó-
svertu, og áttu hótelgestir sjálfir að bursta
skó sína. Eitt sinn hafði ístrukarlinn orð á
því við mig, að eg burstaði ekki skó mína
nógu vel. Eg bar því við, að það tæki svo
langan tíma. „Are you busy?“ (áttu ann-
ríkt?) spurði hann háðskur á svip. Hann
vissi, að eg hafði ekkert fyrir stafni.
Þessa dagana notaði eg til þess að kynna
mér borgina. Mér varð starsýnt á stóra
myndastyttu af. Robert Burns, skozka skáld-
inu, sem Skotar elska og dást að, líkt og við
elskum Jónas Hallgrímsson. Eg keypti
kvæðabók Burns hjá fornbóksala fyrir einn
shilling og á hana enn. Langfallegasta og
tilkomumesta strætið í Edinborg er Princess
Street. Við það er hið mikla minnismerki
Walt.er Scotts.
Eg sá strax í hendi mér, að ef eg ætlaði
að dvelja þarna um hríð, mundu peningar
mínir fljótt ganga til þurrðar. Fór eg því að
skyggnast um eftir atvinnu. Mér var sagt, að
félag eitt stórt, er nefndist North British
Railway Company, hefði mikið umvélis og
þyrfti á mörgum verkamönnum að halda.
Leitaði eg þá eftir atvinnu á skrifstofum
félags þessa og fékk hana eftir nokkra vafn-
mga og umstang. Áður hafði skrifstofustjór-
mn yfirheyrt mig og spurt mig spjörunum
dr, svo sem urn aldur minn, kunnáttu o. m.
fh Hófst nú vinnan hjá félagi þessu, og fór
hún fram niðri við hafnarkvíar. Var hún í
því innifalin að ferma og afferma vöru-
vagna, sem hestar gengu fyrir. Skozku hest-
arnir eru afar stórir og fallegir. Þeir eru
brúkaðir hvem virkan dag árið um kring,
10 tíma á dag, og eru þó feitir vel og gljá-
andi á skrokkinn, auðsjáanlega aldir og hirt-
ir vel.
Ekki féll mér vinnan alls kostar vel fyrst
í stað. Erfitt þótti mér að labba með heil-
sekki standandi upp á endann á annarri öxl-
inni, en þannig voru þeir látnir síga niður
úr vögnunum, og hætti þá viðvaningum við
að missa jafnvægið á byrðinni og missa
hana, en þá urðu þeir fyrir skömmum frá yf-
irmönnunum. Ennfremur þurftum við oft
að bera þunga kassa á sama hátt, og vildi þá
öxlin sárna. En við allt þetta vandist eg
brátt og stóð exki öðrum að baki.
Mér féll að öllu samanlögðu vel við sam-
verkamenn mína, þó að þar væri misjafn
sauður í mörgu fé. Einn þeirra var fyrst alí-
herralegur yfir mér og hortugur í meira
lagi. Eitt sinn hrifsaði hann til mín. Mér
rann í skap, greip hann og fleygði honum
flötum til jarðar. Þá hlógu hinir dátt og
sögðu: „He is strong". En svo brá við, að eft-
ir þetta var sá, er byltuna hlaut, auðmjú.kur
og fleðulegur við mig.
Við unnum frá 6 til 6 og höfðum tvisvar
matarhlé, sinn klukkutímann í hvort skipti.
Eg leigði hjá ekkju einni að nafni Mrs.
Brown. Henni greiddi eg 11 shillino;s á viku
O O O
fyrir fæði, húsnæði og þjónustu, en kaupið
var 19 shillings. Til morgunverðar og kvöld-
verðar fékk eg hafragraut og mjólk, te,
franskbrauð og smér eftir vild. Skotar eru
snillingar í að tilreiða bæði hafragraut og
te, en kaffi er þar lélegt skólp. Til miðdegis-
verðar fékk eg jafnan kjötmeti, á sunnudög-
um „ham and eggs“.
” OO
í borginni var örfátt íslendinga. Garðar
Gíslason er áður nefndur. Þar var og Har-
aldur Sigurðsson Rangvellingur, en hann
fór brátt til Noregs, því að þar átti hann
kærustu. Enn var þar Ólafur Proppé, þá
unglingur, við verzlunarnám.
Dauf þóttu mér jólin þenna vetur. Skotar
hafa sem sé ekkert jólahald. Því meira er
um að vera á gamlaárskvöld. Þá var uppi
fótur og fit um alla borgina, sukk og fyllirí